Háteigskirkja

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Háteigskirkja er opin virka daga kl. 9:00 til 16:00.

Prestar:
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Viðtalstímar þri. - fös. kl. 11-12.
helgasoffia@simnet.is

sr. Eiríkur Jóhannsson
Viðtalstímar mán. - fim. kl.11-12.
eirikur@kirkjan.is

Starfsmenn:
Kári Allansson, organisti.
kari@hateigskirkja.is

Kristján J. Eysteinsson, kirkjuvörður.
flax@internet.is

Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður.
rannveig@hateigskirkja.is


Mission: "Ég gróðursetti, Apollós vökvaði en Guð gaf vöxtinn. Þannig skiptir það engu hver gróðursetur eða hver vökvar. Það er Guð sem skiptir máli, hann gefur vöxtinn. Sá sem gróðursetur og sá sem vökvar eru eitt. En sérhver mun fá laun eftir erfiði sínu. Því að samverkamenn Guðs erum við, Guðs akurlendi, Guðs hús eruð þið. (IKor 3.6-7)

[01/11/19]   Gæðastundir veturinn 2019.
Gleðilegt ár, kæru vinir. Glæný dagskrá er tilbúin. Við hefjum leik nk. þriðjudag og fáum Helga Grímsson til að segja frá verkum sínum sem eru sýnd núna í Gallerí Göng. Allir helstu liðir verða á sínum stað og allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

15. jan. 2019 Helgi Grímsson. Málað með þræði.
22. jan. 2019 Karl Sigurbjörnsson. Landið helga.
29. jan. 2019 Ester Rut Unnsteinsdóttir.
Um tófuna.
5. feb. 2019 Frú Agnes M. Sigurðardóttir.
Vísitasía Biskups Íslands. Köllunin, biskupsþjónustan.
12. feb. 2019 Sr. Hreinn Hákonarson.
Sjúkrahús verður fangelsi.
19. feb. 2019 Halldór Björnsson.
Loftslagsbreytingar.
26. feb. 2019 Óttar Guðmundsson og Jóhanna Þórhallsdóttir.
Lífið og tilveran.
5. mars 2019 Katla Kjartansdóttir.
Um Geirfuglinn.
12.mars 2019 Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hið heilaga orð.
19.mars 2019 Inga Jóna Þórisdóttir.
Hvítabirnir á Íslandi.
26.mars 2019 Magnea Sverrisdóttir.
Lúterska Heimssambandið.
2.apríl 2019 Erna Indriðadóttir.
Lifið núna.
9.apríl 2019 Vilborg Oddsdóttir.
Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs Kirkjunnar.
16.apríl 2019 verður tilkynnt síðar
30.apríl 2019 verður tilkynnt síðar

[01/10/19]   Sunnudagur 13. janúar – Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda.
Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Samskot dagsins renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

[01/04/19]   Þrettándinn – 6. janúar.
Messa kl. 11

Sr. Eiríkur Jóhannsson.

Organisti Guðný Einarsdóttir.

Kordía, kór Háteigskirkju syngur.

Jól og Áramót í Háteigskirkju.

Sunnudagur 23. desember – Þorláksmessa.

Engin messa.

Aðfangadagur 24. desember.

Kl. 17:30 Örnólfur Kristjánsson og Helga Steinunn Torfadóttir leika klassíska tónlist á selló og fiðlu.

Kl. 18:00 Aftansöngur kl. 18. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur, einsöngvari er Alda Úlfarsdóttir. Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta. Séra Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttir. Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Jóladagur 25. desember.

Kl. 14:00 Hátíðarmessa .
Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Annar í jólum 26. desember.

Kl. 14:00 Fjölskylduguðsþjónusta
Tónlistarnemendur Helgu Steinunnar Torfadóttir leika á hljóðfæri sín. Dúó Stemma syngur og leikur.
Fermingarbarn les jólaguðspjallið. Mikill almennur söngur.
Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Sunnudagur 30. desember.

Engin messa.

Gamlársdagur 31. desember.

Kl. 18:00 Aftansöngur
Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir syngur einsöng.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.

Nýársdagur 1. janúar.

Kl. 14:00 Hátíðarmessa
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskiriju syngur, einsöngvari er Sara Gríms.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.


Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd Háteigskirkju óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og blessunar á nýju ári.

Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna á hátíðunum og njótið uppbyggilegrar samveru og helgi.

[12/07/18]   Messa og barnastarf 9. desember kl.11. Annar sunnudagur í aðventu.
Messa og barnastarf kl.11 á öðrum sunnudegi í aðventu.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Kristján Hrannar Pálsson
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir sér um barnastarf.

