Dómkirkjan

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is


[06/26/18]   Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar við messu sunnudaginn 1. júlí klukkan 11. Félagar úr Dómkórnum syngja og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

[06/26/18]   Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, gott að gefa sér tíma og njóta í helgidómnum. í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Verið velkomin!

Fallegur drengur var borinn til skírnar í Dómkirkjunni í gær og fékk hann nafnið Karl Jóhann. Óskum við honum og fjölskyldunni allri Guðs blessunar.
Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að henni lokinni.
Kl. 20.30 eru Bach tónleikar. Verið velkomin!

Vincent Warnier

Dómkórinn flottur í París

Et c’est demain dimanche 10 juin 2018 à 15h !

Á morgun, sunnudag 10. júní er messa kl.11.00. Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir leiðir sönginn. Hjartanlega velkomin.

Sjáumst á sunnudaginn kl. 11.00 við messu í Dómkirkjunni.

Hér er mynd frá sjómannadagsmessunni í gær, sem Jón Páll Ásgeirson tók.
Halldór B. Nellett skipherra á Þór og Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs lásu ritningarlestrana og sitjandi er Ásgeir R. Guðjónsson sprengjusérfræðingur LHG. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar við altarið.

SLEEP - Eric Whitacre - The Eric Whitacre Singers

Fallegt, sjáumst á tónleikum Dómkórsins á morgun sunnudag!

[05/29/18]   Á sjómannadaginn er messa kl.11.00. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og einsöngvari er Elmar Gilbertsson. Lesarar frá Landhelgisgæslunni. Organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi.

Dómkórinn í Reykjavík

Kórverkið Northern Lights eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo túlkar tryllta fegurð norðurljósanna. Það er hluti af fjölbreyttri efnisskrá sem verður flutt á tónleikum Dómkórsins í Hallgrímskirkju 3. Júní 2018 kl. 17:00. Á tónleikunum verður einnig flutt Requiem eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé ásamt einsöngvurum og orgeli. Önnur verk sem flutt verða eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre og Ēriks Ešenvalds.

Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir tónleika sem hann heldur í París 10. júní í Saint-Étienne-du-Mont kirkjunni í latínuhverfinu þar sem franska tónskáldið Maurice Duruflé var einmitt organisti.

Stjórnandi: Kári Þormar
Orgel: Steingrímur Þórhallsson
Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran.

Miðaverð: 3.500 kr. á Tix.is en 3.000 kr. hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn.

The Reykjavík Cathedral Choir - Concert

The choral piece Northern Lights by the Norwegian composer Ola Gjeilo interprets the “terriffic” beauty of the northern lights. It is part of a varied repertoire that will be performed in concert by the Reykjavík Cathedral choir in Hallgrímskirkja church on 3 June 2018 at 5 pm. The choir will also be performing Requiem by the French composer Maurice Duruflé with organ and soloists. The programme also includes pieces by the composers Þorkell Sigurbjörnsson, Anna Þorvaldsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre, and Ēriks Ešenvalds.

The choir will repeat the concert in Saint-Étienne-du-Mont church in Paris on 10 June 2018 at 3 pm where the French composer Maurice Duruflé held the post of Titular Organist from 1929 until his death in 1986.

Conductor: Kári Þormar
Organ: Steingrímur Þórhallsson
Soloists: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-soprano, Jón Svavar Jósefsson baritone and Guðbjörg Hilmarsdóttir soprano.

Tickets: ISK 3.500 on Tix.is and ISK 3.000 in from members of the choir. Tickets also available at the entrance.

[05/25/18]   Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar sunnudaginn 27. maí kl. 11.00. Fermd verður Anna Þrastardóttir. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Bílastæði við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin

Æðruleysismessa

Við viljum þakka öllum sem hafa komið að Æðruleysismessum vetrarins - messuþjónum, tónlistarfólki, kirkjuverði, ræstitæknum, þjóðkirkjunni, prestunum, félögunum sem deildu reynslu sinni og öllum vinum Æðruleysismessanna sem gáfu sér tíma til að mæta og njóta með okkur :D
Gleðilegt sumar!
Við sjáumst aftur 16. September 2018

[05/19/18]   Guðþjónustunni sem vera átti í Viðeyjarkirkju á morgun, hvítasunnudag er aflýst.

