Laugarneskirkja

Laugarneskirkja
v/ Kirkjuteig
105 Reykjavík

laugarneskirkja.is

Fjölskylduguðsþjónusta og Eina krónu mót

Fjölskylduguðsþjónusta og Eina krónu mót...gerist ekki betra á sunnudegi skal ég segja ykkur.

laugarneskirkja.is Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn klukkan 11. Það verður líf og fjör, sr. Eva Björk, Hjalti Jón, Gísli, Keli, Rebbi og Gabríel engill þjóna. Rebbi veltir fyrir sér hversu mikilv…

Foreldramorgnarnir hefjast næsta miðvikudag og verða kl. 09:30-11:30. Þeir verða á Kaffi Laugalæk til að byrja með. Presturinn í Laugarneskirkju, Eva Björk hefur umsjón með þeim. Verið velkomin 🤗

Spennandi leiklistarnámskeið í boði fyrir 10 - 12 ára laugardaginn 22. september næstkomandi!

laugarneskirkja.is

Samvera með eldri borgurum

Næsta fimmtudag er fyrsta samvera eldri borgara Laugarnesprestakalls í Áskirkju! Já við höfum fengið inni í Áskirkju og ætlum að sameina krafta okkar þar. Þið getið séð dagskránna á heimasíðunni.

laugarneskirkja.is Samvera með eldri borgurum Laugarnesprestakalls Nú er eldri borgara starfið að fara af stað á ný í Laugarneskirkju. Anna Sigga Helgadóttir hefur tekið við starfinu og með henn verður sr. Eva Björk…

Við hlökkum innilega til þess að taka á móti kirkjuprökkurum- og flökkurum sunnudaginn 16.09. í íþróttahúsi Laugarnesskóla.
Það verður nóg af prakkaraskap og flakki í boði!

laugarneskirkja.is

Messa og sunnudagaskóli 16. september

Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Næstkomandi sunnudagur er dagur íslenskrar náttúru, í guðspjalli dagsins segir Jesús, ,,Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp! Allt mun þetta fléttast saman í predikun og sálmum.

laugarneskirkja.is Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Næstkomandi sunnudagur er dagur íslenskrar náttúru, í guðspjalli dagsins segir Jesús, ,,Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp! Allt mu…

laugarneskirkja.is

Æskulýðsstarf í september

Í september verður dagskrá sem hér segir:
* Æskulýðsfélagið Týrannus (8.b.+) – safnaðarheimili Áskirkju, öll fimmtudagskvöld kl.19:30 – 21:30.

* Kirkjuprakkarar (1.-2.b.) – Íþróttahús Laugarnesskóla kl.14:00 – 15:30, sunnudaginn 16.09. Skráning: hjaltijon@laugarneskirkja.is
* Kirkjuflakkarar (3.-4.b.) – Íþróttahús Laugarnesskóla kl.15:30 – 17:00, sunnudaginn 16.09. Skráning: hjaltijon@laugarneskirkja.is

* Leiklistarsmiðja (5.-7.b.) með leikstjóranum og leikaranum Pétri Ármannssyni – Íþróttahús Laugarnesskóla kl. 14:00 – 17:00, laugardaginn 22.09. Skráning:
hjaltijon@laugarneskirkja.is

* Árlegt keppnismót Laugarnessóknar í Eina krónu fyrir mér 1, 2 og 3! – við Laugarneskirkju, sunnudaginn 23.09.

Guðsþjónustur og sunnudagaskóli verða á sínum stað í Laugarneskirkju, hvern sunnudag mánaðarins.

