Dómkirkjan

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is


Sjáumst !

Kæru dómkirkjuvinir, hlökkum til að hitta ykkur í hádeginu á morgun, þriðjudag!

Með hækkandi sól er gott og gefandi að taka þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður að henni lokinni.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20 á þriðjudagskvöldinu.
Örpílagrímaganga með séra Elínborgu á miðvikudaginn kl. 18.00.
Opna húsið á fimmtudaginn kl. 13.00 Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri og ráðherra verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegur félagsskapur. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00 á fimmtudaginn.
Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Kæru vinir, verið velkomin í gott samfélag og takið með ykkur gesti.

Afar ánægjulegt að fá Borgfirðinga í messuheimsókn í Dómkirkjuna. Prestar voru hjónin séra Elínborg og séra Jón Ásgeir, Reykholtskórinn söng og Viðar Guðmundsson var organisti. Hjartans þakkir fyrir komuna, kæru Borgfirðingar!

Með hækkandi sól er gott og gefandi að taka þátt í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, léttur hádegisverður að henni lokinni.
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20 á þriðjudagskvöldinu.
Örpílagrímaganga með séra Elínborgu á miðvikudaginn kl. 18.00.
Opna húsið á fimmtudaginn kl. 13.00 Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri og ráðherra verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegur félagsskapur. Tíðasöngur með séra Sveini kl. 16.45-17.00 á fimmtudaginn.
Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Kæru vinir, verið velkomin í gott samfélag og takið með ykkur gesti.

Á morgun kl. 11.00 í Dómkirkjunni.

Nú á sunnudaginn hefst sunnudagaskólinn á nýju ári. Nokkrar kirkjur gátu þó ekki beðið og hófu leikin í síðustu viku. Það er líf og fjör í sunnudagaskólanum, þar eru sagðar biblíusögur, sungið, föndrað, horft á leikrit og stundum er sýnt myndband.

Ýmsar persónur koma við sögu í myndböndunum í sunnudagaskólanum t.d. Nebbi nú, Tófa, Hafdís og Klemmi og fleiri. Þennan vetur höfum við einbeitt okkur að sögum af Jesú og næsta sunnudag er saga af kraftaverki. Sunnudagaskóli er í boði í mörgum kirkjum landsins og um að gera að kanna hvað er í boði.

Jón Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri, seðlabankastjóri og ráðherra verður gestur okkar í fyrsta Opna húsinu á því herrans ári 2019. Veislukaffið hennar Ástu okkar verður á sínum stað.
Hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir fimmtudaginn 17. janúar kl.13.00 í safnaðarheimilinu,Lækjargötu 14a.

Sjáumst á sunnudaginn kl.11.00 í Dómkirkjunni!

Nú er starfið🤹‍♀️ að hefjast á nýju ári á stór-höfuðborgarsvæðinu og auðvitað viljum við fá þig með🧔👨‍🦲👩‍🦳👩👩‍🦱👴🧓. Hér sérðu hvaða kirkja⛪️ verður með sunnudagaskóla á sunnudaginn! Sjáumst!🙏

Áramótaguðþjónusta eldriborgararáðs í Langholtskirkju

Áramótaguðsþjónusta ER verður haldin í Langholtskirkju komandi sunnudag. Hlakka til að sjá ykkur sem flest

Hér koma nokkrar myndir úr safnaðarstarfi Dómkirkjunnar 2014!
Minnum á að við fáum góða gesti í messuna á sunnudaginn. Reykholtskórinn syngur, Viðar Guðmundsson verður organisti og sr. Elínborg prédikar.
Með hækkandi fer safnaðarstarfið á fullt, fyrsta hádegis bæna-og kyrrðarstundin verður 15. janúar, pílagrímagöngurnar hefjast að nýju 16. janúar og Opna húsið 17. janúar. Tíðasöngur er á fimmtudögum kl.16.45-17.00. Messa á sunnudaginn kl.11.00 og þá verður sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Verið hjartanlega velkomin.

Altarstaflan er máluð af Gustav Wegener. Hún sýnir Krist stíga upp af gröf sinni.