[05/17/18]   Æfing á morgun, föstudag kl. 16 í Dómkirkjunni fyrir fermingarbörnin sem fermast á hvítasunnudag.

[05/17/18]   Norsk guðþjónusta í dag kl. 14 á þjóðhátíðardegi norðmanna. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar. Hamingjuóskir, kæru frændur!

[05/16/18]   Prestsvígsla í Dómkirkjunni
Annan dag hvítasunnu, mánudaginn 21. maí nk. kl. 11 mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja tvo guðfræðinga til þjónustu.

Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Mag. theol. Kristján Arason, verður vígður til sóknarprestsþjónustu í Patreksfjarðarprestakalli, Vestfjarðarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Sveinn Valgeirsson Dómkirkjuprestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur sem lýsir vígslu.

[05/15/18]   Æfing fyrir fermingarbörnin á föstudaginn kl. 16.

[05/15/18]   Hvítasunnudag kl.11 er fermingarmessa í Dómkirkjunni.
Séra Sveinn Valgeirsson þjónar þar og einnig þjónar hann kl.14 í Viðey. Gaman að taka bátinn út Viðey og njóta guðþjónustu þar, nú í sumarbyrjun.
Æðruleysismessa kl. 20 í Dómkirkjunni á hvítasunnudag.
Æðruleysismessan er svar kirkjunnar við sívaxandi þörf tólfsporafólks fyrir andlegt- og trúarlegt líf. Tólf sporin og inntak Æðruleysisbænarinnar eru allt um kring ásamt kyrrð og ró. Messan er klukkustund og er allt fólk velkomið, börn, ungt fólk, miðaldra og aldrað ;)
Við munum taka okkur frá amstri dagsins og amstri helgarinnar, dvelja saman í kyrrð og ró, biðja saman, meðal annars fyrir þeim sem eru enn úti að þjást, hugleiða, hlusta á félaga deila reynslu sinni, hlusta á ljúfa tóna og endurnærast eða endurnýjast.

Kvöldtónleikar Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara í Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. maí frá klukkan 9:15 til 10:00.Efnisskrá:Francesco da Milano (1497 – 1543): Fantasia XIX

Fantasia XXMauro Giuliani (1781 - 1829): 6 variations sur les Folies d’Espagne, op. 45Johann Kaspar Mertz (1806 - 1856): Lob der Tränen (F. Schubert)Jón Ásgeirsson (1928- ): Vikivaki

Sofðu unga ástin mínSergio Assad (1952 - ): DreamsAstor Piazzolla (1921 - 1992): Invierno porteñoIsaac Albeniz (1860 - 1909): AsturiasÖgmundur Þór Jóhannesson hefur leikið á klassískan gítar frá unga aldri. Hann lauk námi frá Tónlistarskóla Kópavogs og hélt þá Barcelona á Spáni og síðan Salzburg þar sem hann stundaði nám við Mozarteum. Síðar studaði hann nám Maastricht í Hollandi. Ögmundur Þór hefur haldið tónleika í flestum heimsálfum og hlotið margvíslega viðurkenningu á ferli sínum. Hann hefur verið búsettur erlendis um nokkurt skeið en reglulega komi til Íslands til tónleikahalds. Ögmundur Þór er nú búsettur í Guangzhou í Kína.

Ögmundur Þór Jóhannesson has been playing classical guitar from an early age. After graduating from Tónlistarskóli Kópavogs he studied at the “Escola Luthier d'arts musical“ in Barcelona and later at Mozarteum University in Salzburg and Maastricht Conservatory in Holland. He has performed extensively in most continents and received various highly claimed awards and recognitions, in Europe and other parts of the world. Ögmundur Þór has been living abroad for a number of years but has regularly performed in Iceland. At present he lives in Guangzhou in China.

