Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

" Eldur af himni ! "
- Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju
//
" Fire from Heaven ! "
- The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Kirkjulistahátið 2015 verður prýdd heimsþekktum stjörnum úr erlenda kirkjutónlistarheiminum og má því segja að hátíðin í ár verði óvenju glæsileg. Má þar t.d. nefna komu hins heimsfræga kórstjóra og organista Stephen Cleobury frá King’s College Chapel í Cambridge ásamt kór sínum „King’s Men“, sem er 18 manna hópur ungra manna, sem þekktir eru fyrir frábæran söng.

Organisti Notre Dame kirkjunnar í París, Olivier Latry, sem talinn er í fremstu röð organista í heiminum í dag, kemur fram á tvennum orgeltónleikum, einleikstónleikum og tvíleikstónleikum ásamt eiginkonu sinni, kóreska organistanum Shin-Young Lee.

Þá hefur forsvarsmönnum hátíðarinnar tekist að fá einn frægasta kontratenórsöngvara heimsins í dag, Robin Blaze, til að syngja titilhlutverk í stærsta verkefni hátíðarinnar, sem er upprunaflutningur á óratóríunni Salómon eftir Georg Friedrich Händel, sem nú verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. ágúst.

Þar koma við sögu um 95 flytjendur, 5 einsöngvarar, Alþjóðlega barokksveitin frá Den Haag skipuð 30 hljóðfæraleikurum og Mótettukór Hallgrímskirkju, skipaður 60 söngvurum. Áður hefur Hörður ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni og kórum sínum flutt í fyrsta sinn á Íslandi óratóríur Händels, Jósúa, Ísrael í Egyptalandi og Messías við mikið lof.

Á Sálmafossi koma fram margir innlendir og erlendir kórar og organistar, en þá verða m.a. frumfluttir 5 nýir íslenskir sálmar eftir 10 konur í samvinnu við Tónmenntasjóð kirkjunnar. Á hátíðinni koma „King’s Men“ frá Cambridge fram á kvöldtónleikum, á þrennum tónleikum á Sálmafossi, við Evensong og í hátíðarmessu á lokadegi hátíðarinnar.

Schola cantorum syngur lokatónleika hátíðarinnar og frumflytur m.a. nýja Messu fyrir einsöngvara, kór og hörpu eftir John A. Speight, sem fagnar 70 ára afmæli á árinu.

Myndlistarmaður Kirkjulistahátíðar er Helgi Þorgils Friðjónsson og mun hann halda veglega sýningu á verkum sínum, tengdum kirkjulist og trú. Þar verða m.a. sýnd verk sem ekki hafa áður verið sýnd opinberlega. Að auki verður efnt til fjölbreytts og veglegs helgihalds og fyrirlestra, m.a. í tengslum við 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags.

Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir Kirkjulistahátíð að jafnaði annað hvert ár frá vígslu kirkjunnar, fyrst vorið 1987 og er þetta fjórtánda hátíðin sem haldin er. Hallgrímssöfnuður, Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjumálasjóður hafa jafnan styrkt hátíðina, en aðrir styrktaraðilar eru Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið- Tónlistarsjóður, svo og erlend sendiráð o.fl. fyrirtæki. Alls koma um 300 listamenn fram á Kirkjulistahátíð 2015, þar af 49 erlendir listamenn.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju. Eiginkona hans, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, stýrir nú hátíðinni í 7. sinn, en hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar árið 2000.

//

Every other year since the consecration of Hallgrimskirkja in 1987, the Hallgrimskirkja Friends of the Arts Society has held a Festival of Sacred Arts. This year´s festival is the fourteenth one and is as before sponsored by both the National Church of Iceland , The City of Reykjavík and The Cultural Ministry along with different embassies and firms. Around 300 artists will participate this year, 49 of them coming from abroad.

From the beginning, the artistic director of the festival has been Hordur Askelsson, the cantor of Hallgrimskirkja. His wife, Inga Ros Ingolfsdottir, has been the manager of the festival since 2000 and this is the seventh festival she organizes.