[01/07/19]   Með hækkandi sól og gleði í hjarta byrjum við safnaðarstarfið eftir jólafrí. Fyrsta hádegis bæna-og kyrrðarstundin verður 15. janúar, pílagrímagöngurnar hefjast að nýju 16. janúar og Opna húsið 17. janúar. Tíðasöngur er á fimmtudögum kl.16.45-17.00
Messa á sunnudaginn kl.11.00 og þá verður sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Verið hjartanlega velkomin.

[01/05/19]   Athugið, sunnudagsskólinn hefst afur sunnudaginn 13.janúar kl.11.00.

Nokkrar myndir frá 2015!

Kæru vinir, fyrsta þriðjudagsbæna-og kyrrðarstundin á nýju ári verður 15. janúar. Opna húsið byrjar 17. janúar.

[01/03/19]   Tíðasöngur í dag, fimmtudag í Dómkirkjunni kl.16.45-17.00.

Æðruleysismessa

Góðar þessar æðruleysismessur í Dómkirkjunni!

Gleðilegt nýtt ár :D
Það gleður okkur að byrja árið með því að hvetja okkur öll til þess að merkja við þá daga sem Æðruleysismessurnar verða haldnar árið 2019 ;)
Það er gott að skipuleggja sig fram í tímann og við setjum því dagsetningarnar næstu annar hér fram:
20. Janúar - 17. Febrúar - 17. Mars - 21. Apríl og 19. Mai

Messa kl.11.00 6. janúar, prestur séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Photos from Dómkirkjan's post

biskup.is

Nýársprédikun ársins 2019

Nýársprédikun biskups Íslands í Dómkirkjunni!

biskup.is Enn á ný höfum við litið nýtt ártal. Víða um land var kveikt á blysum í fjallshlíðum eða öðrum áberandi stöðum með ártalinu 2018 sem breyttist svo í 2019 þegar klukkan sló...

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar 1. janúar kl. 20.20 -20.50 í Dómkirkjunni. Dásamlegt að njóta fallegrar tónlistar í helgidómnum!

Gleðilegt ár kæru vinir!
Nýársdagur, hátíðarmessa kl. 11.00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Bílastæði við Alþingi.

Gamlárskvöld 2018. Dómkirkjan. Prédikun séra Sveins Valgeirssonar.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Leiðarlok.

Að lokum eftir langan, þungan dag,
Er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn,
Og horfir skyggnum augum yfir sviðið
Eitt andartak

Og þú munt minnast þess,
Að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
Lagðir þú upp frá þessum sama stað.

Svona yrkir Steinn Steinarr, tilvistarlegur jafnan.
Hann veltir fyrir sér þeirri ferð sem mannsævin er og undir niðri kraumar spurning um tilgang og merkingu; þótt hann orði það ekki beint.

Það má jafnvel ímynda sér að hann sé að kallast á við Einar Ben; jafn ólíkir og þeir annars voru, eins og Einar yrkir í þessu ljóði:

Mitt verk er, þá ég fell og fer,
eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið
mín söngvabrot, sem býð ég þér,
eitt blað í ljóðsveig þinn vafið.
En innsta hræring hugar míns,
hún hverfa skal til upphafs síns,
sem báran – endurheimt í hafið.

Báðir eru þeir á þeim slóðum að lífið sé eins og hringrás og merkingin sem við gefum því helgist annars vegar af starfi okkar; því sem við viljum beina athygli okkar og orku að; það virðist kannski ekki alltaf vega svo þungt en er samt eins og frjókorn sem gefur af sér annað líf, snertir við öðrum. Og á hinn bóginn benda þeir á að upphaf okkar er jafnframt lokatakmarkið.

Í ljóði Steins sest maðurinn á nafna hans og lítur til baka yfir farinn veg, sem um leið er vegurinn heim; svo ég vitni nú í enn eitt skáldið, Magga Eiríks og Pálmi Gunnars söng svo fallega hérna um árið;

Og margt ber við á leiðinni.

En það sem gerðist á veginum er ekkert annað en það sem þú komst að; sumt var að vilja þínum og annað ekki; Það er eins og gengur; en það varst þú og enginn annar sem tókst á við það allt.