[12/04/18]   Síðasti foreldramorgunn fyrir jól verður í fyrramálið kl. 10-12. Ég vonast til að sjá ykkur sem flest og að við getum átt reglulega huggulega stund saman!

[12/01/18]   Fyrsti sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11
Fyrsti sunnudagur í aðventu. Messa kl.11
Kordía kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Guðný Einarsdóttir.
Prestur Ása Laufey Sæmundsdóttir.
Umsjón með barnastarfi: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Velkomin á síðustu Gæðastund ársins 2018. Gestur okkar að þessu sinni verður Dr. Gunnlaugur A. Jónsson sem mun tala um afa sinn Sigvalda Kaldalóns og hefur Guðný Einarsdóttir, organisti, útbúið sérstakt sönghefti í tilefni þess. Hátíðarkaffi og veitingar. Sjáumst kl.13.30-15 á morgun.

[11/20/18]   Minni á foreldramorguninn í fyrramálið, sem fer fram milli kl. 10-12, en Eyrún Eggertsdóttir kemur og kynnir okkur fyrir hönnun sinni "Lúlla-doll". Allir velkomnir í safnaðarheimilið.

[11/19/18]   Gæðastund 20.nóvember.
Velkomin öll á Gæðastund á þriðjudag nk, 20.nóvember. Gestur okkar að þessu sinni er Karítas Kristjánsdóttir, og mun hún fjalla um Valgerði Jónsdóttur, biskupsfrú í Skálholti. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, ljóð dagsing og fjöldasöngur einnig.

[11/13/18]   Foreldramorgunn kl. 10-12 í fyrramálið! Hlakka til að sjá ykkur með yndishnoðrana ykkar Kaffi og meðlæti að vanda! Sjáumst.

Velkomin öll á Gæðastund á þriðjudag nk., 13.nóvember. Gestur okkar að þessu sinni er Karítas Kristjánsdóttir, og mun hún fjalla um Valgerði Jónsdóttur, biskupsfrú í Skálholti. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, Ljóð dagsing og fjöldasöngur einnig. Meðfylgjandi myndir eru frá síðustu Gæðastund, þá kom Pétur Blöndal til okkar og fjallaði um Limrur.

Fallegt var í kirkjunni okkar í morgun, á Kristniboðsdeginum. Valskórinn söng undir stjórn Báru Grímsdóttur, og Kristján Hrannar lék á orgel og píanó, og dóttir hans hafði stórt hlutverk í ræðu Sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur.

[11/10/18]   Sunnudagur 11. nóvember – Kristniboðsdagurinn.
Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur. Valskórinn syngur undir stjórn Báru Grímsdóttur. Jón Guðmundsson leikur á þverflautu. Samskot dagsins renna til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.

[11/05/18]   Á morgun, 6.nóvember, verður gestur okkar Pétur Blöndal og mun hann fjalla um bók sína Limrur. Kaffiveitingar og almenn huggulegheit í setrinu okkar á 1. hæð. Kl. 13.30-15.

Krúttasálmar í dag kl. 16:30 fyrir söngelsk börn á leikskólaaldri og foreldra þeirra, verið hjartanlega velkomin!

[10/29/18]   Gæðastund 30.október 2018.
Verið velkomin öll á Gæðastundina okkar. Gestur okkar að þessu sinni verður enginn annar en okkar heimamaður, Sr Eiríkur Jóhannsson, en hann ætlar að gefa okkur innsýn í lífshlaup Kristjáns fjallaskálds. Kaffi og meðlæti verða á sínum stað.

[10/27/18]   Sunnudagur 28. október – 22. sunnudagur eftir þrenningsrhátíð.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ungir hljóðfæraleikarar koma fram undir stjórn Helgu Steinunnar Torfadóttur, fiðluleikara. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Mikill almennur söngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Þakkir fyrir dásamlega Gæðastund í dag. Það var heillandi að heyra um Grasnytjar á Íslandi og fá kynningu á dásamlegri bók Guðrúnar Bjarnadóttur. Hér koma nokkrar myndir.

[10/22/18]   Gæðastund morgundagsins.
Velkomin til okkar í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun, 23. október. Guðrún Bjarnadóttir verður gestur okkar að þessu sinni, en hún hefur nýverið gefið út bókina Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga. Við hlökkum mikið til að heyra meira um hana. Allir fastir liðir verða á sínum stað, eins og venjulega.