Enn má vera að bætist við – við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með!

laugarneskirkja.is Kæru íbúar í Laugarnessókn. Aðstæður æskulýðsstarfsins okkar í Laugarneskirkju verða um margt sérstakar og óvanalegar í september. Við reynum þó að sjá tækifærin í stöðunni og munum keppast við að …

Reykjavík, 11. september 2018
Kæru íbúar í Laugarnessókn,
Sóknarnefnd Laugarneskirkju ber samkvæmt lögum nr. 78/1997 ábyrgð á að „annast rekstur og framkvæmdir á vegum sóknarinnar og styðja við kirkjulegt starf í sókninni ásamt sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar“. Allur rekstrarkostnaður kirkjunnar, þ.m.t. rekstrarkostnaður hússins, viðhald húss og lóðaumhirða, öll aðföng og laun allra starfsmanna kirkjunnar nema sóknarprests eru á ábyrgð sóknarnefndar. Tekjurnar koma frá sóknargjöldum sem nægja ekki til að standa straum af viðhaldi og rekstrarkostnaði.
Laugarneskirkja, sem teiknuð er af Guðjóni Samúelssyni og var vígð árið 1949, er merkilegt hús í menningar- og sögulegu samhengi. Varðveisla og viðhald slíkrar byggingar krefst töluverðra fjármuna sem hafa fengist með styrkjum en ekki dugað til að leysa þann bráðavanda sem blasað hefur við undanfarin ár. Vegna þessa skorts á fjármunum til viðhalds hefur ekki tekist að verja húsið nægilega gegn veðri og vindum. Grunur leikur á að þrálátur vatnsleki hafi átt þátt í að orsaka takmörkuð loftgæði innanhúss. Í ljósi þess að hætta er á að skert loftgæði geti haft áhrif á heilsu og líðan starfsfólks og gesta hússins, þá sér sóknarnefnd sér ekki annað fært en að takmarka notkun kirkjunnar eins mikið og mögulegt er á meðan unnið er að viðhaldi og frekari rannsóknum í samstarfi við fagaðila
Messur, guðsþjónustur og sunnudagaskóli á sunnudögum verða þó á sínum stað eftir sem áður, einnig verða samverur og athafnir, s.s. fastir fundir, útfarir, brúðkaup og skírnir haldnar í kirkjunni. Við búum í hverfi sem einkennist af samstöðu og samheldni og því höfum við fengið aðstöðu fyrir hópastarf kirkjunnar í hinum ýmsu stofnunum hverfisins. Þar á meðal fermingarfræðsluna, starf æskulýðsfélagsins, starf með eldri borgurum, börnum og ungmennum, auk þess hefur kór Laugarneskirkju fengið æfingaraðstöðu í Áskirkju. Foreldrar, forráðamenn, börn, ungmenni og aðrir þátttakendur í hópastarfi fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag starfsins á vefsíðu kirkjunnar, www.laugarneskirkja.is og á Facebook síðu kirkjunnar, https://www.facebook.com/laugarneskirkja/
Undirrituð hefur margoft orðið vitni að því undri sem á sér stað þegar manneskjur koma saman í kærleika og samkennd í Laugarneskirkju. Kirkjan er skýli fyrir okkur öll til að koma saman, veita hvert öðru stuðning, kærleika og virðingu af fordómaleysi og auðmýkt.
Nú er kominn tími til að hlúa að kirkjunni okkar svo hún geti áfram verið okkur skjól.
F.h. sóknarnefndar Laugarneskirkju,
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður

[09/11/18]   KÓRINN Í HVERFINU, Kór Laugarneskirkju hefur æfingar á morgun, miðvikudag kl. 17.30 í Áskirkju. Áhugasamir hafi samband við Arngerði, arngerdur@laugarneskirkja.is eða einfaldlega líti við hjá okkur í kjallara Áskirkju á morgun :-)

laugarneskirkja.is

Verið ekki áhyggjufull

Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, segir í guðspjallstexta næsta sunnudags, hverjum degi nægir sín þjáning.
Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11.

