Dómkirkjan

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is


[04/18/18]   Nú styttist í að sunnudagaskólinn fari í sumarfrí, aðeins tvö skipti eftir. Fjölmennum á sunnudaginn á kirkjuloftið kl. 11.00, Óli og Siggi taka vel á móti ykkur. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar, Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Þórður Hallgrímsson nemandi í MÍT spilar í messunni. Bílastæði við Alþingi.

[04/17/18]   Bach tónleikar í kvöld, kl. 20.30-21.00. Velkomin!

Síðasta prjónakvöld vetrarins mánudagskvöldið 23. apríl:

Lilja Valdimarsdóttir hornleikari, kennari og hannyrðakona
verður sérstakur gestur á síðasta prjónakvöldi þessa vetrar.
Hún mun sýna brot af því sem hún hefur unnið í höndum
og það sem hún er að fást við núna.
Við hlökkum til kvöldsins og líka að fá að njóta frásagnagleði Lilju. Súpa, kaffi og eitthvað sætt með kaffinu.
Sjáumst kl. 19 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.

Velkomin í Dómkirkjuna á þessum fallega sunnudegi!

Fróðlegt og skemmtilegt að fræðast um skáldið Pál Ólafsson, Jón Benedikt sagði okkur frá ástum og lífi Páls og fór með mörg ljóða hans. Góð stund og kærar þakkir Jón Benedikt að koma til okkar í safnaðarheimilið!

Á sunnudaginn eru messur kl. 11 og 20. Í morgunmessunni prédikar og þjónar sr. Sveinn Valgeirsson , Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Kl. 20 er æðruleysismessa þar sem sr. Sveinn, sr. Fritz og sr. Díana Ósk þjóna og Kristján Hrannar leikur á flygilinn.
Kyrrð, ró, Tólf sporin, hugleiðing, bæn, söngur, samvera. Njótum þess að koma saman, taka okkur úr amstri dagsins, leita inn á við, leita Æðri máttar, tengja okkur og endurnærast. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

Jón Benedikt Guðlaugsson verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Hann mun fjalla um skáldið Pál Ólafsson í gleði og sorg. Í liðinni viku var það Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur sem gladdi okkur með sinni einlægnu frásögn og ljóðum sínum. Kærar þakkir Sigurbjörn fyrir þín góðu orð. Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni í hádeginu. Alttaf gott að gefa sér frí frá amstri dagsins og njóta friðar og bænar í þessum fagra helgidómi. Athugið að Bach tónleikarnir hans Ólafs E. falla niður í kvöld.

Skemmtileg stund hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í kvöld. Fengum þessa fallegu herramenn í heimsókn, þar sem þeir fóru yfir ýmsa góða mannasiði. Albert og Bergþór hjartans þakkir fyrir skemmtunina.

[04/09/18]   Bach tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður á morgun, þriðjudag.

Skemmtilegur og fræðandi sunnudagaskóli á kirkjuloftinu sunnudag kl. 11 í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Góð byrjun á sunnudeginum að mæta í messu í Dómkirkjuna, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Messa og sunnudagaskóli á morgun sunnudag kl. 11.
Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar.
Aurora Erica Lucian nemandi í MÍT, leikur á básúnu í messunni á morgun. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Byrjum kl. 13.30 á veislukaffi hjá Ástu okkar. Bjarni Harðarson var gestur okkar um daginn, alltaf gaman að hlusta á hann. Sjáumst á fimmtudaginn í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

[04/03/18]   Kæru vinir, hlökkum til að hitta ykkur i dag kl. 12.10 í bæna-og kyrrðarstundinni í Dómkirkjunni. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Athugið Bach tónleikarnir falla niður í kvöld.

Steinn Völundur leikur á básúnu í messunni kl 11 í dag!

Dómkórinn góður!
Hér má hlusta á páskadagsmessuna kl.11 þar sem biskup Íslands predikaði, séra Sveinn þjónaði, Dómkórinn söng og Kári var organisti.
http://www.ruv.is/spila/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20180401

Fögnum upprisuhátíð Frelsarans, hittumst heil í Dómkirkjunni á morgun páskadag. Hátíðarmessur kl. 8 og 11.

Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. 2. apríl Annar í páskum. Messa kl. 11. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.
Á Skírdagskvöld var altarið afskrýtt og Kristján Þórbergur lagði 5 rauðar rósir á altarið. Hér er hann ásamt séra Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti.

