Háteigskirkja

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Háteigskirkja er opin virka daga kl. 9:00 til 16:00.

Prestar:
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Viðtalstímar þri. - fös. kl. 11-12.
helgasoffia@simnet.is

sr. Eiríkur Jóhannsson
Viðtalstímar mán. - fim. kl.11-12.
eirikur@kirkjan.is

Starfsmenn:
Kári Allansson, organisti.
kari@hateigskirkja.is

Kristján J. Eysteinsson, kirkjuvörður.
flax@internet.is

Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður.
rannveig@hateigskirkja.is


Helgihald í Háteigskirkju í dymbilviku og á páskum.

Pálmasunnudagur - 25. mars.

Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Skírdagur - 29. mars.

Messa kl. 20:00. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur - 27. mars.

Gæðastund fyrir eldri borgara kl. 13:30. Gestur samverunnar verður Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Mikill almennur söngur og góðar veitingar.

Föstudagurinn langi - 30. mars.

Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigfús Kristjánsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu les Píslarsöguna. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Páskadagur - 1. apríl.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar sungið. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar að guðsþjónustu lokinni.

Annar í páskum - 2. apríl.

Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

[03/21/18]   Foreldramorgunn afboðast því miður í dag vegna veikinda.

[03/20/18]   Foreldramorgunn miðvikudaginn 21.mars.
Velkomin foreldrar í fæðingarorlofi. Morgunkaffi og bakkelsi fyrir ykkur, kl. 10-12. Sjáumst.

[03/19/18]   Gæðastund 20.mars 2018.
Gestur okkar verður Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ætlar að rekja fyrir okkur sögu hafnarinnar fyrr og nú. Allir fastir liðir verða á sínum stað og allir eru að sjálfsögðu svo innilega velkomnir.Kl. 13.30-15 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Karlakórinn Esja hitar upp fyrir tónleika í kirkjunni sinni, sem gleður okkur svo sannarlega. Ætli þeir syngi Ég er kominn heim?

[03/14/18]   Velkomin á Foreldramorgun kl 10-12 nú á eftir. Dásamlegt morgunkaffi og bakkelsi, nærum líkama og anda á samveru fyrir foreldra í fæðingarorlofi.

[03/12/18]   Gæðastund 13.mars 2018 kl. 13.30-15.
Við þökkum innilega fyrir síðast á Kjarvalsstöðum, það var reglulega skemmtileg vettvangsferð. Á morgun hittumst við í Setrinu í Háteigskirkju og eigum saman huggulega stund. Allir okkar föstu liðir verða á sínum stað, ljóðalestur, bæn, fjöldasöngur og kaffiborð, allt á sínum stað, auk gestsins okkar, sem að þessu sinni er Þórey Dögg Jónsdóttir sem hampar lengsta starfstitli landsins, ef ekki bara heimsins, en hún er Framkvæmdarstjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæmis vestra.

[03/09/18]   Sunnudagur 11. mars - Miðfasta.

Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur 13. mars.

Aftansöngur kl. 20 í umsjón Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Steinars Loga Helgasonar, Kórs Háteigskirkju, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Eiríks Jóhannssonar.
Aftansöngur (evensong) er guðsþjónustuform að enskri fyrirmynd þar sem kórsöngur, víxlsöngvar og lestrar skiptast á. Flutt verða tónverk er tilheyra föstutímanum og eru eftir Poulenc, Messiaen, Jón Nordal, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson og Benjamin Britten. Allir hjartanlega velkomnir.

Annað kvöld í Grensáskirkju.

Foreldramorgun kl.10-12 í fyrramálið.
Foreldrar í fæðingarorlofi. Hún Dagmar ætlar að koma og kynna fyrir ykkur fallega hannaða línu fyrir ungbörn. Allir velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur á Kjarvalsstöðum kl. 13.30 í dag.

Velkomin á Kjarvalsstaði.
Gæðastund nk. þriðjudag kl. 13.30 fer fram á Kjarvalsstöðum, þar sem við munum hitta sýningarstjóra sem fer með okkur í gegnum sýningarnar, sem veitir okkur þal. dýpri innsýn í verkin og listamennina. Eftir sýningarröltið býður kirkjan upp á kaffi og eplaköku. Hlökkum til að sjá ykkur.

[03/02/18]   Messa kl.11. 4. mars. 3.sd í föstu
Messa kl.11
Karlakór Reykjavíkur sér um messusönginn að þessu sinni. Stjórnandi hans er Friðrik Kristinsson.
Þau sem hafa yndi af fögrum og kraftmiklum söng ættu því ekki að láta sig vanta.
Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

[02/27/18]   Foreldramorgunn.
Velkomin, foreldrar í fæðingarorlofi, kl.10-12 í fyrramálið. Morgunmaturkaffi og kósíheit í góðum félagsskap

Fjölskylduguðsþjónusta hefst eftir smá stund, og nú æfa þau Ingibjörg Fríða og Þorvaldur Davíðsson skemmtilegt verk eftir Iðunni Steinsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo spennandi og skemmtilegt. Velkomin öll, stór og smá.

