Dómkirkjan

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is


Mikið var gaman í Opna húsinu í dag og gott að hitta þann góða hóp sem mætir þar alltaf. Séra Þórir fór með ljóð, sagði sögur og söng fyrir gestina. Yngsti gesturinn í dag var tíu mánaða falleg stúlka, hún Hildur Rut og sá elsti 101 árs, höfðingnni hann Geir R. Tómasson- í Dómkirkjunni er ekkert kynslóðabil.
Það er líflegur sunnudagur framundan, byrjum með messu og sunnudagaskóla kl. 11 á sunnudaginn, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar.
„Stund í tali og tónum“ kl. 16 á sunnudaginn.
Gunnar Kvaran sellóleikari fjallar um andleg mál og leikur tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Bílastæði við Alþingi. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og ástarpungar í safnaðarheimilinu.
Æðruleysismessa er klukkan 20. Látið orðið berast og mætum saman. Bæn, hugleiðing og samvera. Hlökkum til að sjá ykkur.

Það verða vina- og fagnaðarfundir á morgun fimmtudag, þegar Opna húsið hefst að nýju. Séra Þórir Stephensen verður gestur okkar og Ásta verður með sitt frábæra veislukaffi. Hlökkum til að sjá ykkur!

[01/16/18]   Æðruleysismessa sunnudaginn 21. janúar kl. 20
Við komum saman í anda tólf sporanna, dveljum í kyrrð og ró frá dagsins amstri. Iðkum 10, 11 og 12 með því að hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlýða á hugleiðingu, rýna inn á við, leita Guðs, biðja saman og syngja hvert með sínu nefi. Látum orðið berast og gefum þar með öðrum tækifæri á að mæta :)
Við hlökkum til að sjá þig ❤️

Tveir góðir

Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu í Dómkirkjunni á sunnudaginn kl.11.

Góð vika framundan! Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Matur og samvera í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Frítt inn.
Á fimmtudaginn byrjar Opna húsið aftur, byrjum kl. 13.30 með veislukaffi Ástu okkar.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.
Á sunnudaginn kl. 16 mun Gunnar Kvaran sellóleikari fjalla um andleg mál og leika tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og ástarpungar í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur. Æðruleysismessa kl.20.

Æðruleysismessa

Takið kvöldið frá og komið og njótið.

Þá er komið að því :) Æðruleysismessa er í Dómkirkju 21. Janúar kl. 20:00 - 21:00
Látið orðið berast og mætum saman til þess að iðka 10, 11 og 12 ;) Bæn, hugleiðing og samvera

Minnum á minningarkortin. Nánari upplýsingar virka daga í síma 5209700.

[01/11/18]   Opna húsið byrjar eftir viku, fimmtudaginn 18. janúar kl. 13.30. Hlökkum til að sjá ykkur.

[01/10/18]   Fermingarfræðslan hefst að nýju 7. febrúar og Opna húsið 18.janúar.

Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu og messa kl.11 sunnudaginn 14.janúar. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs og Sigurðar. Dómkórinn og orgnanisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi.

[01/07/18]   Kæru vinir! Mikið verður gaman að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni á þriðjudaginn kl.12.10 í Dómkirkjunni. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Athugið! Sunnudagaskólinn í Dómkirkjunni byrjar 14. janúar.

Leitandi.is

Endilega njótið

Nú fer starf Leitanda að fara af stað aftur, og við ætlum að byggja á þeirri skemmtilegu reynslu sem við söfnuðum í aðdraganda jólanna þegar við fengum fólkið í kirkjunni í heimssókn til okkar. Ætlunin er að taka valdar klippur úr útsendingunum okkar, og búa til smá samantektir sem dreift verður hérna á Facebook síðunni okkar. Þetta er allt í þróun og vingjarnlegar, uppbyggilegar ábendingar eru alltaf vel þegnar.

[01/04/18]   Gleðilegt ár kæru vinir.
Messa sunnudaginn 7. janúar kl.11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Safnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu,
Lækjargötu 14a eftir messu, kl. 12.15. Dagskrá: Kosning kjörnefndar. Fyrsta þriðjudags bæna-og kyrrðarstundin á árinu verður þriðjudaginn 9. janúar kl.12.10.

„Stund í tali og tónum“ sunnudaginn 21. janúar kl. 16. Gunnar Kvaran sellóleikari fjallar um andleg mál og leikur tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Aðgangur ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

[01/02/18]   Þriðjudags bæna-og kyrrðarstundirnar byrja aftur 9. janúar kl. 12.10 og Opna húsið byrjar fimmtudaginn 18. januar.