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar í dag í Dómkirkjunni kl. 11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Falleg fermingamessa á þessum sólríka degi. Óskum fermingarstúlkunum og og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju. Í kvöld er messa kl. 20 séra Sveinn Valgeirsson prédikar. Að lokinni messu verður Getsemanestund, íhugun og bæn meðan altarið er afskrýtt. 30.mars. 30.mars. Föstudaginn langi. Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. 1. apríl Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. 2. apríl Annar í páskum. Messa kl. 11. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Bachtónleikar Ólafs Elíassonar falla niður 3. apríl en annars er þeir alla þriðjudaga kl. 20.30-21.00

Gleðilega páska, páskarnir, upprisuhátíð frelsarans, er elst og mest allra kristinna hátíða, því upprisan er kjarni kristinnar trúar. Skírdagur, Messa kl. 11. Ferming. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar KL. 20. messa á Skírdagskvöld. Sr Sveinn Valgeirsson prédikar. Að lokinni messu verður Getsemanestund, íhugun og bæn meðan altarið er afskrýtt. 30.mars. Föstudaginn langi. Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. 1. apríl Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. 2. apríl Annar í páskum. Messa kl. 11. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Bachtónleikar Ólafs Elíassonar falla niður 27. mars og 3. apríl en annars er þeir alla þriðjudaga kl. 20.30-21.00

[03/27/18]   Bænastund í hádeginu, máltíð og samvera í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar falla niður í kvöld og næsta þriðjudag.

[03/26/18]   Bach tónleikarnir falla niður 27. mars og 3. apríl

Prjónakvöld, mánudaginn 26. mars kl. 19 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Létt máltíð og kaffi og skemmtileg samvera. Hlökkum til að sjá ykkur!

Fermingarmessa og sunnudagaskóli í dag kl. 11.
Fermd verða: Ásta Matthea Sigurðardóttir, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Steinþór Snær Hálfdánarson og Valur Guðmundssson.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi.
Prestsvígsla í Dómkirkjunni kl. 14.
Sunnudaginn 25. mars nk. mun biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígja guðfræðing til þjónustu.
Mag. theol. Díana Ósk Óskarsdóttir, verður vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum.
Vígsluvottar verða séra Sveinn Valgeirsson, séra Sigrún Óskarsdóttir, séra Fritz Már Berndsen Jörgensson, séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur sérþjónustunnar sem jafnframt lýsir vígslu.

[03/22/18]   Bjarni Harðarson verður gestur okkar í dag í Opna húsinu kl. 13.30. Ásta er tilbúin með veisluborðið. Hlökkum til að sjá ykkur!

[03/22/18]   Prestsvígsla í Dómkirkjunni
Sunnudaginn 25. mars nk. mun biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígja guðfræðing til þjónustu.
Mag. theol. Díana Ósk Óskarsdóttir, verður vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum.
Vígsluvottar verða séra Sveinn Valgeirsson, séra Sigrún Óskarsdóttir, séra Fritz Már Berndsen Jörgensson, séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur sérþjónustunnar sem jafnframt lýsir vígslu.

Hægt er að skrá sig á heillaóskaskrá til og með 31. mars. Vinir hans sem að þessari bókaútgáfu standa senda ykkur öllum sem lesa þessa fb síðu óskir um Guðs blessun og góða og heilnæma bænadaga og gleðilega páskahátíð.

[03/19/18]   Fermingar vorið 2018
Pálmasunnudagur kl.11.

