Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju fer fram dagana 1.-10. júní. Nálgast má dagskrána hér: https://www.listvinafelag.is/wp-content/uploads/2019/05/kirkjulistahatid-2019-2.pdf ---------------------------------------------------------------------- Kirkjulistahátið 2015 verður prýdd heimsþekktum stjörnum úr erlenda kirkjutónlistarheiminum og má því segja að hátíðin í ár verði óvenju glæsileg. Má þar t.d. nefna komu hins heimsfræga kórstjóra og organista Stephen Cleobury frá King’s College Chapel í Cambridge ásamt kór sínum „King’s Men“, sem er 18 manna hópur ungra manna, sem þekktir eru fyrir frábæran söng. Organisti Notre Dame kirkjunnar í París, Olivier Latry, sem talinn er í fremstu röð organista í heiminum í dag, kemur fram á tvennum orgeltónleikum, einleikstónleikum og tvíleikstónleikum ásamt eiginkonu sinni, kóreska organistanum Shin-Young Lee. Þá hefur forsvarsmönnum hátíðarinnar tekist að fá einn frægasta kontratenórsöngvara heimsins í dag, Robin Blaze, til að syngja titilhlutverk í stærsta verkefni hátíðarinnar, sem er upprunaflutningur á óratóríunni Salómon eftir Georg Friedrich Händel, sem nú verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. ágúst. Þar koma við sögu um 95 flytjendur, 5 einsöngvarar, Alþjóðlega barokksveitin frá Den Haag skipuð 30 hljóðfæraleikurum og Mótettukór Hallgrímskirkju, skipaður 60 söngvurum. Áður hefur Hörður ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni og kórum sínum flutt í fyrsta sinn á Íslandi óratóríur Händels, Jósúa, Ísrael í Egyptalandi og Messías við mikið lof. Á Sálmafossi koma fram margir innlendir og erlendir kórar og organistar, en þá verða m.a. frumfluttir 5 nýir íslenskir sálmar eftir 10 konur í samvinnu við Tónmenntasjóð kirkjunnar. Á hátíðinni koma „King’s Men“ frá Cambridge fram á kvöldtónleikum, á þrennum tónleikum á Sálmafossi, við Evensong og í hátíðarmessu á lokadegi hátíðarinnar. Schola cantorum syngur lokatónleika hátíðarinnar og frumflytur m.a. nýja Messu fyrir einsöngvara, kór og hörpu eftir John A. Speight, sem fagnar 70 ára afmæli á árinu. Myndlistarmaður Kirkjulistahátíðar er Helgi Þorgils Friðjónsson og mun hann halda veglega sýningu á verkum sínum, tengdum kirkjulist og trú. Þar verða m.a. sýnd verk sem ekki hafa áður verið sýnd opinberlega. Að auki verður efnt til fjölbreytts og veglegs helgihalds og fyrirlestra, m.a. í tengslum við 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið fyrir Kirkjulistahátíð að jafnaði annað hvert ár frá vígslu kirkjunnar, fyrst vorið 1987 og er þetta fjórtánda hátíðin sem haldin er. Hallgrímssöfnuður, Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjumálasjóður hafa jafnan styrkt hátíðina, en aðrir styrktaraðilar eru Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið- Tónlistarsjóður, svo og erlend sendiráð o.fl. fyrirtæki. Alls koma um 300 listamenn fram á Kirkjulistahátíð 2015, þar af 49 erlendir listamenn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju. Eiginkona hans, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, stýrir nú hátíðinni í 7. sinn, en hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar árið 2000. // Every other year since the consecration of Hallgrimskirkja in 1987, the Hallgrimskirkja Friends of the Arts Society has held a Festival of Sacred Arts. This year´s festival is the fourteenth one and is as before sponsored by both the National Church of Iceland , The City of Reykjavík and The Cultural Ministry along with different embassies and firms. Around 300 artists will participate this year, 49 of them coming from abroad. From the beginning, the artistic director of the festival has been Hordur Askelsson, the cantor of Hallgrimskirkja. His wife, Inga Ros Ingolfsdottir, has been the manager of the festival since 2000 and this is the seventh festival she organizes. World famous musicians from the church music scene appear at the Festival of Sacred Arts 2015, resulting in, we´re proud to say, a programme even more splendid than before. We are for example very pleased to have the renowned choir conductor and organist Stephen Cleobury of King´s College Chapel, Cambridge, along with his choir the King´s Men, visiting this year. King´s Men is a group of 18 young men known for their fantastic singing. The organist of Notre Dame, Paris, Olivier Latry, who is among the greatest contemporary organists, plays two concerts: Both a solo performance and a four handed one along with his wife, organist Shin-Young Lee. We have also managed to get one of the most famous countertenors of today, Robin Blaze, to sing the title role of the festival´s main project: Iceland premiere of G.F. Handel´s oratorio Solomon on Saturday August 15th and Sunday August 16th. In all, 95 musicians will be performing in Solomon: 5 soloists, the 30 members of the Hague International Baroque Orchestra and the Hallgrimskirkja Motet Choir with its 60 singers. Before, conductor Askelsson along with his choirs and the International Baroque Orchestra has premiered Handel´s oratorios Joshua, Israel in Egypt and Messiah with original instruments to much acclaim. At the Feast of Hymns many Icelandic and foreign choirs and organists will perform. Amongst other, 5 new Icelandic hymns by 10 women will be premiered. The King´s Men of Cambridge will be one of the choirs singing at the Feast, they will also sing an Evensong during the festival and at High Mass on the final day of the festival. The festival´s final concert is given by Hallgrimskirkja´s acclaimed chamber choir Schola Cantorum, premiering a Mass for soprano soloist, choir and harp by composer John A. Speight. The visual artist of the Festival of Sacred Arts 2015 is painter Helgi Thorgils Fridjonsson, who will have a grand exhibition of his works of religious nature. Among them are works never exhibited publicly before. In addition, there will be lectures and two High Masses during the 10 days of festival that everyone is welcome to attend.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju lauk í gær með lokatónleikum þar sem 3 kantötur eftir Bach voru fluttar ásamt frumflutningi á Hvítasunnukantötu eftir Sigurð Sævarsson. Eftir tónleikana fögnuðu aðstandendur og flytjendur á lokatónleikunum vel heppnaðri hátíð.
Fyrst var sungið og skálað á og við þúfuna og svo var haldið á Marshallhúsið þar sem hópurinn borðaði saman. #kirkjulistahatid2019

Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar kl. 17:00 í dag.
Hér má sjá myndir sem Šárka Veronika tók.
Miðasala á: https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10921/Lokatonleikar_Kirkjulistahatidar_2019_%E2%80%9CEilifdareldur_uppspretta_astar%E2%80%9D

Yndislegir og mjög stemmningsríkir tónleikar frá 4. júní sl á Kirkjulistahátíð 2019 😊

Upptaka frá tónleikum okkar á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju fær að hljóma í kvöld kl. 19 á Rás 1 ! https://www.ruv.is/nolayout/popup/ras1 // A live recording from our concert last Tuesday will be broadcast on the Icelandic National Broadcasting Service, Rás 1, this evening at 7pm.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

Lokatónleikar Kirkjulistahátiðar kl. 17:00 í dag. 3 kantötur eftir Bach verða fluttar ásamt frumflutningi á frábæru verki Sigurðar Sævarssona, Veni sancte spiritus.
Flytjendur:
David Erler, kontratenór
Benedikt Kristjánsson, tenór,
Hildigunnur Einarsdóttir, mezzó-sópran,
Herdís Jónasdóttir
Oddur Arnþór Jónsson, baritón.
Schola Cantorum,
Mótettukór Hallgrímskirkju,
Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
Miðasala á midi.is:
https://checkout.midi.is/Sale/TicketSelection/?s=%2fImKipYAViwYfNNrMVaOeGTQEbHAZbcjWsrNRLxYKjGpBySeAdGBiKW2QO0Pg2LMbY7Khn%2bXQrnjlALi8jjJ27B23uL1esrsCMNIkcvhS6c%3d

Hvítasunnukantata Sigurðar Sævarssonar verður frumflutt á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar mánudaginn 10. júní kl. 17:00. Ath. að búið er að lækka miðaverð á tónleikana, fullt verð er 5.900 kr.
Tryggið ykkur miða á: https://checkout.midi.is/Sale/TicketSelection/?s=%2fImKipYAViwYfNNrMVaOeGTQEbHAZbcjWsrNRLxYKjGpBySeAdGBiKW2QO0Pg2LMbY7Khn%2bXQrnjlALi8jjJ27B23uL1esrsCMNIkcvhS6c%3d

[06/09/19]   Minnum á Hátíðartónleika alþjóðlegu barokksveitarinnar í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20:00. Fullt verð 4.900 kr.
Myndband gerði Šárka Veronika. Miðasala á: https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/10920/Hatidartonleikar_med_Altjodlegu_barokksveitinni_i_Hallgrimskirkju

Rás 1

Á morgun hvítasunnudag klukkan 16.05 verður á dagskrá hljóðritun frá Kirkjulistahátíð þegar Oratorían Mysterium var frumflutt í Hallgrímskirkju þann 1. júní síðastliðinn.

Hér má sjá stutt myndbrot frá tónleikunum.

Hvítasunnukantata Sigurðar Sævarssonar verður frumflutt á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar mánudaginn 10. júní kl. 17:00. Ath. að búið er að lækka miðaverð á tónleikana, fullt verð er 5.900 kr.
Tryggið ykkur miða á: https://checkout.midi.is/Sale/TicketSelection/?s=%2fImKipYAViwYfNNrMVaOeGTQEbHAZbcjWsrNRLxYKjGpBySeAdGBiKW2QO0Pg2LMbY7Khn%2bXQrnjlALi8jjJ27B23uL1esrsCMNIkcvhS6c%3d

Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar mánudaginn 10. júní kl. 17:00. Ath. lækkað miðaverð. Fullt verð 5.900 kr.
Myndir tók Sarka Veronika.
Https://www.facebook.com/events/828627960841431??ti=ia

Í Fréttablaðinu í dag!

Hátíðarhljómar í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20:00. Fram koma orgelleikarinn David Cassan og trompetleikararnir Baldvin Oddsson og Johann Nardeau. Miðasala á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_20.
Myndirnar tók Šárka Veronika.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

Algjört eyrnakonfekt! Árstíðirnar eftir Vivaldi umritaðar af margverðlaunuðum ungum frönskum organista sem leikur einnig Bach tríósónötu milli glæsilegra verka fyrir 2 piccolotrompeta og orgel! Miðasala í kirkjunni og á midi.is 🇮🇸

Hátíðarhljómar í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20:00.
Trompetleikararnir Baldvin Oddsson, Johann Nardeau og orgelleikarinn David Cassan.
https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_20

Hátíðarhljómar í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20:00.
Trompetleikararnir Baldvin Oddsson, Johann Nardeau og orgelleikarinn David Cassan.
https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_20

frettabladid.is

Sjald­séð hljóð­færi fær að hljóma í Hall­gríms­kirkju

tónleikar kl. 21:00 í kvöld! Concert at 9 pm tonight.

frettabladid.is Kirkjulistahátíð verður haldin í Hallgrímskirkju í kvöld.

Tónlistarspjall í Ásmundarsal! Marina Albero Music og Alexandra Kjeld.

Í kvöld kl. 21:00 mun Umbra Ensemble halda tónleika í Hallgrímskirkju. Umbra verður með marga góða gesti á tónleikunum, sönghópinn Cantores Islandiae, slagverksleikarana Eggert Pálsson, Kristofer Rodriguez Svonuson, sellóleikarann Þórdís Gerður Jónsdóttir og psalteriumleikarann Marina Albero Music. Hér má sjá myndband af Marinu leika á psalterium hljóðfærið.

[06/04/19]   Það verður mikið um að vera á Kirkjulistahátíð í dag.

Kl. 12:00 - Tónlistarspjall í Ásmundarsal. Katalónska tónlistarkonan Marina Albero og Alexandra Kjeld kynna hljóðfæri og efnisskrá tónleika
tónlistarhópsins Umbra. Frítt inn!

Kl. 18:00 - Pop-up á Hótel Holti. Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson leika nokkur lög ásamt orgelleikaranum David Cassan. Frítt inn!

Kl. 21:00 - Umbra Ensemble með tónleika í Hallgrímskirkju. Miðasala á midi.is og í kirkjunni.

Umbra Ensemble á æfingu í dag. Miðasala í fullum gangi á https://midi.frettabladid.is/tonleikar/1/10943/Kirkjulistahatid_2019. Myndir tók Šárka Veronika.

Útlendingurinn í kvöld kl. 21:00. Miðaverð 2.900 kr. #kirkjulistahatid2019

Útlendingurinn!
Mánudagurinn 3. júní kl. 21:00.
Verk í hljóðum, tali og tónum eftir Halldór Hauksson byggt á samnefndri skáldsögu eftir Albert
Camus.
Leikraddir: Guðjón Davíð Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Davíð Þór Jónsson.
Miðasala á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

Myndlistarspjall í Ásmundarsal kl. 12:00 í dag.
Finnbogi Pétursson ræðir við sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Sigurð Árna Þórðarson um hljóð og tengingar mismunandi heima, t.d. hljóðheima, túlkunarheima, og Guð.

ruv.is

Lestin

Viðtal við Halldór Hauksson í Lestinni í síðustu viku. Hann verður með tónleika í kvöld kl. 21:00 í Hallgrímskirkju.

ÚTLENDINGURINN
Verk í hljóðum, tali og tónum eftir Halldór Hauksson um leit mannsins að samastað í staðlausum heimi, innblásið af samnefndri skáldsögu eftir Albert Camus.

ruv.is Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags alla virka daga kl. 17.03.

Þegar margir hjálpast að þá tekur enga stund að taka niður svið. #samvinna #kirkjulistahatid2019

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

Setning Kirkjulistahátíðar fór fram við hátíðlega athöfn í gær. Veðurguðirnir voru með okkur í liði. Við þökkum fyrir frábærar viðtökur og öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og njóta opnunarinnar með okkur. Í gær var verkið Mysterium op. 53 eftir Hafliða Hallgrímsson frumflutt. Við minnum á að verkið verður flutt aftur í dag kl. 17:00. #kirkjulistahatid2019

Mysterium op. 53 eftir Hafliða Hallgrímsson var frumflutt í gær. Um 100 tónlistarmenn tóku þátt í flutningnum, einsöngvararnir Hanna Dóra Sturludóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Elmar Gilbertsson. Kórarnir Schola Cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju sungu. Hátíðarhljómsveit Hallgrímskirkju lék. Isabelle Demers, Organist lék á orgel og Hörður Áskelsson stjórnaði tónleikunum. Tónleikagestir voru yfir sig hrifnir og þökkuðu fyrir sig með standandi lófaklappi.
Mysterium op. 53 verður flutt í Hallgrímskirkju í dag kl. 17:00. Enn eru til miðar á tónleikana. Miðasala í kirkjunni og á midi.is.
Myndirnar tók Šárka Veronika.

Setning Kirkjulistahátíðar fór fram við hátíðlega athöfn í gær. Veðurguðirnir voru með okkur í liði. Við þökkum fyrir frábærar viðtökur og öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og njóta opnunarinnar með okkur. Í gær var verkið Mysterium op. 53 eftir Hafliða Hallgrímsson frumflutt. Við minnum á að verkið verður flutt aftur í dag kl. 17:00. #kirkjulistahatid2019

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju

Gleðilega hátíð. Kirkjulistahátíð verður sett við hátíðlega athöfn kl. 15:00 í dag í Hallgrímskirkju með tónlistaratriðum og ávörpum. Kl. 15:30 verður sýning Finnboga Péturssonar opnuð.
Frítt inn á setningu hátíðarinnar og allir velkomnir.

Kl. 17:00 verður frumflutningur á verki Hafliða Hallgrímssonar, Mysterium op. 53. Hægt að kaupa miða á staðnum eða á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Vestur Hús gerði þetta glæsilega kynningarmyndband fyrir Kirkjulistahátíð. Það
Styttist í hátíðina en hún fer fram dagana 1.-10. júní í Hallgrímskirkju og Ásmundarsal. Alls 20 viðburðir á 10 dögum.

Halldór Hauksson var algjörlega frábær í viðtali á Hringbraut í vikunni þar sem hann ræddi við Sigmund Erni og Lindu Blöndal um Kirkjulistahátíð. Hátíðin verður formlega sett á morgun (laugardag) kl. 15:00. Frítt inn og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um hátíðina á www.kirkjulistahatid.is. Hlökkum til að sjá ykkur! #kirkjulistahatid2019

Jóhann Nardeau, Baldvin Oddsson og Björn Steinar Sólbergsson koma fram á setningu Kirkjulistahátíðar kl. 15:00 á morgun. #kirkjulistahatid2019

Undirbúningur fyrir Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju og í Ásmundarsal er í fullum gangi.

Hafliði Hallgrímsson verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 um klukkan 7:45 á morgun (föstudag). Hann mun ræða um verkið Mysterium op. 53 sem hann samdi fyrir Kirkjulistahátíð og tileinkaði Herði Áskelssyni og Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

Myndir frá æfingunni sem fram fór í gærkvöldi.