Steinn nefnir ekki Guð, en við megum vel gera það. Því rétt eins og allt á sér upphaf í Guði þá er hann líka lokatakmarkið.

Það er nokkuð merkilegt að lesa þessi ljóð og hlusta á það sem ekki er sagt; að það er dauðinn sem gefur starfinu og spurningunum um tilgang; merkingu, eða merkingarleysi. Ómar hér að baki spurning predikarans ; „Hvaða ávæning hefur maðurinn af öllu erfiði sínu sem hann streitist við undir sólinni”?

Úr því að við deyjum öll á endanum; skiptir þá nokkuð öllu máli hvað við gerum? Þannig séð, úr því að hið mikla strokleður strokar út allt sem maður gerir og mann sjálfan á endanum líka?

Skiptir þetta einhverju máli?

--

Það eru áramót.
Hringnum lokað og nýr er tekinn við sem auðvitað byggist líka á því sem var; undan því komumst við ekkert. Hugurinn hvarflar óneitanlega til hins fyrra um leið og við horfum fram á veg. Við förum yfir orð okkar og gerðir, allt það sem mætti okkur; sumt að því á okkar valdi, annað ekki og vafalítið var töluvert einhvers staðar á gráu svæði; hefðum við getað beitt okkur meir eða betur?

Öll „ef” – in sækja á. Hefði ég átt að gera eitthvað, hver er ég að ætla að skipta mér af.
Og hugsanlega; ef til vill spyrðu um leið hver þú sért í því öllu.

Er ég meira en athafnir mínar og orð, eða ekki nema sú hugmynd sem ég geri mér um sjálfan mig? Eða aðrir? eða einmitt ekki?

---
Það rifjast upp fyrir mér skrýtla sem ég las á feisbókinni fyrir nokrum árum og get ekki gleymt:

Þannig var að hann fór á kaffihús, heimspekingurinn Decartes og panta sér kakó. Servitrísan spurði Decartes: Viltu rjóma útí kakóið? Decartes svaraði:
njjaa, nei ég hugsa ekki.

PÚFF og hann hvarf með það sama.

Sjálfsagt ekki í fyrsta sinn sem snúið er út úr Cógitóinu hans Descartes en hinu er ekki að neita að þessi rökleiðsla hans og niðurstaða hennar er mikilvæg. Ég hugsa þess vegna er ég; sagði hann; kannski er þetta frum sjálfs styrkingin; grunnurinn að því að átta sig á því að hvort sem þér líkar betur eða verr, þá snýst þetta um þig.
Og því hvernig þú kemur fram við aðra.

Hver ertu: Ertu það sem þú gerir? All nokkuð hefur verið rætt um Kulnun udanfarið; nokkurn veginn það sama og áður var kalla að brenna út eða upp, hvort tveggja jafn alvarlegt og er afleiðing þess, held ég að vera og mikið. ætla of mikið en ætla sér ekki af.

Kulnun vegna þess að hlutverkin okkar eru of mörg?

Erum við kannski of upptekin af því hver við séum, og mættum ef til vill spyrja frekar hvernig við erum? Hættum að hengja nafnorð á okkur, skreyta okkur með hlutverkum og reynum frekar að einbeita okkur að því hvernig við gerum hlutina. Að einkunnirnar um okkur séu ekki fyrst og fremst kategóríur og hlutverk sem við verðum að standa okkur 100% í, hvort sem það er í vinnu, heimili eða í frístundum, að ég tali nú ekki um á samfélagsmiðlum.
---

Ég spurði áðan: skiptir þetta brölt manns allt einhverju máli?

Ég vil gerast svo djarfur að segja: Já það skiptir máli. Það skiptir máli hvað þú gerir og kannski skiptir ennþá meira máli hvernig þú gerir það.