[02/23/18]   Sunnudagur 25. febrúar – Annar sunnudagur í föstu
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ingibjörg Fríða Helgadóttir kemur fram. Mikill almennur söngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Gæðastund 27.febrúar 2018.
Velkomin öll á Gæðastund kl. 13.30-15. Að vanda byrjum við á ljóði dagsins, gleðisöng, kaffi og veitingum. Þvínæst bjóðum við gest vikunnar velkominn, en Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur, kemur og fræðir okkur almennt um árið 1918, frostaveturinn mikla, Kötlugosið, fullveldið og spænsku veikina.

[02/20/18]   Foreldramorgunn fellur niður í fyrramálið vegna afleitrar veðurspár. Við vonum að krúttin geti kúrt í öryggi innandyra, en hlökkum um leið enn frekar til að taka á móti ykkur í næstu viku.

[02/19/18]   Gæðastund á morgundagsins.
Velkomin á Gæðastund morgundagsins, 20.feb. 2018, en gestur okkar að þessu sinni verður Guðmundur Brynjólfsson. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, eins og okkar föstu liðir almennt

Þökkum ykkur, kæru vinir, fyrir dásamlega Gæðastund dagsins í dag. Gerður Kristný las upp úr bókinni sinni Smartís, og leyfði okkur að heyra spánýtt ljóð, sem er dásamlegt eins og allt sem kemur frá henni. Takk fyrir okkur.

Rannveig

Foreldramorgunn kl. 10-12.

Morgunkaffi í fyrramálið kl. 10-12. Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest, með litlu dásemdirnar ykkar. 🥐☕️🍼

Þriðjudagur 13.febrúar – Gæðastund
Velkomin á Gæðastund. Gestur okkar að þessu sinni verður Gerður Kristný sem ætlar að segja okkur frá, og lesa upp úr bók sinni Smartís. Söngur og gleði á Gæðastund, kaffi og meðlæti. Sjáumst.

Rannveig

Kæru foreldrar.
Því miður frestast heimsóknin frá smekkir.is vegna veikinda. Við óskum ykkur góðs bata og hlökkum til að hitta ykkur síðar. En í fyrramálið verðum við með notalegheitin í fyrirrúmi og njótum samvista með kaffi og bakkelsi í hönd. 🍼☕️🥐😉

[02/06/18]   Gæðastund 6.febrúar.
Velkomin á Gæðastund kæru vinir. Jón Björnsson verður gestur okkar í dag. Hann ætlar að greina frá, og sýna svipmyndir frá Jakobsveginum. Hér verður heitt á könnum og gómsætt undir tönn. Velkomin til okkar í notalega setrið.

[01/30/18]   Á morgni síðasta dags janúarmánaðar, nánar tiltekið í fyrramálið kl.10-12, ætlum við að hafa það æðislega kósý í kaffi/te og spjalli í safnaðarheimili kirkjunnar. Hlakka til að sjá ykkur á foreldramorgni.

Gæðastund 30.janúar 2018.
Velkomin á Gæðastund nk. þriðjudag en þá mun gestur okkar vera Gísli Jökull Gíslason, sagnfræðingur. Hann fjallar um bók sína Föðurlandsstríðið mikla og Maria Mitrofanova. Allir helstu liðir okkar gæðastunda verða á sínum stað. Við hlökkum til að taka á móti ykkur, kl. 13.30-15 í Setrinu.

[01/25/18]   Sunnudagur 28. janúar – Fjórði sunnudagur eftir þrettánda.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Tvær 9 ára stúlkur, þær Emelía Rut og Þórdís Emelía leika á fiðlur. Mikill almennur söngur. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

[01/22/18]   Velkomin á Gæðastund á morgun, 23.janúar,
en gestur okkar að þessu sinni verður Kristín Marja Baldursdóttir og mun hún fjalla um bók sína Svartalogn. Ljóð dagsins, fjöldasöngur, kaffi og veitingar í notalega safnaðarheimilinu okkar. Sjáumst.

[01/16/18]   Fyrsti foreldramorgunn vetrarins verður í fyrramálið kl.10-12. Við höfum það reglulega notalegt saman í safnaðarheimili kirkjunnar á fyrstu hæð. Fáum okkur bakkelsi og með því og spjöllum saman um allt sem máli skiptir, nefnilega litlu sjarmatröllin okkar.

[01/12/18]   Gleðilegt ár 2018.
Gæðastundir Vetur 2018


Verið hjartanlega velkomin á Gæðastund hjá okkur í Háteigskirkju nk. þriðjudag kl. 13.30-15. Fyrsti gestur okkar verður Einar Már sem við hlökkum mikið til að hlusta á. Allir fastir liðir eins og venjulega. Hlökkum til að sjá ykkur.

16.jan. 2018 Einar Már Guðmundsson.

23.jan. 2018 Kristín Marja Baldursdóttir. Svartalogn.

30.jan. 2018 Gísli Jökull Gíslason. Föðurlandsstríðið mikla og Maria Mitrofanova.

6.feb. 2018 Jón Björnsson. Jakobsvegurinn.

13.feb. 2018 Gerður Kristný. Svipmyndir úr Háaleitishverfinu. Smartís.

20.feb. 2018 Guðmundur Brynjólfsson.

27.feb. 2018 Gunnar Þór Bjarnason. Spænska veikin.

6.mar. 2018 Kjarvalsstaðir. Myrkraverk. Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim.

13.mar. 2018 Þórey Dögg Jónsdóttir.

20.mar. 2018 Gísli Gíslason. Hafnarstjóri.

27.mar. 2018 Verður tilkynnt síðar.

Páskar

10.apr. 2018 Verður tilkynnt síðar.

17.apr. 2018 Verður tilkynnt síðar.

24.apr. 2018 Verður tilkynnt síðar.

10.maí 2018 Uppstigningardagur. Dagur eldri borgara. Messa kl. 14 og messukaffi í safnaðarheimili.

[01/11/18]   Sunnudagur 15. janúar – Annar sunnudagur eftir þrettánda.
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Símonar Ívarssonar sem einnig leikur einleik á gítar í messunni. Organisti Steinar Logi Helgason.

[01/11/18]   Seinni kynningarfundur fyrir 12 spora vinnu, verður nk. þriðjudagskvöld kl. 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.

[01/04/18]   Sunnudagur 7. janúar – Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda.
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti Steinar Logi Helgason.

Hér koma nokkrar myndir frá fjölskylduguðsþjónustunni áðan.

Hátíðleg fjölskyldumessa á 2. í jólum þar sem engla-fiðlukór spilaði fyrir okkur. Dásamlegt.

[12/19/17]   Helgihald í Háteigskirkju um jól og áramót
24. desember – Aðfangadagur.

Frá kl. 17:30 leika Örnólfur Kristjánsson og Helga Steinunn Torfadóttir á selló og fiðlu.
Aftansöngur kl. 18. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og séra Eiríkur Jóhannsson þjónar fyrir altari.
Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran syngur einsöng með Kór Háteigskirkju. Organisti Steinar Logi Helgason.

25. desember – Jóladagur.

Hátíðarmessa kl. 14. Hátíðatón séra Bjarna Þorteinssonar sungið. Kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson.

26. desember – Annar í jólum.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, héraðsprestur flytur hugvekju.
Örnólfur Kristjánsson, Helga Steinunn Torfadóttir og börn leika á hljóðfæri.
Mikill Almennur söngur. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

31. desember – Gamlársdagur.

Aftansöngur kl. 18. Össur Ingi Jónsson leikur á óbó. Hátíðatón séra Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Kór Háteigskirkju syngur. Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

1. janúar – Nýársdagur.

Hátíðarmessa kl. 14. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson.

[12/16/17]   17.des. 3. sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11
Messa og barnastarf kl.11
3. sunnudagur í aðventu.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju leiðir messusöng

[12/12/17]   Síðasti foreldramorgun fyrir jól.
Miðvikudaginn 13.desember verður síðasti foreldramorguninn fyrir jól. Hlakka mikið til að sjá ykkur öll. Kl. 10-12.

[12/06/17]   Sunnudagur 10. desember – Annar sunnudagur í aðventu
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

[12/05/17]   Foreldramorgun kl. 10-12.
Alla miðvikudagsmorgna bjóðum við upp á samfélag foreldra og nýfæddra barna þeirra í safnaðarheimili kirkjunnar. Hjartanlega velkomin í hlýjuna til okkar. Kaffi og meðlæti, notalegt spjall og samvera.

[11/30/17]   3.des. 1. sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11
Messa og barnastarf kl.11
1. sunnudagur í aðventu.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju leiðir messusöng
Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Háteigsvegur 27-29
Reykjavík
105
Other Religious Organizations in Reykjavík (show all)
Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Kvenfélag Bústaðasóknar Kvenfélag Bústaðasóknar
Tunguvegi 25
Reykjavík, 108

Trinity Soundstation Intl. Trinity Soundstation Intl.
Reykjavík

Outer inter outer from longtime. Beint punanny riddim hljóð frá hjartanu eyjum!

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Kabbalah á Íslandi Kabbalah á Íslandi
Súðarvogur 7
Reykjavík, 105

Kabbalah.is er áhugamannafélag um visku og vísdóm sem fræði Kabbalah býr yfir, tilgangurinn með þessari síðu er að vekja athygli fólks á þessum valkosti og gera Kabbalah fræðin aðgengilegri fyrir íslendinga.

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Kirkja heyrnarlausra Kirkja heyrnarlausra
Háaleitisbraut 66
Reykjavík, 103

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

KSF - Kristilegt stúdentafélag KSF - Kristilegt stúdentafélag
Háaleitisbraut 58-60
Reykjavík, 108

(English below) Þetta er frétta- og upplýsinga síða Kristilegs stúdentafélags. This is the page of The Christian student club for Icelandic universities. Here we post updates and events.

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!