[12/29/17]   Bach tónleikar í kvöld þriðjudag kl. 20.30.Opna húsið byrjar 18. janúar og fyrsta þriðjudags bæna-og kyrrðarstundin verður 9. janúar.

Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Dómkórinn og Kári Þormar.
Nýársdagur 1. janúar 2018 Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Það var yndislegt að hlusta að þá Gunnar Kvaran og Hauk Guðlaugsson í kvöld. Gunnar Vigfússon ljósmyndarinn góði kom og tók myndir af þessum frábæru listamönnum. Sunnudaginn 21. janúar kl. 16 verða þeir í Dómkirkjunni með stund í tali og tónum. Takið daginn frá!

[12/25/17]   Jóladagur 25. desember
Messa kl. 11:00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi.

Annar í jólum 26. desember
Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, kór Menntaskólans í Reykjavík, organisti Kári Þormar.Bílastæði við Alþingi.

Aftansöngur jóla 2017

ruv.is

http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/aftansongur-jola-2017/20171224

ruv.is Aftansöngur jóla 2017 verður í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðbjörg Hilmarsdóttir fer með einsöng í einu verkanna og Peter Tompkins leikur á óbó. Dómkórinn s...

Leitandi.is

Á jólanótt

Miðnæturmessa aðfangadag, 24.desember 2017. Séra Karl Sigurbjörnsson og MH kórinn

Danska messan er klukkan 15 í dag aðfangadag

Gleðileg jól kæru vinir, hér er endurminning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum.
​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla. ,, Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.

Jólin laða hugi og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Í Dómkirkjunni eru þrjár guðsþjónustur á morgun aðfangadag jóla. Dönsk messa kl. 15:00, séra Þórhallur Heimisson prédikar. Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar
Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Guðný Einarsdóttir er organisti. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Velkomin

[12/22/17]   Föstudagurinn 22. desember Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl.21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og verðu þetta því í tuttugasta og fimmta skiptið sem þessi tónleikaröð er haldin og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Á efnisskránni er tvær af perlum Mozarts hinn gullfallegi kvintett fyrir klarinettu og strengi og glitrandi kvartett fyrir flautu og strengi. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 2800, og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn.

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun þriðjudag. Síðasta kyrrðar-og bænastundin á þessu ári. Jólamatur og góð samvera í safnaðarheimilinu!

Leitandi.is

Séra Gunnar Rúnar spjallar við Þórunni

Sr.Gunnar Rúnar Matthíasson var í viðtali hjá Þórunni Ernu Clausen í jólastofu Leitanda.is.

Í svartasta skammdeginu ljómar birtan frá jötunni og hátíð ljóss og friðar á einmitt að hvetja okkur til þess að bera ljósið áfram og efla friðinn. Í dýrðarsöng englanna á Bethlehemsvöllum er sá einmitt boðskapurinn sem þeir færa frá Guði. Þeir boða frið Guðs og velþóknun hans með mönnum. Dómkirkjan óskar þér gleðilegra jóla um leið og minnt er á helgihald í Dómkirkjunni um hátíðarnar og tónleika á aðventunni. Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Sjá nánar á fésbókinni og á domkirkjan.is

Í dag ​sunnudaginn 17. desember er
messa kl. 11:00, Kolaportsmessa kl. 14 í Kaffi Porti og
Æðruleysismessa kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30
Bach tónleikar Ólafs Elíassonar, frítt inn.
Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. desember kl. 22.
Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Föstudagurinn 22. desember Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl.21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og verðu þetta því í tuttugasta og fimmta skiptið sem þessi tónleikaröð er haldin og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Á efnisskránni er tvær af perlum Mozarts hinn gullfallegi kvintett fyrir klarinettu og strengi og glitrandi kvartett fyrir flautu og strengi. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 2800, og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn.
Aðfangadagur 24. desember
Dönsk messa kl. 15:00, séra Þórhallur Heimisson
Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónnson þjónar.
Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og Hamrahlíðarkórinn stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir. Organisti er Guðný Einarsdóttir.Jóladagur 25. desember
Messa kl. 11:00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng.
Annar í jólum 26. desember messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og organisti Kári Þormar.
Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur kl. 18:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.
Hér koma nokkrar myndir meðal annars frá Kirkunefnd kvenna Dómkirkjunnar og upptöku á jólamessu biskups.

