Dómkirkjan

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is


Í gær var haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni til að heiðra
minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, en 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.

Minni á að bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag verður í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Góður hádegisverður eftir stundina.
Sunnudaginn 17. september mun Karl Sigurbjörnsson, biskup prédika og þjóna við messu kl. 11. Verið hjartanlega velkomin.

Hlökkum til að sjá ykkur í messunni á sunnudaginn kl. 11.
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og sunnudagaskólinn verður á kirkjuloftinu í umsjón Óla og Sigga. Bæna-og kyrrðarstundin á þriðjudaginn verður í safnaðarheimilinu þar sem kirkjan er upptekin. Fimmtudaginn 21.
september verða fagnaðarfundir þegar Opna húsið byrjar aftur eftir sumarfrí, veislukaffið hennar Ástu og skemmtileg samvera. Kirkjunefnd kvenna og prjónakvöldin byrja í október og verða nánar auglýst.
Verið velkomin í gott starf Dómkirkjunnar.

Fyrsti miðvikudagstíminn í fermingarfræðslunni er miðvikudaginn 13. september kl. 16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Í beinu framhaldi er Ungdóm, æskulýðsfélagið okkar með skemmtilega samveru sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir heldur utan um það með prestunum okkar. Hlökkum að sjá ykkur. Enn er hægt að skrá sig í fermingarfræðsluna á netfangið kirkjan@domkirkjan.is

Ný dögun

Kyrrðarstund í Dómkirkjunni 10. september kl. 20

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Sunnudaginn 10. september kl.20 verður haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni í Reykjavík til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Dagskrá:
• Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju
• Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar.
• Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
• Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að kyrrðarstundinni standa Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og Þjóðkirkjan.

Einnig verða kyrrðarstundir haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Byrja þær allar klukkan 20.

Á Akranesi verður ljósinu varpað á sjálfsvíg og safnað fyrir Pieta í kvöldmessu þeirra klukkan 20 á sunnudaginn.

Á Ísafirði verður minningarstund laugardaginn 23. September klukkan 17.

Kyrrðarstundirnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis

[09/06/17]   Fyrsti miðvikudagstíminn í fermingarfræðslunni er miðvikudaginn 13. september kl. 16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a

Kæru vinir Opna húsið byrjar fimmtudaginn 21. september kl. 13.30 í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.
Dagskrá Opna hússins:
21. sept. Söngur, spjall og slúður. Vinafundur.
28. september Haustferð. Farið í Hafnarfjörð og Álftanes.
5. október Nýi dómkirkjupresturinn
12. október Unnur Halldórsdóttir fer með gamanmál og kvæði.
19. október Lísbet Guðmundsdóttir, Skálinn við Lækjargötu
26. október Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda syngja og leika
2. nóvember Kaffihúsastemning við Tjörnina.
9. nóvember Ármann Reynisson skáld
16. nóvember Hrólfur Jónsson spilar og syngur eigin lög.
23. nóvember Karl Sigurbjörnsson, biskup. Myndin af Jesú
30. nóvember Aðventustund, heitt súkkulaði og kræsingar.
Verið hjartanlega velkomin!

Barnastarf kirkjunnar

Óli og Siggi verða með sunnudagaskóla á kirkjuloftinu á sunnudaginn kl. 11. Fræðandi og skemmtilegt.

Sunnudagaskólinn hefst víða á höfuðborgarsvæðinu n.k. sunnudag, 3. september.
Hér fjallar visir.is um sunnudagaskólann og frumsýnir nýja myndbandið með Regínu Ósk.
Kíktu á barnatrú.is og sjáðu hvenær sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni þinni!
Fjörugt, fræðandi og skemmtilegt barnastarf í kirkjunni þinni alla sunnudaga.

Sunnudaginn 10. september mun Karl Sigurbjörnsson biskup prédika og þjóna kl. 11. Helga Hjálmtýsdóttir les ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og Kári er organisti. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum á bílastæðin við Alþingi.
Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Létt máltíð í safnaðarheimilinu á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Hlökkum til að sjá ykkur í fjölskyldumessunni á morgun kl. 11

Videos (show all)

Telephone

Address


Kirkjustræti
Reykjavík
101
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegi 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

La cathédrale luthérienne de Reykjavik, est l’unique cathédrale luthérienne islandaise siège de l'Église d'Islande. Elle est située à Austurvöllur dans la partie occiden...

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.