Sunnudagur 21. október - 21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Messa kl. 11. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Litlu börnin koma fyrst í kirkjuna og fara svo út í safnaðarheimili og fá barnaguðsþjónustu þar í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur. Elín Bryndís Snorradóttir syngur einsöng í messunni og Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Krýsuvíkursamtakanna. Allir hjartanlega velkomnir.

Í sjöunda himni (styttri útgáfa með texta)

Það er fjör hjá okkur í sunnudagaskólanum! Komdu með!

Í SJÖUNDA HIMNI Höfundur lags: Guðmundur Karl Brynjarsson Hljóðupptökur: Helgi Reynir Jónsson og Þröstur Jóhannsson Undirspil og hljóðblöndun: Helgi Reynir J...

[10/15/18]   Velkomin á Gæðastund á morgun, þriðjudaginn 16.október. Gestur okkar verður sr.Sigfús Kristjánsson og mun hann fjalla um skátana. Við Þórey sjáum um veisluborðið, og sr. Eiríkur mun opna stundin a með okkur. Hlökkum til að sjá ykkur.

[10/08/18]   Sunnudagur 14.október 2018.
Messa kl. 11.

Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar og predikar.

Tónlistina leiðir Gísli Magna ásamt Léttsveit Reykjavíkur.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur. Í sunnudagaskólanum er sungið, hlýtt á sögur og brugðið á leik.
Nánar á hateigskirkja.is

[10/08/18]   Gæðastundir kl. 13.30-15 á þriðjudögum.
Á morgun, 9. október kemur Jón Björnsson og uppfræðir okkur um Jakobsveginn. Allir fastir liðir eru á sínum stað eins og venjulega. Ég læt hér fylgja með dagskrána sem hefur aðeins breyst frá upphafi.

16. okt. Sr. Sigfús Kristjánsson. Um skátana.

23. okt. Guðrún Bjarnadóttir. Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga.

30. okt. Sr. Eiríkur Jóhannsson. Lífshlaup Kristjáns fjallaskálds.

6.nóv. Pétur Blöndal. Limrur.

13.nóv. Karítas Kristjánsdóttir. Frú Valgerður Jónsdóttir, biskupsfrú í Skálholti.

20.nóv. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir. Dagur Íslenskrar Tungu.

27. nóv. Gunnlaugur A. Jónsson. Sigvaldi Kaldalóns.

Sjáumst á morgun kæru vinir.

[10/04/18]   Gæðastund 9.október 2018.
Velkomin til okkar í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13.30-15. Sr.Ása Laufey Sæmundsdóttir verður með okkur í fjarveru Sr.Eiríks Jóhannssonar, hún flytur Ljóð Dagsins og helgar stundina Guði. Guðný Einarsdóttir leikur undir fjöldasöng, kaffi, veitingar og gestur dagsins verður Jón Björnsson, en hann mun tala um Jakobsveginn. Allir eru hjartanlega velkomnir á Gæðastund.

[10/04/18]   Sunnudagurinn 7.október, messa og barnastarf kl 11:00
Kordía kór Háteigskirkju syngur
organisti Guðný Einarsdóttir
prestur Eiríkur Jóhannsson.

Barnastarf er í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur.

Samskot renna til Krísuvíkursamtakanna.

[10/02/18]   Hlökkum til að sjá ykkur á Gæðastundinni í dag.
Því miður forfallast Ester Rut Unnsteinsdóttir, en við vonumst til að fá hana til okkar síðar. En þá er gott að geta hringt í vin, sem ég og gerði. Sr. Eiríkur Jóhannsson ætlar að vera með forvitnilegt erindi um “Bona prins”. Sjáumst því kl. 13.30, hér svigna borðin undan kræsingum.

[10/01/18]   Velkomin á Gæðastund morgundagsins. Gestur okkar verður Ester Rut Unnsteinsdóttir, en hún starfar á Náttúrufræðistofnun Íslands og ætlar að fjalla um Tófuna. Ljóð dagsins, fjöldasöngur, kaffi og meðlæti, næring fyrir líkama og sál, kl.13.30-15 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Messa og barnastarf 30. september kl.11:00 kl.11:00
Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Það er ekki á hverjum degi sem heill karlakór leiðir söng í messu, nokkuð sem vert er að verða vitni að .

Barnastarfið er í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur. Tónlist og söngur, bænir og fræðsla. Hver mætir í sunnudagaskólann á sunnudaginn? Þessir félagar á myndinni eru spenntir að hitta alla káta krakka. Sjáumst.

[09/25/18]   Miðvikudagsmorgnar eru Foreldramorgnar.
Sjáumst kl. 10-12 í fyrramálið í Setrinu, safnaðarheimilismegin. Það er sko hlýtt og notalegt hjá okkur í kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur.

[09/22/18]   Messa sunnudaginn 23. september 2018.
Prestur: Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir.
Barnastarf í umsjá Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur

[09/21/18]   Gæðastund 25.september 2018.
Helgi Skúli Kjartansson verður gestur dagsins og fjallar um ástarbréf Sigurðar Nordal (

[09/17/18]   Gæðastund 18.september 2018.
Við bregðum okkur af bæ til að ná sýningu sem er að ljúka á Kjarvalsstöðum. Yfirskrift sýningarinnar er: Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? Hittumst á Kjarvalsstöðum kl. 13.30 og hittum þar starfsmann sem gengur með okkur í gegn um sýninguna, og dýpkar um leið upplifun okkar. Tyllum okkur að því loknu á kaffihúsið þar, og gæðum okkur á ljúffengri eplaköku og kaffibolla. Sjáumst kl. 13.30 á morgun, á Kjarvalsstöðum.

[09/14/18]   Sunnudagurinn 16. september - Messa og barnastarf kl.11:00
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Guðný Einarsdóttir.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot dagsins renna til Krísuvíkursamtakanna.

[09/13/18]   Á morgun, föstudag kl. 10:30, hefjast Krílasálmar, tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra í Háteigskirkju. Umsjón hefur Guðný Einarsdóttir organisti. Öll kríli og foreldrar hjartanlega velkomin :)

Þökkum yndislega Gæðastund í dag. Fyrst vil ég þakka Ólínu Þorvarðardóttur fyrir virkilega áhugaverða og skemmtilega tölu og svo ykkur hinum sem gerið stundina alltaf að hágæðastund. Næst ætlum við að hittast á Kjarvalsstöðum, en meira um það síðar. Hér koma nokkrar myndir. 🌞

[09/10/18]   Dagskrá Gæðastunda Haustið 2018 hefur verið gerð opinber, verið því hjartanlega velkomin á morgun kl.13.30. Ólína Þorvarðardóttir verður fyrsti gesturinn okkar og fjallar hún um Óttann við hið óþekkta. Allir fastir liðir verða á sínum stað að vanda, Sr. Eiríkur Jóhannsson flytur ljóð dagsins og helgar stundina Guði, fjöldasöngur sem Guðný Einarsdóttir, nýi organistinn okkar stjórnar, kaffi og meðlæti. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur.

Barnastarf kirkjunnar

Sunnudagaskólinn er að byrja - komdu og vertu með!

Sunnudagur 2.septermber – Messa og Sunnudagaskóli.
Næstkomandi sunnudag hefst barnastarfið í kirkjum landsins. Við höfum fengið til liðs við okkur Ágústu Dómhildi, sem er guðfræðinemi og ætlar að sjá um barnastarfið í vetur. Við bjóðum hana velkomna til okkar og vonum að foreldrar, afar og ömmur, fjölmenni með börnin sín. Einnig viljum við bjóða nýja organistann okkar hjartanlega velkomna, en það er Guðný Einarsdóttir. Guðný hefur verið með Krílasálmanámskeið hér hjá okkur svo að við höfum fengið að kynnast henni þar. Tilhlökkunin er mikil hjá okkur á þessu hausti.

Prestur er Sr. Eiríkur Jóhannsson. Organisti Guðný Einarsdóttir.

Untitled Album

Háteigskirkja

[08/30/18]   Glæný dagskrá fyrir Gæðastundir Haustið 2018.
Við hlökkum til að sjá ykkur 11.september nk.

11. sept. Ólína Þorvarðardóttir. Óttinn við hið óþekkta.

18. sept. Kjarvalsstaðir.
Einskismannsland - Ríkir þar fegurðin ein?

25.sept. Helgi Skúli Kjartansson.
Um ástarbréf Sigurðar Nordal.

2. okt Ester Rut Unnsteinsdóttir.
Náttúrufræðistofnun Íslands. Um tófuna.

9. okt. Jón Björnsson.
Um Jakobsveginn.

16. okt. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir.
Dagur Íslenskrar Tungu.

23. okt. Guðrún Bjarnadóttir.
Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga.

30. okt. Sr. Eiríkur Jóhannsson.
Lífshlaup Kristjáns fjallaskálds.

6.nóv. Pétur Blöndal.
Limrur.

13.nóv. Karítas Kristjánsdóttir.
Frú Valgerður Jónsdóttir, biskupsfrú í Skálholti.

20.nóv. Verður tilkynnt síðar.

27. nóv. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson.
Sigvaldi Kaldalóns.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Háteigsvegur 27-29
Reykjavík
105
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.