laugarneskirkja.is Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, segir í guðspjallstexta næsta sunnudags, hverjum degi nægir sín þjáning. Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Félagar úr kór Laugarne…

laugarneskirkja.is

Messa og sunnudagaskóli klukkan 11

Þá er það fyrsti sunnudagaskóli vetrarins og messa klukkan 11 á sunnudaginn og þú ert boðin velkomin 😃🎉💒🍁

laugarneskirkja.is Sunnudaginn 2. september hefst haust rútínan af krafti í Laugarneskirkju með messu klukkan 11 og fyrsta sunnudagaskóla vetrarins. Félagar úr kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Arngerð…

Sunnudagaskólinn í Laugarneskirkju hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí, sunnudaginn 2.september næstkomandi.
Verið hjartanlega velkomin!

Meðfylgjandi mynd er ansi góð. Sagan af konunni við brunninn minnir okkur á að öll viljum við vera séð og minnt á að við erum verðug.
Sagan af Jesú og börnunum minnir okkur á að þegar við ræktum með okkur einlægt sjónarhorn barnsins þá höfum við aðgang að því sem er sannlega best í lífinu.
Þriðja myndin sýnir að í bæninni gefum við okkur andrými til þess að þakka, við sendum okkur þau skilaboð að það sé þess virði að taka frá tíma til að rækta þakklæti.
Á þeirri fjórðu erum við minnt á að við höfum tækifæri til uppbyggingar í lífum okkar og á þeirri fimmtu sjáum við að vináttan finnur sér alltaf leiðir og lausnir í lífinu.

Allt þetta reynum við að varðveita og rækta í sameiningu, í samfélagi vina í sunnudagaskólanum.

laugarneskirkja.is

Fjölskylduguðsþjónusta að kvöldi 26. ágústs

Það verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudagskvöld klukkan átta. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin...en þú ert að sjálfsögðu velkomin líka 😎🙏💒

laugarneskirkja.is Á sunnudagskvöldið verður fjölskylduguðsþjónusta klukkan 20:00. Þá verða fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin, Hjalti Jón Sverrisson guðfræðingur flytur hugve…

laugarneskirkja.is

Fjölskylduguðsþjónusta að kvöldi 26. ágústs

Það verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudagskvöld klukkan átta! Fermingarbörn næsta vors og foreldrar eru sérstaklega boðin velkomin...en þú ert að sjálfsögðu velkomin líka 😎💒🙏👊

laugarneskirkja.is Á sunnudagskvöldið verður fjölskylduguðsþjónusta klukkan 20:00. Þá verða fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin, Hjalti Jón Sverrisson guðfræðingur flytur hugve…

laugarneskirkja.is

Bæna og íhugunarguðsþjónusta

Verið velkomin í Laugarneskirkju á sunnudagskvöldið í bæna og íhugunar guðsþjónustu 💒🙏

laugarneskirkja.is Að kvöldi sunnudagsins 19. ágúst verður bæna og íhugunarguðsþjónusta í Laugarneskirkju klukkan átta. Það verður hugljúf stund þar sem við sækjum kyrrð og frið að kvöldi dags með bæn, tilbeiðslu og …

laugarneskirkja.is

Regnbogamessa á sunnudagskvöldið

í tilefni af Reykjavík Pride verður Regnbogamessa á sunnudagskvöldið klukkan átta.
Við erum að tala um lágstemmda guðsþjónustu með ljúfum sálmum sem organistinn okkar Arngerður María Árnadóttir hefur valið, Stefania Steinsdottir prestur í Glerárkirkju verður með hugleiðingu og Eva Björk Valdimarsdóttir sóknarprestur leiðir stundina. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest! 🙏🌈💒

laugarneskirkja.is Nú hefur Laugarneskirkja opnað dyr sínar aftur eftir sumarleyfi og hún er að fyllast af lífi. Í tilefni af Reykjavík Pride verður lágstemd regnbogamessa sunnudagskvöldið 12. ágúst kl. 20:00. Séra S…

Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar, ÆSKÞ, stendur fyrir þessum viðburði í Laugarneskirkju föstudagskvöldið 10. ágúst.
Þangað eru allir velkomnir til að koma og hita upp fyrir Reykjavík Pride, taka þátt í að skreyta atriði ÆSKÞ og njóta skemmtilegs samfélags!