World famous musicians from the church music scene appear at the Festival of Sacred Arts 2015, resulting in, we´re proud to say, a programme even more splendid than before. We are for example very pleased to have the renowned choir conductor and organist Stephen Cleobury of King´s College Chapel, Cambridge, along with his choir the King´s Men, visiting this year. King´s Men is a group of 18 young men known for their fantastic singing.

The organist of Notre Dame, Paris, Olivier Latry, who is among the greatest contemporary organists, plays two concerts: Both a solo performance and a four handed one along with his wife, organist Shin-Young Lee.

We have also managed to get one of the most famous countertenors of today, Robin Blaze, to sing the title role of the festival´s main project: Iceland premiere of G.F. Handel´s oratorio Solomon on Saturday August 15th and Sunday August 16th.

In all, 95 musicians will be performing in Solomon: 5 soloists, the 30 members of the Hague International Baroque Orchestra and the Hallgrimskirkja Motet Choir with its 60 singers. Before, conductor Askelsson along with his choirs and the International Baroque Orchestra has premiered Handel´s oratorios Joshua, Israel in Egypt and Messiah with original instruments to much acclaim.

At the Feast of Hymns many Icelandic and foreign choirs and organists will perform. Amongst other, 5 new Icelandic hymns by 10 women will be premiered. The King´s Men of Cambridge will be one of the choirs singing at the Feast, they will also sing an Evensong during the festival and at High Mass on the final day of the festival.

The festival´s final concert is given by Hallgrimskirkja´s acclaimed chamber choir Schola Cantorum, premiering a Mass for soprano soloist, choir and harp by composer John A. Speight. The visual artist of the Festival of Sacred Arts 2015 is painter Helgi Thorgils Fridjonsson, who will have a grand exhibition of his works of religious nature. Among them are works never exhibited publicly before.

In addition, there will be lectures and two High Masses during the 10 days of festival that everyone is welcome to attend.

"Algerlega dásamlegir tónleikar með hrífandi söng og glæsilegum hljóðfæraleik - Salómon var opinberun - Þetta drama skilaði sér fullkomlega undir kraftmikilli stjórn Harðar Áskelssonar - Fjölmörg kóratriði voru meistaralega vel útfærð af Mótettukór Hallgrímskirkju. Þau voru svo flott að maður fékk gæsahúð hvað eftir annað. Kórinn var svo sannarlega í banastuði."

Jónas Sen tónlistargagnrýnandi var ekkert að skafa utan af því: fimm stjörnur í Fréttablaðinu í dag !

kirkjulistahatid.is

Í heimsókn hjá Händel | Kirkjulistahátíð

Tónleikar þriðjudagskvöldsins á Kirkjulistahátíð eru eðal barokktónleikar með stofutónlist eftir Händel í flutningi frábærra tónlistarmanna. Lundúnabúar 18. aldar þráðu að njóta tónlistar Händels heima í stofu, sem olli því að mörg stærri verk hans voru umskrifuð fyrir einleikshljóðfæri. Tónleikagestir munu njóta nálægðar við verkin líkt og aðdáendur Händel gerðu í London á sínum tíma, því tónleikarnir fara fram í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju. (Sem þýðir að takmarkað framboð verður af miðum!). Flytjendur eru Nordic Affect, skoski blokkflautuvirtúósinn Ian Wilson, hinn frábæri barokkfiðluleikari Tuomo Suni frá Finnlandi ásamt einsöngvurunum Oddi A. Jónssyni, Þóru Einarsdóttur og Benedikt Kristjánssyni sem öll sönnuðu sig heldur betur nú um helgina í einsöngshlutverkum í óratóríunni Salómoni.

http://kirkjulistahatid.is/i-heimsokn-hja-handel/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

Frá setningu Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju í gær. Nokkrir meðlimir Mótettukórsins stigu menúett dans undir hendingum Vatnasvítu Händels. Myndlistarverk Helga Þorgils Friðjónssonar listmálara prýða nú einnig kirkjuna hátt og lágt. Málverkið FIMM KROSSFESTINGAR sėst í bakgrunni.
Í kvöld frumflytur Mótettukórinn ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag hina stórfenglegu óratóríu Händels, SOLOMON, í fyrsta sinn á Íslandi.
Miðasala við inngang og einnig á midi.is