Undir augliti Guðs.
Og í viðmóti samferðarmanna þinna og samskiptum þínum við þá.
Eftir því sem ég kem oftar í sorgarhús; reyni að horfa í kalda og ósveigjanlega ásjónu dauðans með fólki sem hefur misst; allt of oft við ótímabæran dauða; þá sannfærist ég betur og betur um það að skikkanleg samskipti er það dýrmætasta; krónur til eða frá í launaumslaginu eru þar ekki í fyrsta sæti þó svo við vitum öll að ákveðinn hofmóður felist í því að tala þannig um efnahagslega afkomu eins og hún skipti ekki máli. Vissulega gerir hún það.
En burtséð frá því; það kemur ekkert í staðinn fyrir það að eiga góð samskipti hvert við annað. Frægð, frami og ríkidæmi?? Ég veit það ekki, segir ekki einhvers staðar í Orðskviðunum að betri sé þurr brauðbiti með ró en fullt hús af fórnarkjöti með deilum.
Að samskiptin einkennist af eindrægni, heiðarleika og kærleika; samstöðu og samkennd. Og húmor; að við tökum hlutina; hvert annað og okkur sjálf hæfilega hátíðlega.

---
Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax
Og kvöldið stóð álengdar, hikandi feimið og beið.
Að baki okkur týndist í mistrið hin langfarna leið
Eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags.

Og við settumst við veginn tveir ferðlúnir framandi menn
Eins og fuglar, sem þöndu sinn væng yfir úthöfin breið.
Hve gott er að hvíla sig rótt, eins og lokið sé leið,
Þótt langur og eilífur gangur bíði manns enn

Steinn er enn við leistann sinn; hann yrkir um vegferð mannsins, mark hans og tilgang.

En ég held að það sé ekkert annað í boði en að halda á. Gangan heldur áfram. Sem betur fer.

Og ég held það sé margt að hlakka til á þeirri göngu. Það veltur svolítið á viðhorfi þínu; með hvaða hugarfari þú tekur á móti því sem ber við á leiðinni. Viljum við byggja upp og líta bjartsýn og jákvæð fram á veg eða ætum við að ergja okkur til öryggis yfir hverju því sem mætir. Það væri nátturulega afleitt að missa af góðum pirringi.

Já hver ertu? Kristinn mannskilningur segir að þú sért sköpun guðs, dýrmætur sem slíkur og í sjálfum þér og um leið samverkamaður Guðs. Þú getur ekki allt og átt ekki að geta allt; en þú mátt þiggja það að lifa náðina sem þér er gefin; að þú mátt vera eins og þú ert; réttlættur og réttlátur.

---

Enn þetta ár. Guðspjall gamlárskvölds horfir fram á við – Fíkjutréð, sem eigandanum fannst ekki gera annað en að teppa verðmætt pláss, fær einn annað tækifæri. Vegna þess að víngarðsmaðurinn er miskunnsamur; endurtekning hans er að styðja til þroska það sem lítinn þroska hefur sýnt. Og tréð þarf ekki að gera allt sjálft; víngarðsmaðurinn ætlar að hlíka að því, gefa því áburð og ljós og aðra virkt og spara hvergi í því.

Og það eigum við líka að gera, ekki síst gagnvart þeim sem hafa tapað áttum og eru að reyna að fóta sig að nýju.

Hjálpum hvert öðru til góðra verka, styðjum hvert annað; reynum að gera þetta saman.

2019 verður frábært ár!

Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.

Takið postullegri blessun:

Kærleikur Guðs sem er æðri öllum skilningi varðveiti hjörtu yðar og hugsanir í Kristi Jesú Drottni vorum. Amen.

Aftansöngur á gamlársdag klukkan 18.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og dómorganisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi, velkomin!

Komið fagnandi!

Sunnudaginn 30. desember
messa kl. 11.00 sr. Elínborg Sturludóttir. Aurora Erica leikur á basúnu. Dómkórinn og Kári Þormar,dómorganisti.
Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur kl. 18.00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar,dómorganisti.
Nýársdagur 1.janúar
Hátíðarmessa kl. 11.00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti.

Sunnudaginn 30. desember
messa kl. 11.00 sr. Elínborg Sturludóttir. Aurora Erica leikur á basúnu. Dómkórinn og Kári Þormar,dómorganisti.
Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur kl. 18.00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar,dómorganisti.
Nýársdagur 1.janúar
Hátíðarmessa kl. 11.00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar, dómorganisti.

[12/27/18]   Tíðasöngur í Dómkirkjunni í dag, fimmtudag16.45-17.00.