Það styttist í Kirkjulistahátið! Í gær æfðu Schola Cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt hátíðarhljómsveit Hallgrímskirkju undir styrkri stjórn Harðar Áskelssonar verkið Mysterium op. 53 eftir Hafliða Hallgrímssonar. Herdís Anna Jónasdóttir syngur hér einsöng en hún kemur fram á tónleikunum um helgina. Hægt er að tryggja sér miða á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

Útlendingurinn!
Mánudagurinn 3. júní kl. 21:00.
Verk í hljóðum, tali og tónum eftir Halldór Hauksson byggt á samnefndri skáldsögu eftir Albert
Camus.
Leikraddir: Guðjón Davíð Karlsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Davíð Þór Jónsson.
Miðasala á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

dv.is

Kirkjulistahátíð 2019 1.-10. júní - DV

Umfjöllun um Kirkjulistahátíð á www.dv.is. Það styttist í hátíðina en hún verður sett á laugardaginn kl. 15:00 við hátíðlega athöfn. Klukkan 17:00 verður verkið Mysterium op. 53 eftir Hafliða Hallgrímsson frumflutt.
www.kirkjulistahatid.is.

dv.is KIRKJULISTAHÁTÍÐ er haldin í 15. sinn í Hallgrímskirkju frá 1.–10. júní 2019. Þegar Listvinafélag Hallgrímskirkju hleypti hátíðinni af stokkunum árið 1987 var henni valinn tími í kringum hvítasunnu með það að markmiði að halda hana annað hvert ár, það ár sem Listahá...

MARÍUSÖNGVAR FRÁ MONTSERRAT
„Þeir vilja stundum syngja og dansa“
Þriðjudaginn 4. júní kl. 21:00 í Hallgrímskirkju.

Umbra Ensemble ásamt gestum: Marina Albero Music, psalterium, Eggert Pálsson, slagverk, Kristofer Rodriguez Svonuson, slagverk og Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló. Sönghópurinn Cantores Islandiae.
Miðasala á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

Baldvin Oddsson, Johann Nardeau og David Cassan flytja tónlist eftir Charpentier, Vivaldi, Händel o.fl. á tónleikum í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 20:00. Miðasala á: https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

Elmar Gilbertsson kemur fram á Kirkjulistahátíð en hann mun syngja í frumflutningi á óratoríu eftir Hafliða Hallgrímsson, Mysterium op. 53. Tónleikarnir verða í Hallgrímskirkju 1. og 2. júní kl. 17:00. Elmar er fastráðinn við Staatsoper í Stuttgart. Miðasala er í fullum gangi á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju's cover photo

Vestur Hús gerði þetta glæsilega kynningarmyndband fyrir Kirkjulistahátíð. Það
Styttist í hátíðina en hún fer fram dagana 1.-10. júní í Hallgrímskirkju og Ásmundarsal. Alls 20 viðburðir á 10 dögum.

Schola Cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju æfðu saman í gær verk Hafliða Hallgrímsson, Mysterium op. 53, sem frumflutt verður á Kirkjulistahátíð 1. júní og flutt aftur 2. júní.
Hægt er að tryggja sér miða á hátíðina á https://midi.frettabladid.is/concerts/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

midi.frettabladid.is

Kirkjulistahátíð 2019 / Miði.is

Undirbúningur fyrir Kirkjulistahátíð er í fullum gangi. Fyrsta sameiginlega æfing Schola Cantorum og Mótettukórsins fer fram á morgun. Hægt er að tryggja sér miða á hátíðina á https://midi.frettabladid.is/concerts/1/10943/Kirkjulistahatid_2019
Við viljum vekja athygli á að hægt sé að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar.

midi.frettabladid.is Kirkjulistahátíð í vorblæ heilags anda 1.-10 júní. KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2019 verður nú af...

Girðingin fyrir framan Hallgrímskirkju hefur fengið andlitslyftingu með þessari fallegu auglýsingu sem Hafsteinn Sv. Hafsteinsson hannaði. Ert þú búin/n að tryggja þér miða á hátíðina? https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10943/Kirkjulistahatid_2019

[05/10/19]   Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju er komið á Instagram. Notendanafnið er kirkjulistahatið. #kirkjulistahatid

Nýkomin úr prentun! Ertu búin/n að kynna þér dagskrá Kirkjulistahátíðar? www.kirkjulistahatid.is

midi.frettabladid.is

Kirkjulistahátíð 2019 / Miði.is

Nú er hægt að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um einstaka viðburði má finna á www.kirkjulistahatid.is.

midi.frettabladid.is Sjá nánar: KIRKJULISTAHATID.IS

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Arvo, Adam og Agaton

Category

Telephone

Address


Hallgrímstorgi
Reykjavík
101
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Fagraþing 2a
Reykjavík, 203

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Kaþólska kirkjan á Íslandi

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Ásatrúarfélagið Ásatrúarfélagið
Síðumúli 15
Reykjavík, 108

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.