Við minnum á sameiginlega útiguðsþjónustu Áskirkju og Laugarneskirkju í fyrramálið, kl.11:00.
Verum velkomin!

Gleðilega hátíð!

laugarneskirkja.is

Útiguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða, 17. júní

Sameiginleg útiguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða á lýðveldisdaginn, 17. júní kl. 11 við íhugunarbrautina í Rósagarðinum í Laugardal. Hjalti Jón Sverrisson mag. theol. prédikar.
Séra Sigurður Jónsson þjónar. Félagar úr Kór Áskirkju syngja undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista Áskirkju.

Aðkoma að staðnum er annars vegar frá Sunnuvegi um heimreiðina að gróðrarstöðinni í Laugardal, og hins vegar frá bílastæði Vinagarðs við Holtaveg eftir göngustíg sem liggur til vesturs frá stæðinu.

Allir velkomnir.

laugarneskirkja.is Sameiginleg útiguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða á lýðveldisdaginn, 17. júní kl. 11 við íhugunarbrautina í Rósagarðinum í Laugardal. Hjalti Jón Sverrisson mag. theol. prédikar. Séra Sigurður Jón…

Nú færum við helgihaldið yfir á sumartíma.

Sunnudaginn 10. júní
Helgistund kl. 20:00
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar.
Elísabet Þórðardóttir annast tónlistarfluttning

Verið hjartanlega velkomin

Nú er opið fyrir skránigar í fermingarstarfið veturinn 2018 -2019 á heimasíðu Laugarneskikju:
http://laugarneskirkja.is/born-og-unglingar/fermingar-2018/

Nú eru fastir liðir safnaðarstarfsins lagstir í sinn sumardvala hér í Laugarneskirkju.

Helgihald í júní:
• Sunnudagur 10. júní helgistund kl. 20:00
Prestur, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
• Sunnudagur 17. júní kl. 11:00
Sameiginlegt helgihald Ás- og Laugarneskirkju
Guðsþjónusta við Íhugunarbrautina í Rósagarðinum Laugardal. Afleggjari er frá Sunnuvegi.
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur í Áskirkju þjónar,
Hjalti Jón Sverrisson prédikar.

Helgihald hefst að nýju eftir sumarleyfi í ágúst
• Sunnudagur 12. ágúst. Helgistund kl. 20:00
• Sunnudagur 19. ágúst. Helgistund kl. 20:00
• Sunnudagur 26. ágúst. Helgistund kl. 20:00

Seekers prayers bænastundir eru alla þriðjudaga kl. 17:00

AA fundir er í gamla safnaðarheimili. Gengið inn um dyr bak við kirkjuna
• Miðvikudaga kl. 12:00
• Fimmtudaga kl. 21:00

Prestsþjónusta yfir sumartímann.
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur. Sími: 860 9997, netfang:helgasoffia@simnet.is
Sr. Eiríkur Jónsson sókarnprestur Háteigskirkju.
Sími: 864 0802
Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur (júlí).
Sími: 822 3832

Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur er í fæðingarorlofi til
1. janúar.
Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir mun gegna starfi sóknarprests frá 1. ágúst til 1. janúar.

Laugarneskirkja verður lokuð í júlímánuði vegna viðgerða.

Safnaðarheimilið er lokað frá 22. júní til 1. ágúst .
Tekið verður við bókunum á kirkju og safnaðarheimili eftir
1. ágúst.
Vetrarstarfið hefst að nýju með helgistund sunnudaginn 26. ágúst kl. 20:00
Gleðilegt sumar

Fermingarmessa sunnudaginn 3. júní kl 11:00
Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og Hjalti Jón Sverrisson fer með hugleiðingu.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur organista.