Hjartanlega velkomin til messu kl.11.00.

Gunnar Kristinn Óskarsson leikur á trompet í messunni 26.desember kl.11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédkar, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Bach á jóladag kl. 20.20 - 20.50 í Dómkirkjunni. Ólafur Elíasson leikur tónlist Bach á flygilinn.
Pianist Olaf Eliasson plays preludes and fugues from The Well-Tempered Clavier on the Church’s piano every Tuesday night.

Kæru vinir, hátíðarmessa kl. 11.00 í dag, jóladag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar lekur á orgelið. Bílastæði við Alþingishúsið. Guð gefi ykkur gleðríki jól!

Hér er falleg minning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum
​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla. ,, Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Skemmtillegt safnaðarstarf
Bach tónleikar í Dómkirkjunni á þriðjudagskvöldum kl. 20.30
Bach tónleikar í Dómkirkjunni
Tveir góðir
Bach á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni!

Address


Kirkjustræti 16
Reykjavík
101

General information

Reykjavík Catherdal was built in 1787-1796 to a design by Andreas Kirkerup, in neoclassical style. In 1847-1848 it was enlarged in accord with design by Winstrup in post-classical style. In 1999-2000 the cathedral was restored, to plans by Þorsteinn Gunnarsson. The Cathedral of Reykjavik was consecrated in 1796 and was the first building to be built specifically with the fact in mind that Reykjavík was to become the capital of the country. Around a century later the Parliament building was constructed right next to the church. In time these two buildings have become one in the minds of the nation and symbolise an unbroken connection between the laws and traditions of the land. The cathedral has been a platform for major events in the life of the nation; its individuals, families and the society as a whole. On the occasion of the Opening of Parliament the parliamentarians walk in procession to the Cathedral and attend a special service, likewise at the inauguration of the President of Iceland. The Cathedral is the seat of the Bishop of Iceland and the place where most of the work connected to this office is performed. More than anything else the Cathedral serves as a parish church, initially it was for the whole of the Reykjavík area, but now it serves the older west town area and the neighboring eastern areas. The Icelandic population decreased by nearly 25% in 18th century due to drastic climate changes and destruction of grazing fields caused by enormous volcanic eruptions. The Danish king set up a disaster control commission which resulted in the formation of Reykjavík as an official administration centre and the bishop’s offices were relocated here from Skálholt and Hólar. The cathedral was consequently built in the years 1787-96. This modest neo-classical style cathedral was built according to the architectural plans of A. Winstrup, royal builder-master in Copenhagen. The building is beautifully adorned with neo-baroque decorations and inside the pulpit and frame around the altarpiece as well as the pews were designed by Winstrup. Values of art The altarpiece was painted in 1847 by G. T. Wegener of the Royal Danish Academy of Art and has many replicas in other Icelandic churches. The altar antependium was decorated in 1956 with a vine of gilded silver and Icelandic agate by the silversmith, Halldór Kristinsson. The baptismal font is fashioned by the sculptor Albert Thorvaldsen, a Dane of Icelandic parentage, who worked mostly in Rome. The processional cross was donated to the Cathedral during its recent bicentenary, designed by Leifur Breidfjord, a prominent Icelandic glass artist. The organ boasts three manuals and thirty-one independent voices and was made in 1985 by Karl Schuke in Berlin. The National Museum and the National Archives were initially located in the attic hall of the cathedral, which was also the cradle of the Icelandic Literary Society, the oldest society in Iceland. This was an important base of operations for Jón Sigurðsson, parliamentarian and hero of independence, whose statue is located in the square outside. Parish Life High Mass is celebrated on Sunday mornings at eleven o’clock; certain services are held Sunday evenings, i.e., “Serenity Masses” and “Pop Masses,” of various kinds. On Thuesday at 12.10 pm there is a Prayer service followed by lunch. Concerts are held every now and then. Two choir-assemblies are connected with the church. Various types of children’s groups, confirmation classes and meetings for the elderly are held regularly. The Cathedral’s website is: www.domkirkjan.is Email: domkirkjan@domkirkjan.is. The Cathedral is open weekdays from 10 am to 4:00 pm and for ceremonies during weekends.
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101