[05/14/18]   Hvítasunnudagur fermingarmessa kl.11.00
Fermd verða:
Birgir Steinn Styrmisson
Selbraut 7
170 Seltjarnarnesi
Brimir Sær Bragason
Ásvallagötu 14
101 Reykjavík
Daníel Fróði Bogason
Framnesvegi 2
101 Reykjavík
Freyr Þrastarson
Hringbraut 100
101 Reykjavík
Hekla Júlía Kristinsdóttir
Ásvallagötu 10a
101 Reykjavík
Henrik Nói Júlíusson Kemp
Sjafnargötu 4
101 Reykjavík
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Sólvallagötu 7a
101 Reykjavík
Ingibjörg Fía Hauksdóttir
Ásvallagötu 1
101 Reykjavík
Ísak Andrason
Laufásvegi 58
101 Reykjavík
Jóhanna Helga Ingadóttir
Öldugötu 6
101 Reykjavík
Kristófer Ingi Kjærnested
Sólvallagötu 10
101 Reykjavík
Marinó Tómasson
Hávallagötu 30
101 Reykjavík
Pétur Reidar Kolsöe Pétursson
Frostaskjóli 9c
107 Reykjavík
Sindri Hrafn Rúnarsson
Grundarstíg 15
101 Reykjavík
Sólvin Tómasson
Hávallagötu 30
101 Reykjavík
Tanja Rut Rúnarsdóttir
107 Reykjavík.

[05/14/18]   Á þjóðhátíðardegi norðmanna 17. maí er norsk guðþjónusta í Dómkirkjunni kl. 14. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar.

Hér koma fleiri myndir frá þessu góða kvöldi með þeim Gunnari og Hauki.

Nú verða þeir Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson í Seltjarnarneskirkju á fimmtudagskvöldið kl.20.00. Þeir byrjuðu þessa skemmtilegu tónleikaferð í Dómkirkjunni í janúar.

[05/13/18]   Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Elínborgu Sturludóttur í embætti prests í Dómkirkjuprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Fjórir umsækjendur sóttu um embættið. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins. Óskum Elínborgu hjartanlega til hamingju með embættið.

Falleg guðþjónusta, organistinn góði Kjartan Sigurjónsson steig í prédikunarstól Dómkirkjunnar og flutti ljómandi prédikun!

[05/06/18]   Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí er guðþjónusta kl. 11. Þá mun Kjartan Sigurjónsson, organisti flytja hugleiðingu. Messukaffi í safnaðarheimilinu. Klukkan 13 er aðalfundur dómkirkjusafnaðarins. Á þriðjudag er bænastund í hádeginu og Bach tónleikar um kvöldið kl. 20.30. Velkomin!

[05/03/18]   Á sunnudaginn 6. maí er messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Bílastæði við Alþingi.

[05/01/18]   Það verða Bach tónleikar í kvöld
1. maí í Dómkirkjunni
kl. 20.30-21.00.

Kæru vinir, kyrrðarstundin á morgun, þriðjudag 1. maí fellur niður. Vorferðin er á fimmtudag, farið verður út í Viðey. Skráning hjá sr. Sveini eða Ástu. Ferjan fer kl. 11 frá Skarfabakka.
Á sunnudaginn er messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Bílastæði við Alþingi.

Síðasti sunnudagaskólinn fyrir sumarfrí kl. 11 á morgun, sunnudag. Fjör á kirkjuloftinu hjá Sigga og Óla.

Á sunnudaginn prédikar og þjónar séra Eva Björk Valdimarsdóttir í messunni kl.11. Síðasti sunnudagaskólinn fyrir sumarfrí, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi. Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi sagði okkur frá merkilegu og góðu starfi sem unnið er hjá Janusi endurhæfingu. Þökkum henni kærlega fyrir komuna! Fimmtudaginn 3. maí verður farið í vorferð til Viðeyjar.

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur i dag í Opna húsinu kl. 13.30. Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi verður gestur okkar. Ásta er búin að baka dýrindis tertur, veisluborð eins og alltaf hjá Ástu okkar. Skráning byrjar í dag í vorferðina sem farin verður næsta fimmtudag.

[04/25/18]   Á sunnudaginn prédikar og þjónar séra Eva Björk Valdimarsdóttir í messunni kl.11

Gleðildagur í Dómkirkjunni, séra Jakob Ágúst fermdi sl. sunnudag. Óskum fermingarbörnunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju!

Bráðskemmtilegt prjónakvöld, þar sem Lilja Valdimarsdóttir sýndi sitt fallega handverk og sagði frá. Þökkum Lilju kærlega fyrir og ykkur öllum sem komuð. Á morgun fimtudag mun Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi verða gestur okkar í Opna húsinu. Sjáumst í safnaðarheimiliu kl. 13.30

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Kirkjustræti 16
Reykjavík
101
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík