Laugarneskirkja

Laugarneskirkja
v/ Kirkjuteig
105 Reykjavík

laugarneskirkja.is

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18

Verið velkomin í aftansöng á aðfangadag í Laugarneskirkju.

laugarneskirkja.is Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“ Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himne…

laugarneskirkja.is

Jólastund barnanna á aðfangadag kl.16:00

Verið velkomin!

laugarneskirkja.is Við komum saman í Laugarneskirkju kl.16:00 á aðfangadag til þess að líta helgi jólanna með augum barnsins. Löng hefð er fyrir því að börn og fullorðnir komi saman á þessum tíma í kirkjunni og er þe…

Jól í Laugarneskirkju

Aðfangadagur 24. desember
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta hjúkrunarheimilinu
Sóltúni
Prestur: sr. Eva Björk
Organisti: Arngerður María.
Einsöngur: Gerður Bolladóttir
Kl. 15:00 Hátíðarguðsþjónusta Hátúni 12,
Betri-stofunni, 2. Hæð
Prestur: sr. Eva Björk
Organisti: Arngerður María.
Einsöngur: Gerður Bolladóttir
Kl. 16:00 Jólasöngvar barnanna
Góð stund fyrir eftirvæntingarfullar sálir
Sr. Eva Björk, sr. Hjalti Jón og
Arngerður María leiðastundina
Kl. 18:00 Aftansöngur.
Sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn
Arngerðar Maríu organista.
Einleikur á trompet Þórður Hallgrímsson.
Einsöngur Elma Atladóttir

Jóladagur 25. desember
Kl. 14:00 Guðsþjónusta á jóladag.
Sr. Eva Björk þjónar ásamt messuþjónum.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn
Arngerðar Maríu.

Nýársdagur 1. Janúar
Kl. 16:00 Guðsþjónusta á nýársdag
Sr. Davíð Þór þjónar.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn
Elísabetar organista.

laugarneskirkja.is

Jólasamvera – Hugvekja Aðalbjargar Stefaníu Helgadóttur

Hér má lesa yndislega hugvekju Aðalbjargar Stefaníu, sem flutt var í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, í gærkvöldi.

,,... Og um leið varð samkenndin í húsin áþreifanleg. Samkenndin sem verður til þegar við upplifum einlægan kærleika, virðingu og skilning, ekki vegna þess hver við erum heldur vegna þess að við já; erum.

Ég veit til þess að ólympíuleikarnir og samskiptin sem urðu til í kringum þá voru megin lækningin í lífum margra sem tóku þátt. Það er nefnilega lífsbjörg fólgin í samverunni."

laugarneskirkja.is Kæru vinir. Hér má lesa hugvekju Aðalbjargar Stefaníu Helgadóttur sem flutt var á Jólagospelkvöldi okkar í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, mánudagskvöldið 17. desember. Stundin var ljósrík …

laugarneskirkja.is

Jólagospel – 17. desember í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12.

Nú mega jólin koma: Það er gospelkvöld í Hátúni í kvöld!

laugarneskirkja.is Kæru vinir Mánudagskvöldið 17.desember kl. 20 verður jólagospelkvöld í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Stundin hefst kl.20:00. Tónlist verður í hávegum höfð og unga tónlistarfólkið okkar úr…

laugarneskirkja.is

Venjulegt fólk

Prédikunin sem flutt var í messu í morgun er komin inn á heimasíðu Laugarneskirkju fyrir áhugasama.

laugarneskirkja.is Prédikun flutt í Laugarneskirkju, 16.12.2018. 1. „Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. Menn streymdu til hans frá Jerúsalem,…

laugarneskirkja.is

,,… og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar.” – Messa & Sunnudagaskóli 16. desember

Sunnudaginn 16. desember verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11:00.
Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Elísabet Þórðardóttir, organisti, leiðir tónlistina ásamt söngvaranum Sigurði Vigni Jóhannssyni. Sunnudagaskólinn er í umsjón Emmu, Garðars og Gísla.

Kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.
Dýrmætt samfélag, allir velkomnir!

laugarneskirkja.is Sunnudaginn 16. desember verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11:00. Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Elísabet Þórðardóttir, organisti, leiðir tónlistina ásamt sön…

,,Æskulýðsstarf er okkur sem komum að Laugarneskirkju hjartans mál. Við leggjum metnað okkar í að vera þátttakendur í uppbyggingarstarfi samfélagsins í Laugardalnum. Undanfarin ár hef ég fundið, skilið og skynjað þann metnað sem t.a.m. skólarnir, íþróttafélögin, foreldrafélögin, Skólahljómsveit Austurbæjar, skátarnir hafa fyrir ungu fólki í hverfinu. Fjallgangan er oft erfið, fyrir alla, börn og fullorðna, en hún er þess virði."

- Úr pistli Hjalta Jóns í hverfisblaðinu Laugardalur, Háaleiti & Bústaðir.

laugarneskirkja.is

,,… og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar.” – Messa & Sunnudagaskóli 16. desember

,,Það er rétt af ykkur að gefa gaum að því eins og ljósi sem skín á myrkum stað þangað til dagur ljómar og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar."
(2.Pét.1:19)

Sunnudaginn 16. desember verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11:00.
Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Elísabet Þórðardóttir, organisti, leiðir tónlistina ásamt söngvaranum Sigurði Vigni Jóhannssyni. Sunnudagaskólinn er í umsjón Garðars, Gísla og Emmu.
Kaffi og gott samfélag í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.
Allir velkomnir!

laugarneskirkja.is Sunnudaginn 16. desember verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11:00. Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Elísabet Þórðardóttir, organisti, leiðir tónlistina ásamt sön…

Það styttist í Jólagospel í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12!

laugarneskirkja.is

Jólaball, helgistund og aðventubíó

JÓLABALL

Jólaballið okkar verður næstkomandi sunnudag, 9.desember, kl.11:00.
Frábær skemmtun fyrir allar kynslóðir, verið velkomin!

laugarneskirkja.is Á sunnudaginn verður glatt á hjalla í Laugarneskirkju. Eftir stutta helgistund í kirkjunni kl. 11 förum við niður í safnaðarheimilið og höldum jólaball. Það verður mikið sungið og sprellað og að sj…

laugarneskirkja.is

Fjölskylduguðsþjónusta 2. desember & aðventubíó

Fjölskylduguðsþjónusta & aðventubíó. Nóg um að vera þann fyrsta í aðventu. Verið velkomin!

laugarneskirkja.is Kæru vinir, það er nóg um að vera í Laugarneskirkju á aðventunni. Þann fyrsta í aðventu komum við saman í kirkjunni kl.11:00 þar sem verður fjölskylduguðsþjónusta. Hlý og notaleg stund fyrir alla, …

Helgihald í Laugarneskirkju á aðventu og jólum

Í Laugarneskirkju er margt um að vera á aðventunni og yfir jólin. Í kirkjuna eru allir velkomnir og þar er boðið upp á fjölbreytt tækifæri fyrir fjölskylduna og fólk á öllum aldri til að næra andann og eiga gott samfélag.

Fyrsti sunnudagur í aðventu 2. desember

Kl. 11:00
Fjölskylduguðsþjónusta.
Sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna ásamt messuþjónum. Arngerður María leiðir tónlist ásamt ungu fólki úr hverfinu.

Kl. 14:00
Aðventubíó í safnaðarheimili.
Góð stund fyrir alla aldurshópa

Kl. 20:00
Aðventukvöld.
Sr. Eva Björk þjónar ásamt messuþjónum.
Sævar Helgi Bragason flytur hugvekju.
Skólahljómsveit Austurbæjar leikur undir stjórn
Ingibjargar Guðlaugsdóttur.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu.
Einsöngvari er Elma Atladóttir

Sunnudagur 9. desember

Kl. 11:00
Jólaball Laugarneskirkju.
Við hefjum stundina í kirkjunni þaðan sem gengið verður niður í safnaðarheimið og dansað í kringnum jólatréð. Arngerður María, Eva Björk og Hjalti Jón leiða stundina

