Háteigskirkja

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Háteigskirkja er opin virka daga kl. 9:00 til 16:00.

Prestar:
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Viðtalstímar þri. - fös. kl. 11-12.
helgasoffia@simnet.is

sr. Eiríkur Jóhannsson
Viðtalstímar mán. - fim. kl.11-12.
eirikur@kirkjan.is

Starfsmenn:
Kári Allansson, organisti.
kari@hateigskirkja.is

Kristján J. Eysteinsson, kirkjuvörður.
flax@internet.is

Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður.
rannveig@hateigskirkja.is


Rannveig

Kæru foreldrar.
Því miður frestast heimsóknin frá smekkir.is vegna veikinda. Við óskum ykkur góðs bata og hlökkum til að hitta ykkur síðar. En í fyrramálið verðum við með notalegheitin í fyrirrúmi og njótum samvista með kaffi og bakkelsi í hönd. 🍼☕️🥐😉

[02/06/18]   Gæðastund 6.febrúar.
Velkomin á Gæðastund kæru vinir. Jón Björnsson verður gestur okkar í dag. Hann ætlar að greina frá, og sýna svipmyndir frá Jakobsveginum. Hér verður heitt á könnum og gómsætt undir tönn. Velkomin til okkar í notalega setrið.

[01/30/18]   Á morgni síðasta dags janúarmánaðar, nánar tiltekið í fyrramálið kl.10-12, ætlum við að hafa það æðislega kósý í kaffi/te og spjalli í safnaðarheimili kirkjunnar. Hlakka til að sjá ykkur á foreldramorgni.

Gæðastund 30.janúar 2018.
Velkomin á Gæðastund nk. þriðjudag en þá mun gestur okkar vera Gísli Jökull Gíslason, sagnfræðingur. Hann fjallar um bók sína Föðurlandsstríðið mikla og Maria Mitrofanova. Allir helstu liðir okkar gæðastunda verða á sínum stað. Við hlökkum til að taka á móti ykkur, kl. 13.30-15 í Setrinu.

[01/25/18]   Sunnudagur 28. janúar – Fjórði sunnudagur eftir þrettánda.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Tvær 9 ára stúlkur, þær Emelía Rut og Þórdís Emelía leika á fiðlur. Mikill almennur söngur. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

[01/22/18]   Velkomin á Gæðastund á morgun, 23.janúar,
en gestur okkar að þessu sinni verður Kristín Marja Baldursdóttir og mun hún fjalla um bók sína Svartalogn. Ljóð dagsins, fjöldasöngur, kaffi og veitingar í notalega safnaðarheimilinu okkar. Sjáumst.

[01/16/18]   Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður í fyrramálið kl.10-12. Við höfum það reglulega notalegt saman í safnaðarheimili kirkjunnar á fyrstu hæð. Fáum okkur bakkelsi og með því og spjöllum saman um allt sem máli skiptir, nefnilega litlu sjarmatröllin okkar.

[01/12/18]   Gleðilegt ár 2018.
Gæðastundir Vetur 2018


Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund hjá okkur í Háteigskirkju nk. þriðjudag kl. 13.30-15. Fyrsti gestur okkar verður Einar Már sem við hlökkum mikið til að hlusta á. Allir fastir liðir eins og venjulega. Hlökkum til að sjá ykkur.

16.jan. 2018 Einar Már Guðmundsson.

23.jan. 2018 Kristín Marja Baldursdóttir. Svartalogn.

30.jan. 2018 Gísli Jökull Gíslason. Föðurlandsstríðið mikla og Maria Mitrofanova.

6.feb. 2018 Jón Björnsson. Jakobsvegurinn.

13.feb. 2018 Gerður Kristný. Svipmyndir úr Háaleitishverfinu. Smartís.

20.feb. 2018 Guðmundur Brynjólfsson.

27.feb. 2018 Gunnar Þór Bjarnason. Spænska veikin.

6.mar. 2018 Kjarvalsstaðir. Myrkraverk. Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim.

13.mar. 2018 Þórey Dögg Jónsdóttir.

20.mar. 2018 Gísli Gíslason. Hafnarstjóri.

27.mar. 2018 Verður tilkynnt síðar.

Páskar

10.apr. 2018 Verður tilkynnt síðar.

17.apr. 2018 Verður tilkynnt síðar.

24.apr. 2018 Verður tilkynnt síðar.

10.maí 2018 Uppstigningardagur. Dagur eldri borgara. Messa kl. 14 og messukaffi í safnaðarheimili.

[01/11/18]   Sunnudagur 15. janúar – Annar sunnudagur eftir þrettánda.
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Símonar Ívarssonar sem einnig leikur einleik á gítar í messunni. Organisti Steinar Logi Helgason.

[01/11/18]   Seinni kynningarfundur fyrir 12 spora vinnu, verður nk. þriðjudagskvöld kl. 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.

[01/04/18]   Sunnudagur 7. janúar – Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda.
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti Steinar Logi Helgason.

Hér koma nokkrar myndir frá fjölskylduguðsþjónustunni áðan.

Hátíðleg fjölskyldumessa á 2. í jólum þar sem engla-fiðlukór spilaði fyrir okkur. Dásamlegt.

[12/19/17]   Helgihald í Háteigskirkju um jól og áramót
24. desember – Aðfangadagur.

Frá kl. 17:30 leika Örnólfur Kristjánsson og Helga Steinunn Torfadóttir á selló og fiðlu.
Aftansöngur kl. 18. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og séra Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran syngur einsöng með Kór Háteigskirkju. Organisti Steinar Logi Helgason.

25. desember – Jóladagur.

Hátíðarmessa kl. 14. Hátíðatón séra Bjarna Þorteinssonar sungið. Kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson.

26. desember – Annar í jólum.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, héraðsprestur flytur hugvekju.
Örnólfur Kristjánsson, Helga Steinunn Torfadóttir og börn leika á hljóðfæri.
Mikill Almennur söngur. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

31. desember – Gamlársdagur.

Aftansöngur kl. 18. Össur Ingi Jónsson leikur á óbó. Hátíðatón séra Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Kór Háteigskirkju syngur. Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

1. janúar – Nýársdagur.

Hátíðarmessa kl. 14. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson.

[12/16/17]   17.des. 3. sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11
Messa og barnastarf kl.11
3. sunnudagur í aðventu.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju leiðir messusöng

[12/12/17]   Síðasti foreldramorgun fyrir jól.
Miðvikudaginn 13.desember verður síðasti foreldramorguninn fyrir jól. Hlakka mikið til að sjá ykkur öll. Kl. 10-12.

[12/06/17]   Sunnudagur 10. desember – Annar sunnudagur í aðventu
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

[12/05/17]   Foreldramorgun kl. 10-12.
Alla miðvikudagsmorgna bjóðum við upp á samfélag foreldra og nýfæddra barna þeirra í safnaðarheimili kirkjunnar. Hjartanlega velkomin í hlýjuna til okkar. Kaffi og meðlæti, notalegt spjall og samvera.

[11/30/17]   3.des. 1. sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11
Messa og barnastarf kl.11
1. sunnudagur í aðventu.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju leiðir messusöng
Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hjartans þakkir fyrir hágæðastund dagsins kæru vinir. Yndislegt er að fá að fara inn í aðventuna með minninguna um hana í hjartanu. Þökkum gestum okkar, þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni fyrir komuna, það var dásamlegt að fá að hafa ykkur með okkur. Hér koma nokkrar myndir fyrir ykkur. Þangað til næst, gleðilega hátíð.

Við minnum á síðustu Gæðastund ársins, sem verður með hátíðlegum blæ í setrinu okkar, á morgun. Þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson ætla að vera sérstakir heiðursgestir okkar. Hlökkum til að sjá ykkur öll, kl. 13.30

[11/23/17]   Sunnudagur 26. nóvember – Síðasti sunnudagur kirkjuársins
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn frá DanceCenter Reykjavík koma fram undir stjórn Nönnu Óskar Jónsdóttur. Skírn og mikill almennur söngur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Gæðastund 28.nóvember 2017.
Þá er komið að síðustu gæðastund vetursins 2017. Við ætlum að njóta samverunnar, í hátíðarskapi og fáum til okkar dásamlega gesti sem við hyggjumst taka höfðinglega á móti. Það eru þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson sem ætla að eiga með okkur gæðastund. Allir fastir liðir eins og venjulega. Sjáumst á þriðjudaginn kemur, kl. 13.30-15.

Rannveig

Hittumst í hlýju safnaðarheimilinu í fyrramálið kl. 10-12. ☕️☃️🌟🍼

[11/19/17]   Gæðastund 21.nóvember 2017.
Verið velkomin á næstsíðustu Gæðastund ársins 2017. Gestur vikunnar verður Yrsa Sigurðardóttir, glæpa og spennusagnahöfundur. Hún á einmitt eina nýútkomna bók sem nefnist Gatið. Allir fastir liðir verða að sjálfsögðu á sínum stað.

[11/16/17]   Sunnudagur 19. nóvember messa og barnastarf.
Messa og barnastarf kl.11
Kór Listaháskóla Íslands syngur í messunni.
Organisti Steinar Logi Helgason
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Barnastarf, umsjá Hilmar Kristinsson.
Samskot renna til Nýrrar Dögunar.

Gæðastund 14.nóvember nk.
Verið velkomin á Gæðastund nk. þriðjudag. Við ætlum að vera þjóðleg í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Því fáum við til okkar yndislega fjölskyldu til að kveða rímur og heiðra okkur með nærveru sinni, þau ery Tríó Zimsen. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, Steinar Logi við píanóið og sr. Eiríkur með ljóð dagsins, og við Þórey sjáum um rest. Sjáumst á þriðjudag.

[11/08/17]   Sunnudagur 12. nóvember – Kristniboðsdagurinn.
Messa kl. 11. Guðlaugur Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sóknarpresti. Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar. Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti er Steinar Logi Helgason.
Messa kl. 11. Guðlaugur Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sóknarpresti. Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar. Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti er Steinar Logi Helgason.

Foreldramorgun í fyrramálið. Ég, þið og Regína Ósk! Sjáumst!

[11/03/17]   Allraheilagramessa kl.11 5.nóvember
Messa og barnastarf kl.11
Allraheilagramessa.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Félagar í Kór Háteigskirkju leiða messusöng.
Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar

Gæðastund 7.nóvember 2017.
Við þökkum fyrir yndislega Gæðastund á Ásmundarsafni sl. þriðjudag, það var frábært að sjá hversu mörg ykkar komust með. Næstkomandi þriðjudag kemur Karl Sigurbjörnsson og kynnir nýútkomna bók sína um Lúther. Við hittumst kl. 13.30 fáum okkur kaffi og meðlæti og fræðumst um Lúther. Allir velkomnir.

[10/31/17]   Foreldramorgnar á miðvikudagsmorgnum. Kaffiboð kl.10-12. Verið hjartanlega velkomin öll ☕️🍼🍩

Gæðastund 31.október 2017.
Nú bregðum við okkur af bæ, og skoðum hinar undurfögru styttur Ásmundar Sveinssonar. Fræðumst um þennan mikla listamann í Ásmundarsafni. Við brjótum upp hefðbundið prógram hér hjá okkur og hittumst þar, í Sigtúni, rétt fyrir kl. 13.30 og eigum saman gæðastund. Allir hjartanlega velkomnir.

[10/25/17]   Messa kl.11 sunnudaginn 29.október
Messa og barnastarf kl.11
Minnst verður siðbótar Lúters.
Valskórinn syngur í messunni, undir stjórn Báru Grímsdóttur.
Organisti er Steinar Logi Helgason.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Samskot munu renna til Hins íslenska biblíufélags.

[10/24/17]   Verið velkomin í morgunkaffi, og auðvitað bakkelsi, í fyrramálið, kl. 10-12, á foreldramorgun í safnaðarheimili Háteigskirkju. Við bjóðum upp á notalega samveru fyrir foreldra með börnin sín. Sjáumst í fyrramálið.

Takk fyrir yndislega Gæðastund í dag. Við þökkum Kristínu Steinsdóttur innilega fyrir upplestur úr nýjustu bók sinni "Ekki Vera Sár". Hér koma nokkrar myndir. Ég vil minna ykkur á, að við hittumst nk. þriðjudag í Ásmundarsafni.

[10/23/17]   Verið velkomin á Gæðastund morgundagsins, þriðjudaginn 24.október. Við höfum það notalegt í safnaðarheimilinu okkar, Ljóið dagsins verður flutt af sr. Eiríki Jóhannssyni og Steinar Logi leikur undir fjöldasöng. Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, kemur og les upp úr nýjasta verki sínu "Ekki vera sár" Kaffi og veitingar verða á sínum stað og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur.

[10/18/17]   Sunnudagur 21. október – Nítjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Hilmar Kristinsson flytur hugvekju. Mikill almennur söngur undir stjórn organistans Steinars Loga Helgasonar. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig

Ég vil minna á foreldramorguninn nk. miðvikudag, en Hrönn
Guðjónsdóttir verður hjá okkur, ætlar að taka sýnikennslu en hún er ungbarnanuddari. Það var frábært að fá hana í fyrra og sjá litlu krúttin njóta stundarinnar. Hún ætlar að byrja kl. 10, svo að gott væri að fá ykkur á svæðið kl 9.45, með mjúkt handklæði fyrir börnin ykkar að liggja á.

Rannveig

Næstkomandi miðvikudag fáum við til okkar Hrönn Guðjónsdóttur til að sýna okkur handtök í ungabarnanuddi. Við byrjum að nudda á slaginu kl. 10 svo að gott væri að vera komin kl. 9.45. Það eina sem þarf að hafa með er mjúkt og frekar stórt handklæði. Þið getið skoðað heimasíðu Hrannar á nalarognudd.is.

Hjartans þakkir fyrir síðast, þið sem komuð á sameiginlega foreldramorguninn. Við erum mikið glaðar hversu vel tókst til og höldum þessu samstarfi áfram.