Ásta Matthea Sigurðardóttir

Spánn

Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir

Bræðraborgarstíg 31

101 Reykjavík

Steinþór Snær Hálfdánarson

Hólatorgi 6

101 Reykjavík


Valur Guðmundssson

Brúarflöt 6

210 Garðabæ

Skírdagur kl. 11

Auður Sigmundsdóttir

Laufásvegi 8

101 Reykjavík

Decca Jóhannesdóttir Huber

Leirubakka 32

109 Reykjavík

Hvítasunnudagur kl.11

Birgir Steinn Styrmisson

Selbraut 7

170 Seltjarnarnesi

Brimir Sær Bragason

Ásvallagötu 14

101 Reykjavík

Daníel Fróði Bogason

Framnesvegi 2

101 Reykjavík

Freyr Þrastarson

Hringbraut 100

101 Reykjavík

Hekla Júlía Kristinsdóttir

Ásvallagötu 10a

101 Reykjavík

Henrik Nói Júlíusson Kemp

Sjafnargötu 4

101 Reykjavík

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir

Sólvallagötu 7a

101 Reykjavík

Ingibjörg Fía Hauksdóttir

Ásvallagötu 1

101 Reykjavík

Ísak Andrason

Laufásvegi 58

101 Reykjavík

Jóhanna Helga Ingadóttir

Öldugötu 6

101 Reykjavík

Kristófer Ingi Kjærnested

Sólvallagötu 10

101 Reykjavík

Marinó Tómasson

Hávallagötu 30

101 Reykjavík

Pétur Reidar Kolsöe Pétursson

Frostaskjóli 9c

107 Reykjavík

Sindri Hrafn Rúnarsson
Grundarstíg 15,
101 Reykjavík

Sólvin Tómasson

Hávallagötu 30

101 Reykjavík
27. maí kl.11

Anna Þrastardóttir

Vesturgötu 19

101 Reykjavík

Verið velkomin í Dómkirkjuna í kvöld kl. 19 á frábæra kórtónleikar!
Walter Payton kórinn. Stjórnandi – Kate Johnston
Meðlimir Walter Payton kórsins undir stjórn Kate Johnston eru hæstánægð með að koma til Íslands. Kórinn hefur unnið til verðlauna fyrir söng sinn og samanstendur af söngvurum á aldrinum 14-18 ára. Framúrskarandi raddir þessara ungu söngvara fara létt með efnisskrá sem samanstendur af klassískum söngvum, gospel- og nútímatónlist sem og söngvum hvaðanæva að úr heiminum.
Þann 19. mars kl. 19:00

Góð messa í morgun og æðruleysismessa í kvöld kl. 20. Minni líka á kórtónleika á morgun mánudag kl. 19.
Walter Payton kórinn. Stjórnandi – Kate Johnston
Meðlimir Walter Payton kórsins undir stjórn Kate Johnston eru hæstánægð með að koma til Íslands. Kórinn hefur unnið til verðlauna fyrir söng sinn og samanstendur af söngvurum á aldrinum 14-18 ára. Framúrskarandi raddir þessara ungu söngvara fara létt með efnisskrá sem samanstendur af klassískum söngvum, gospel- og nútímatónlist sem og söngvum hvaðanæva að úr heiminum.
Þann 19. mars kl. 19:00

ruv.is

Guðsþjónusta í Dómkirkjunni

Ljómandi góð messa í dag, hér er linkur til að njóta:
http://www.ruv.is/spila/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20180318

ruv.is Séra Sveinn Valgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti og stjórnandi: Kári Þormar. Dómkórinn syngur. Séra Sveinn Valgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti og stjórnandi: Kári Þormar. Dómkórinn syngur.

[03/18/18]   Æðruleysismessa í kvöld 18.mars kl.20.
Kyrrð, ró, Tólf sporin, hugleiðing, bæn, söngur, samvera :) Njótum þess að koma saman, taka okkur úr amstri dagsins, leita inn á við, leita Æðri máttar, tengja okkur og endurnærast.
Díana Ósk leiðir stundina, Fritz Már flytur hugleiðingu, félagi deilir reynslu sinni og Kristján Hrannar flytur frumsamin lög og texta.

Tónleikar 19. mars kl. 19

Messa á morgun, sunnudag kl.11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Oddur Björnsson les bæn og ritningarlestrana lesa þau Svava Bernharðsdóttir og Ólafur Hjálmarsson. Skemmtilegur og fræðandi sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin við Alþingi.
Æðruleysismessa er kl. 20. Kyrrð, ró, Tólf sporin, hugleiðing, bæn, söngur, samvera. Njótum þess að koma saman, taka okkur úr amstri dagsins, leita inn á við, leita Æðri máttar, tengja okkur og endurnærast.
Díana Ósk leiðir stundina, Fritz Már flytur hugleiðingu, félagi deilir reynslu sinni og Kristján Hrannar flytur frumsamin lög og texta
Á mánudagskvöldið kl. 19 eru tónleikar, Walter Payton kór frá Bandaríkjunum verða með klukkustundartónleika.
Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30.
Samtal um trú kl. 18 á miðvikudaginn, þá mun Kristján Valur Ingólfsson fjalla um aðskilnað ríkis og kirkju. Næstkomandi fimmtudag kemur Bjarni Harðarson í Opna húsið kl. 13.30.
Síðastliðinn fimmtudag var Gunnar Kvaran gestur okkar og sagði hann frá ýmsu skemmtilegu sem hefur á daga hans drifið sem sellóleikari.

[03/16/18]   Séra Sveinn Valgeirsson, prédikar sunnudaginn 18. mars kl. 11. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu, Svava Bernharðsdóttir og Ólafur Hjálmarsson lesa ritningarlestrana. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.

Tónleikar 19. mars kl. 19 í Dómkirkjunni!
Góðir gestir frá Bandaríkjunum

Walter Payton Choir Concert

Walter Payton Concert Choir
Director – Kate Johnston
The Award-Winning Walter Payton Concert Choir, under the direction of Kate Johnston, is thrilled to be traveling to Iceland! This 49-voice ensemble comprises singers from ages 14 – 18. These outstanding young voices master repertoire of all genres including classical, gospel, spirituals, contemporary, and world music.

March 19, 19:00
Dómkirkjan
Reykjavik Cathdral
Kirkjustræti, 101 Reykjavík, Iceland
Domkirkjan.is

Gott að lesa!

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Kirkjustræti 16
Reykjavík
101
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109