Fermingarbörn dagsins eru:

Dóra Tómasdóttir
Friðþjófur Tumi Daðason
Fróði Rosatti
Sunna Mist Helgadóttir
Þorvaldur Nói Klose
Þórlaug Þórhallsdóttir

Í fyrramálið, 30.maí, kl.8:00

[05/29/18]   Dagskrá vikunnar 29. maí til 3. júní

Þriðjudagur 29.05.
Kl. 10:30-12:30 Foreldramorgnar.
Kl. 17:00-18:30 Seekers prayers meeting

Miðvikudagur 30.05.
Kl. 08:00 Kyrrðarbæn
Kl. 12:00-13:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili
Kl. 14:00 Helgistund félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20
Kl. 17:30-19:30 Kór Laugarneskirkju æfir í safnaðarheimili

Fimmtudagur 31.05.
Kl. 16:00 Helgistund Hátúni 10, HÁ-salnum 1. hæð
Kl. 17:00 Fermingaræfing
Kl. 20:00 Tónleikar
Kl. 21:00-22:00 AA fundur í gamla safnaðarheimilinu.

Föstudagur 01.06.
Kl. 10:00-14:00 Safnaðarheimilið opið

Sunnudagur 03.06.
Kl. 11:00 Fermingarmessa
Kl. 17:00 Tónleikar.

Nánari upplýsingar á laugarneskirkja.is

Guðsþjónusta í Laugarneskirkju kl.11:00.
Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar ásamt messuþjónum. Elísabet organisti og sönghópurinn Veirurnar.
Síðasti sunnudagaskóli vetrarins.

Kl.14:00 - Laugarnes á ljúfum nótum! Vorhátíð hverrfisins. Allir velkomnir!

Vorkvöld kirkjukóra Laugarneskirkju og Grindavíkurkirkju.
Sérstök gæðastund í Laugarneskirkju fimmtudagskvöldið 24.maí.
Elísabet og Erla leiddu kórana á sinn faglega og fallega hátt. Þórður Árnason var sérstakur gestur kvöldsins.
Kirkjukór Laugarneskirkju kemur næst fram á hverfishátíðinni Laugarnes á ljúfum nótum, 27.maí, og mun þá ekki aðeins syngja vorið heldur einnig sumarið inn í hjörtu hverfisbúa. Verum velkomin!

Laugarnes á ljúfum nótum 2018

Harðjaxlar Laugarneskirkju gerðu sérstaka auglýsingu fyrir Laugarnes á ljúfum nótum 2018.
Hverfishátíðin verður haldin 27.maí næstkomandi, milli kl.14:00 - 16:00, við Laugarneskirkju.

Hoppukastalar, klifurveggur, ljúffengar veitingar, skólakór Laugarnesskóla, kirkjukór Laugarneskirkju, skylmó og margt fleira skemmtilegt í boði.

Í maí og júní verður boðið upp á kyrrðarbæn í Laugarneskirkju, á miðvikudagsmorgnum kl.8:00.
Kyrrðarbænin er íhugunaraðferð sem hentar vel til að stilla sig inn í daginn og styðja við aðalverkefnið; að mæta deginum með opnum hug og hjarta.

Laugarnes á Ljúfum Nótum

Nú styttist í hverfishátíðina Laugarnes á Ljúfum Nótum, sem haldin verður við Laugarneskirkju 27.maí næstkomandi!

Laugarnes á ljúfum nótum er árleg vorhátíð í Laugarneshverfinu. Að henni koma ýmsir hópar innan hverfisins sem vilja leggja rækt við velferð hverfisins.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Lögreglukórinn í heimsókn í eldriborgarastarfinu
Gleði, gleði, gleði!
Himneskur söngur
Við setjumst hér í hringinn

Telephone

Address


Við Kirkjuteig
Reykjavík
105
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.