Kl. 13:00
Guðsþjónusta Hátúni 12. Betri-stofunni 2. hæð

Kl. 14:00
Aðventubíó í safnaðarheimili.
Góð stund fyrir alla aldurshópa

Sunnudagur 16. desember

Kl. 11:00 Messa og sunnudagaskóli.
Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum.
Elísabet organisti og Sigurður Vignir Jóhannsson tenór leiða tónlistina.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Sameiginlegt upphaf í kirkju.
Messukaffi og samfélag á eftir

Kl. 14:00
Aðventubíó í safnaðarheimili.
Góð stund fyrir alla aldurshópa

Mánudagur 17. desember

Kl. 20:00 Gospelkvöld í sal Sjálfsbjargar Hátúni 12.
Kristján Hrannar, Emma Eyþórsdóttir og fleiri halda uppi góðri stemningu.
Söngur, gleði og gott samfélag.
Hjalti Jón og Eva Björk leiða stundina. Aðalbjörg Helgadóttir, formaður sóknarnefndar, flytur hugleiðingu.

Miðvikudagur 19. desember

Kl. 14:00
Jólaguðsþjónusta félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20.
Sr. Eva Björk þjónar og Arngerður María leiðir söng.

Fimmtudagur 20. desember

Kl. 16:00
Jólaguðsþjónusta í Há-salnum Hátúni 10.
Sr Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna.
Arngerður María leiðir söng.

Aðfangadagur 24. desember

Kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta hjúkrunarheimilinu Sóltúni
Prestur: sr. Eva Björk
Organisti: Arngerður María.
Einsöngur: Gerður Bolladóttir

Kl. 15:00
Hátíðarguðsþjónusta Hátúni 12, Betri-stofunni, 2. Hæð
Prestur: sr. Eva Björk
Organisti: Arngerður María.
Einsöngur: Gerður Bolladóttir

Kl. 16:00
Jólasöngvar barnanna
Góð stund fyrir eftirvæntingarfullar sálir
Sr. Eva Björk, sr. Hjalti Jón og Arngerður María leiða stundina

Kl. 18:00
Aftansöngur.
Sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn
Arngerðar Maríu organista.
Einleikur á trompet Þórður Hallgrímsson.
Einsöngur Elma Atladóttir

Jóladagur 25. desember

Kl. 14:00
Guðsþjónusta á jóladag
Sr. Eva Björk þjónar ásamt messuþjónum.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu.

Nýársdagur 1. janúar
Kl. 16:00
Guðsþjónusta á nýársdag
Sr. Davíð Þór þjónar.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn
Elísabetar organista.

Safnaðarstarf hefst á nýju ári með messu og sunnudagaskóla sunnudaginn 13. Janúar eftir stutta jólahvíld.

Verið velkomin í Laugarneskikju

laugarneskirkja.is

Apagildran og þolinmæðisverkin

Hér má finna prédikunina sem flutt var í messu í gær, sunnudaginn 25.nóvember.

laugarneskirkja.is Prédikun flutt í Laugarneskirkju, 25.11.2018 Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Ég hef verið að hugsa um apagildruna, sem meðal annars er sagt frá í bókinn…

laugarneskirkja.is

Laugarneskirkja

Í dag, sunnudaginn 25. nóvember, verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11:00.
Séra Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar og félagar í kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Lísu organista. Sunnudagaskólinn er í umsjón Garðars, Gísla og Emmu.
Kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.
Allir velkomnir!

Þá minnum við einnig á sparifatasöfnunina sem fer af stað í dag. Frekari upplýsingar inn á www.laugarneskirkja.is

laugarneskirkja.is lifandi kirkja í Laugarneshverfi

laugarneskirkja.is

Sparifatasöfnun & messa, sunnudaginn 25. nóvember

Sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi fer af stað sparifatasöfnun Laugarneskirkju, þar sem tekið verður á móti góðum og klæðilegum flíkum sem þrá endurnýjun lífdaga.
Eru börnin vaxin upp úr gömlu jólafötunum? Er komin tími á að fína skyrtan eða flotti kjóllinn finni nýtt heimili?
Öllu sem safnast verður komið til Hjálparstarfs kirkjunnar, en þangað geta allir komið sem vantar föt.