Það er asi á Mótettukórnum. Nokkrir kórfélagar munu stíga menúett við undirleik barokkhljómsveitar við opnun Kirkjulistahátíðar kl. 17 á föstudaginn. Í gærkvöldi voru hárkollur og krínólín mátuð við mikinn fögnuð. Mótettukórinn mun loks frumflytja óratoríuna Salómon á 'Islandi um næstu helgi.
Miðasala hjá midi.is

The King's Men: Get Around

Þetta var góður dagur í regnbogaborginni og við hæfi að hlusta á King's Men heima hjá sér í dómkirkjunni í Cambridge poppa og syngja út fyrir normið. Þeir tilheyra fullorðnu deild hins víðfræga The King’s College Choir sem margir þekkja frá jólaútsendingum BBC - A Festival of Nine Lessons and Carols.
Eftir sléttan hálfan mánuð koma þeir fram á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Föstudaginn 21. ágúst kl. 17 syngja þeir enskan Evensong og kl. 20 um kvöldið syngja þeir tónleika með fjölbreyttri dagskrá. Einnig taka þeir þátt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11.

https://m.youtube.com/watch?v=j5ZckoJiCYE

* Download from iTunes: http://georiot.co/iTunesAfterHours * Order the CD: http://bit.ly/AfterHoursCD Get Around (arranged by Keith Roberts) from the new alb...

Barokksveifla leikur þessa dagana um líf og limi söngvara Mótettukórs Hallgrímskirkju. Æfingar á óratoríunni Salómon eftir meistara G.F. Händel fara nú fram í kirkjunni svo til daglega fram að frumfluttningi á Íslandi 15. og 16. þessa mánaðar. Verkið er á löngum köflum tveggja kóra tak en á miðvikudag bætist húsbandið okkar í hópinn, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag.

kirkjulistahatid.is

Hátíðarmessa með tónlist frá Kirkjulistahátíð | Kirkjulistahátíð

HÁTÍÐARMESSA Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ

Fyrri hátíðarmessu, sunnudaginn 16. ágúst, verður útvarpað beint á Rás 1. Tónlist frá Kirkjulistahátíð hljómar í fluttningi Schola cantorum og meðlima úr Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag. Stjórnandi Hörður Áskelsson, organisti Eyþór Franzson Wechner.

http://kirkjulistahatid.is/hatidarmessa-med-tonlist-fra-kirkjulistahatid/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

kirkjulistahatid.is

Orgeltvenna með Olivier Latry | Kirkjulistahátíð

Úr gagnrýni frá tónleikum Olivier Latry í Royal Festival Hall, mars 2014:

"At the age of 23 he bagged the top job in the French organ world, at Notre Dame in Paris, and it’s been uphill ever since; a constant round of recitals around the world, usually topped with an improvisation showing that his brain works as fast as his hands and feet. ...
The French may be suffering from a cultural crisis of confidence, but their organ tradition can still stun a packed hall of Anglo-Saxons into silence." Ivan Hewett, The Telegraph.

http://kirkjulistahatid.is/orgeltvenna-med-olivier-latry/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

[08/03/15]   Á Sálmafossi á menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst, verða meðal annars frumfluttir 5 nýir sálmar eftir 10 íslenskar konur á 100 ára afmælisári kosningaréttar og kjörgengis íslenskra kvenna.
Fram koma King´s Men frá Cambridge, Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt ýmsum íslenskum og erlendum kórum og hljóðfæraleikurum. Tónleikarnir standa milli kl. 15 og 21 og er aðgangur ókeypis.

http://kirkjulistahatid.is/salmafoss/

kirkjulistahatid.is

Í heimsókn hjá Händel | Kirkjulistahátíð

Á tónleikunum þriðjudaginn 18. ágúst kl 20 kynnumst við lágstemmdari kammertónlist og sólóverkum Händels. Tónlistin ber með sér óformlegheit og kyrrð tilbeiðslustunda heldri heimila í London á 18. öld.
Flytjendur eru Nordic Affect, breski blokkflautuleikarinn Ian Wilson, finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni, Þóra Einarsdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson baritón.