Æðruleysismessa

Velkomin

Við hlökkum til að sjá þig/ykkur í Æðruleysismessu á sunnudaginn, 17. Desember kl. 20:00 :)
Gefum okkur tíma í kyrrð, förum úr amstri dagsins og mætum í Dómkirkjuna. Tökum þátt í bæn og hugleiðingu.
Æðruleysismessur eru tólfspora miðaðar. Allir eru velkomnir :)
Sr. Anna Sigríður leiðir stundina, Sr. Fritz Már flytur hugleiðingu, Díana Ósk leiðir okkur í bæn, Kristján Hrannar sér um tónlistina og félagi deilir reynslu sinni.
Deilum þessari auglýsingu og gefum þannig öðrum kost á að mæta

[12/15/17]   Kolaportsmessa kl. 14 í kaffiporti, Hjalti Jón Sverrisson predikar og spilar á gítar ásamt sr. Sveini Valgeirssyni. Kristján Kjartansson og Ragnheiður Sverrrisdóttir þjóna einnig. Jólasöngvar, predikun, bænir og blessun.
Æðruleysismessa kl. 20 í Dómkirkjunni. Séra Fritz Már Berndsen, Díana Ósk Óskarsdóttir og séra Anna Sigríður leiða stundina. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Hlökkum til að sjá ykkur!

[12/15/17]   Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 17. desember. Aurora Erika Luciano leikur á básúnu, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu. Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um fræðandi og skemmtilegt barnastarf. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið velkomin.

Leitandi.is

Gunnar góður!

Gunnar Kvaran sest í sófan hjá Þórunni Ernu í dag og segir okkur frá spennandi viðburði sem hann mun leiða þann 21.janúar næstkomandi.

Dómkirkjan

Upptaka á jólamessu biskups í Sjónvarpinu fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 18. Jólamessunni er sjónvarpað á aðfangadagskvöld kl. 22. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars, fermingarbörn úr Dómkirkjunni taka þátt í upptökunni. Prúðbúnir gestir eru velkomnir í Dómkirkjuna til að vera viðstaddir upptökuna. Mæting kl. 17:45.

Leitandi.is

Gaman

Við byrjum starf Leitandi.is í aðdraganda jólanna með því að spyrja fólk víðsvegar úr samfélaginu, hvers það leitar um jólin. Í dag verða hjá okkur Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar í Reykjavík, og Kári Þormar organisti sem munu fara yfir það sem er á döfinni hjá Dómkirkjunni í aðdraganda jólanna. Síðan mun Þorvarður Goði setjast í sófann og segja okkur frá Leitandi.is, hver hugmyndin með það er og hvernig getur tekið þátt.

[12/10/17]   Upptaka á jólamessu biskups í Sjónvarpinu fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 18. Jólamessunni er sjónvarpað á aðfangadagskvöld kl. 22. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars, fermingarbörn úr Dómkirkjunni taka þátt í upptökunni. Prúðbúnir gestir eru velkomnir í Dómkirkjuna til að vera viðstaddir upptökuna. Mæting kl. 17:45.

Falleg messa á fallegum degi!

Góður hópur kom að messunni í dag. Karl biskup prédikaði, Dagbjört Andrésdóttir söng einsöng. Baldvin Oddson lék á trompet og faðir hans Oddur Björnsson las ritningarlestrana ásamt Eygló Rut.
Ung dama Eva Björk Sturludóttir tendraði á Betlehemskertinu. Einar Gottskálksson var meðhjálpari. Þökkum ykkur öllum fyrir!
Sunnudaginn 17. desember mun séra Sveinn Valgeirsson prédika kl. 11 og æðruleysismessa er kl. 20.Verið ætíð velkomin í fagran helgidóminn.

Í dag, annan sunnudag í aðventu kveikjum við á Betlehemkertinu. Messur kl. 11, 14 og 20. Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni.
Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson,biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Eygló Rut og Oddur Björnsson lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Minni á bílastæðin við Alþingi.
Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson, fallegir jólasálmar, börn eru með atriði, tónlistarfólkið Helgi Snorri, Jon Ingvi Seljeseth, Inge-Maren Fjeldheim, Romain Denuit og Kári Þormar organisti.
Klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Friður kirkjunnar, hljómlist og kertaljós og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar
Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30. Verið velkomin!


Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Featured Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Kirkjustræti 16
Reykjavík
101
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

La cathédrale luthérienne de Reykjavik, est l’unique cathédrale luthérienne islandaise siège de l'Église d'Islande. Elle est située à Austurvöllur dans la partie occiden...

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja is a Lutheran (Church of Iceland) parish church in Reykjavík, Iceland. At high, it is the largest church in Iceland and among the tallest structures in Iceland. T...

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.