Tekið verður á móti fötunum í safnaðarheimili Laugarneskirkju sunnudagana 25. nóv., 2. des. og 9. des. frá kl. 10 – 13.

Sama dag, sunnudaginn 25. nóvember, verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11. Séra Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar og félagar í kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Lísu organista. Sunnudagaskólinn er í umsjón Garðars, Gísla og Emmu.
Kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.
Sunnudagurinn 25. nóv. er síðasti sunnudagur kirkjuársins og söfnuðurinn mun fagna í sameiningu þessum áramótum með því að horfa yfir farinn veg með það fyrir augum að sjá hvað í lífinu við viljum rækta áfram… og hverju við erum tilbúin til að sleppa takinu af.
Dýrmætt samfélag, allir velkomnir.

laugarneskirkja.is Sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi fer af stað sparifatasöfnun Laugarneskirkju, þar sem tekið verður á móti góðum og klæðilegum flíkum sem þrá endurnýjun lífdaga. Eru börnin vaxin upp úr gömlu jó…

laugarneskirkja.is

Messa með lögreglukórnum

Á sunnudaginn syngur lögreglukórinn í messunni, hundurinn verður samt ekki því myndin er tekin við annað tilefni 😉. Matthías V. Baldursson stjórnar lögreglukórnum og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með Emmu, Gísla og Hjalta. Tekið verður við frjálsum framlögum sem renna til fátækra.
Verið hjartanlega velkomin 💒🙏💖

laugarneskirkja.is Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Í guðspjallstexta dagsins segir Jesús ,,Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld”. Lögreg…

[11/12/18]   Þriðjudagur 13.11.
Kl. 15:15-16:30 Seekers prayers meeting í Háteigskirkju

Miðvikudagur 14.11.
Kl. 9:30-11:30 Foreldramorgnar á Kaffi Laugalæk
Kl. 12:00-13:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili
Kl. 17:30-19:30 Kór Laugarneskirkju æfir í Áskirkju

Fimmtudagur 15.11.
Kl. 12:00-14:45 Starf eldri borgara Laugarnessóknar, í Áskirkju
Kl. 19:30-21:30 Æskulýðsfélagið fundar í safnaðarheimili
(8. bekkur og eldri).
Kl. 21:00-22:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili

Sunnudagur 18.11.
Kl. 11:00 Messa og sunnudagaskóli, messukaffi

Sími 588 9422 er opinn milli kl 10:00 og 14:00
þriðjudaga til föstudaga

Nánari upplýsingar á laugarneskirkja.is

laugarneskirkja.is

Fjölskyldu stöðvamessa á sunnudaginn

Á sunnudaginn klukkan 11 verður fjölskyldu stöðvamessa í Laugarneskirkju. Við syngjum, heyrum biblíusögu og svo verður hægt að ganga á milli stöðva í kirkjunni með vígðu vatni, bænakertum, bænaperlum, sítrónu og súkkulaði. Gídeonfélagið kemur líka og gefur Nýja testamenntið 💒

laugarneskirkja.is Verið velkomin í fjölskyldu stöðvamessu á sunnudaginn klukkan 11! Hvað er stöðvamessa spyrjið þið? Í stöðvamessu er venjulegt upphaf en svo fær fjölskyldan að ganga um kirkjuna og fara á mismunandi…

laugarneskirkja.is

Fórnfýsi, bjartsýni, þrautseigja. – Prédikun frá innsetningarmessu 4.11.2018

Kæru vinir, hér meðfylgjandi er prédikun Hjalta Jóns sem flutt var sunnudaginn 4. nóv. síðastliðinn.

laugarneskirkja.is Prédikun flutt í Laugarneskirkju, 4.11.2018. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. ,,Á sínum tíma munum vér uppskera, ef við gefumst ekki upp“. Í grein úr Kir…

[11/06/18]   Þriðjudagur 06.11.
Kl. 15:15-16:45 Fermingarfræðsla í Laugalækjarskóla.
Kl. 15:00-17:00 Seekers prayers meeting í Háteigskirkju