[10/13/17]   Gæðastund þriðjudaginn 17.október nk.
Verið velkomin á Gæðastund nk. þriðjudags en þá mun sr. Eiríkur Jóhannsson beina athygli okkar að Náttúruperlum í N-Þingeyjarsýslu. Við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga saman yndislega stund, kaffi og meðlæti, fjöldasöngur og ljóð dagsins, kl. 13.30-15.

“hið góða líf” á fimmtudag kl. 17:45

Byrjað er með stuttri helgistund í kirkjunni og síðan farið í snarpan göngutúr um nágrennið.
umsjón Eiríkur Jóhannsson.

[10/11/17]   Sunnudagur 15. október messa og barnastarf. Góður gestur prédikar
Messa og barnastarf kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju syngur.
Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar.
Í messunni prédikar dr. Pauliina Kainulainen prestur frá Finnlandi en hún er þáttakandi á ráðstefnu alkirkjuráðsins um umhverfismál, sem haldin er hér á landi. Prédikunin verður þýdd yfir á íslensku.

Dagbókarfærsla fyrir morgundaginn:
Kl. 10
Bústaðarkirkja
Muna barn og bleyjutösku (eins og þurfi að minna á það! ;) )
Sjáumst.
Ps.Þetta er dagskráin

[10/10/17]   Verið velkomin á Foreldramorgun morgundagsins í Setrinu okkar notalega í Safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffi, meðlæti og spjall um heima og geima. Ég mun auðvitað minna ykkur á sameiginlega foreldramorguninn okkar sem verður í Bústaðakirkju á fimmtudaginn, ekki á morgun heldur hinn 😉, auk þess sem ég mun kynna fyrir ykkur kynningu á ungbarnanuddi sem við fáum til okkar í næstu viku. Hlakka til að sjá ykkur! Sjáumst í fyrramálið, til að byrja með.

[10/09/17]   Gæðastund 10.10 2017.
Gestur okkar á morgun verður Sr. María Ágústsdóttir, okkar. Það verður fróðlegt að heyra erindi hennar, en það ber yfirskriftina Heilsa. Við Þórey þurfum að hugsa vandlega um veitingarnar á morgun. Sjáumst kát og glöð.

[10/06/17]   Sunnudagur 8. október – Sautjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Messa og barna starf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Steinar Logi Helgason.

Verið hjartanlega velkomin foreldrar með smáfólk úr hvaða sókn sem er! Við reyndum þetta fyrst í mars sl. og nú er kominn tími til að bretta upp ermar á ný! Endilega deilið að vild, til að gera viðburðinn sem ánægjulegastann.


Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Featured Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Háteigsvegur 27-29
Reykjavík
105
Other Reykjavík places of worship (show all)
Kirkja heyrnarlausra Kirkja heyrnarlausra
Háaleitisbraut 66
Reykjavík, 103

Nýja Postula Kirkjan Ísland / NAC Reykjavik Iceland Nýja Postula Kirkjan Ísland / NAC Reykjavik Iceland
Reykjavík

Services will be hold times a year, please contact Pr. Torsten Hilke for further info. hilke.torsten@googlemail.com

Trinity Soundstation Intl. Trinity Soundstation Intl.
Reykjavík

Outer inter outer from longtime. Beint punanny riddim hljóð frá hjartanu eyjum!

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Nýja Avalon miðstöðin Nýja Avalon miðstöðin
Hverfisgata 105
Reykjavík, IS-101

Nýja Avalon miðstöðin er miðstöð Guðspekisamtakanna í Reykjavík. Guðspekisamtökin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu, The Theosophical Fellowship, sem hefur höfuðstöðvar í Ástralíu.

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

La cathédrale luthérienne de Reykjavik, est l’unique cathédrale luthérienne islandaise siège de l'Église d'Islande. Elle est située à Austurvöllur dans la partie occiden...

Postulakirkjan Beth-Shekhinah Postulakirkjan Beth-Shekhinah
Stórhöfði 15
Reykjavík, 110

Postulakirkjan Beth-Shekhinah er frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna.

Basarinn - Nytjamarkaður - Second-hand shop Basarinn - Nytjamarkaður - Second-hand shop
Háaleitisbraut 68, Austurveri
Reykjavík, 103

Nytjamarkaður - Secondhand shop. Austurveri. Við hlið Grensáskirkju.

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Catch The Fire Reykjavik - Kirkja Kærleikans Catch The Fire Reykjavik - Kirkja Kærleikans
Stangarhylur 7
Reykjavík, 110

CTF Kærleikurinn Er fríkirkja sem þráir að sjá leiðtoga rísa upp. Við viljum hjálpa fólki að finna sitt Identity svo það geti svo fundið draumana sína.

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Hátíð vonar Hátíð vonar
Háaleitisbraut 58-60
Reykjavík, 108 REYKJAVÍK

HÁTÍÐ VONAR var haldin 28. og 29. sept, 2013 í Laugardalshöll. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu hatidvonar.is