http://kirkjulistahatid.is/i-heimsokn-hja-handel/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

kirkjulistahatid.is

Hátíðarmessa með King’s Men | Kirkjulistahátíð

King's Men munu taka virkan þátt í helgihaldi Hallgrímskirkjusafnaðar í seinni hátíðarguðsþjónustu Kirkjulistahátíðar sunnudaginn 23. ágúst.

http://kirkjulistahatid.is/hatidarmessa-med-kings-men/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

kirkjulistahatid.is

King’s Men frá Cambridge | Kirkjulistahátíð

Það er mikill fengur að komu King's Men til landsins, en hópurinn samanstendur af 18 fullvaxta söngvurum hins víðfræga King's College Choir í Cambridge. Föstudaginn 21. ágúst kl. 17 syngja þeir enskan aftansöng - Evensong - og kl. 20 tónleika með fjölbreyttri dagskrá.

http://kirkjulistahatid.is/kings-men-fra-cambridge/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

's cover photo

kirkjulistahatid.is

Lokatónleikar með Schola cantorum | Kirkjulistahátíð

Allt frá stofnun árið 1996 hefur kammerkórinn Schola cantorum teflt djarft við kynningu á fágætri endurreisnartónlist, en um leið lagt sérstaka rækt við nýja íslenska samtímatónlist. Kórinn var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007 og til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 sem flytjandi ársins í sígildri- og samtímatónlist. Kórinn lýkur Kirkjulistahátíð með frumflutningi á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu.
http://kirkjulistahatid.is/lokatonleikar-med-schola-cantorum/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

kirkjulistahatid.is

Orgeltvenna með Olivier Latry | Kirkjulistahátíð

Ein skærasta stjarna orgelheimsins flytur okkur heiðin ritúöl í eigin fjórhent orgelútsetningu á Vorblóti Igors Stravinskíjs,.. í kirkju Hallgríms passíuskálds, af öllum stöðum ! Tónverkið nær óvæntu flugi með litapalettu stóra Klais orgelsins - Þetta er viðburður sem enginn tónlistarunnandi lætur fram hjá sér fara !

http://kirkjulistahatid.is/orgeltvenna-med-olivier-latry/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

kirkjulistahatid.is

Óratórían Salómon eftir G. F. Händel | Kirkjulistahátíð

Kirkjulistahátið 2015 kynnir :
Óratórían Salómon eftir G.F. Händel verður frumflutt á Íslandi dagana 15. og 16. ágúst næstkomandi sem hluti af hinni glæsilegu dagskrá Kirkjulistahátíðar 2015. Verður þar öllu tjaldað til: Mótettukór Hallgrímskirkju, glæsilegri barokkhljómsveit og fyrsta flokks einsöngvurum með sjálfan kontratenórinn heimsþekkta, Robin Blaze, fremstan í flokki.

http://kirkjulistahatid.is/oratorian-salomon-eftir-g-f-handel/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

kirkjulistahatid.is

Viðburðir 2015 | Kirkjulistahátíð

Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju í Reykjavík 2015
kynnir með stolti metnaðarfulla dagskrá dagana 14.- 23. ágúst !

http://kirkjulistahatid.is/vidburdir-2015/

kirkjulistahatid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju

Arvo, Adam og Agaton

Nú styttist í Arvo, Adam og Agaton. Miðar til sölu á miði.is og í Kirkjubúð Hallgrímskirkju:
https://midi.is/sale/tickets.aspx?s=%2B7BORbAgXrCjiRfNrroZQGPfztt%2BfudkPUMZ5JARSz4%3D

[08/12/13]   Kynnið ykkur spennandi dagskrá Kirkjulistahátíðar á heimasíðunni okkar www.kirkjulistahatid.is

's cover photo

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Arvo, Adam og Agaton

Category

Telephone

Address


Hallgrímstorgi
Reykjavík
101
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Ásatrúarfélagið Ásatrúarfélagið
Síðumúli 15
Reykjavík, 108

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Fagraþing 2a
Reykjavík, 203

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Kaþólska kirkjan á Íslandi

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101