Miðvikudagur 07.11.
Kl. 9:30-11:30 Foreldramorgnar á Kaffi Laugalæk
Kl. 12:00-13:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili
Kl. 14:00 Helgistund félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20
Kl. 17:30-19:30 Kór Laugarneskirkju æfir í Áskirkju

Fimmtudagur 08.11.
Kl. 12:00-14:45 Starf eldri borgara Laugarnessóknar, í Áskirkju
Kkl. 16:00 Helgistund Há-salnum Hátúni 10
Kl. 20:00-22:00 Æskulýðsfélagið fundar í safnaðarheimili
(8. bekkur og eldri).
Kl. 21:00-22:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili

Sunnudagur 11.11.
Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta, messukaffi
Kl. 13:00 Guðsþjónusta Betri-stofunni Hátúni 12, 2.hæð

Sími 588 9422 er opinn milli kl 10:00 og 14:00
þriðjudaga til föstudaga

laugarneskirkja.is

Innsetningarmessa Hjalta Jóns

Á sunnudaginn verður nýji presturinn okkar séra Hjalti Jón settur inn í embætti í Laugarneskirkju, sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu líka á sínum stað, messukaffi og konfekt í safnaðarheimilinu og árlegur kökubasar Kvenfélagsins. Góður sunnudagur í Laugarneskirkju 💒😄🍁🎂

laugarneskirkja.is Innsetningarmessa sr. Hjalta Jóns verður sunnudaginn 4.nóvembar kl.11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur nývígðan sr. Hjalta Jón Sverrisson inn í embætti Laugarneskirkju, sr. Eva Bj…

Í kvöld var hrekkjavökuhús í boði fyrir krakkana í hverfinu sem unglingarnir okkar skipulögðu. 300 kr. kostaði inn, en peningurinn mun allur renna til styktar verkefni sem veitir stuðning við munaðarlaus börn í Sýrlandi.

Vonandi skemmtu öll þau sem heimsóttu hrekkjavökuhúsið sér vel. Nú sitja ungleiðtogar kirkjunnar eftir, borða saman og spjalla, áður en gengið verður í tiltekt eftir verkefni dagsins.

[10/30/18]   Þriðjudagur 30.10.
Kl. 15:00-17:00 Seekers prayers meeting í Háteigskirkju
Kl. 17:30-19:30 Vatnssöfnun fermingarbarna í Laugarnessókn
Kl. 20:00 Styrktarátak - Öruggt skjól. Opinn fundur í safnaðarheimili

Miðvikudagur 31.10.
Kl. 9:30-11:30 Foreldramorgnar á Kaffi Laugalæk
Kl. 12:00-13:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili
Kl. 17:30-19:30 Kór Laugarneskirkju æfir í Áskirkju
Kl. 18:00-20:00 Halloween draugahús æskulýðsfélagsins í safnaðarheimi

Fimmtudagur 01.11.
Kl. 12:00-14:45 Starf eldri borgara Laugarnessóknar, í Áskirkju
Kl. 19:30-21:30 Æskulýðsfélagið fundar í safnaðarheimili(8. bekkur og eldri).
Kl. 21:00-22:00 AA fundur í gamla safnaðarheimili

Sunnudagur 04.11.
Kl. 11:00 Innsetningarmessa og sunnudagaskóli. Messukaffi og kökubasar Kvenfélags Laugarnessóknar í safnaðarheimili eftir stundina

Sími 588 9422 er opinn milli kl 10:00 og 14:00
þriðjudaga til föstudaga

Nánari upplýsingar á laugarneskirkja.is

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Lögreglukórinn í heimsókn í eldriborgarastarfinu
Gleði, gleði, gleði!
Himneskur söngur
Við setjumst hér í hringinn

Telephone

Address


Við Kirkjuteig
Reykjavík
105

Opening Hours

Tuesday 10:00 - 14:00
Wednesday 10:00 - 14:00
Thursday 10:00 - 14:00
Friday 10:00 - 14:00
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101