Háteigskirkja

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Háteigskirkja er opin virka daga kl. 9:00 til 16:00.

Prestar:
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Viðtalstímar þri. - fös. kl. 11-12.
helgasoffia@simnet.is

sr. Eiríkur Jóhannsson
Viðtalstímar mán. - fim. kl.11-12.
eirikur@kirkjan.is

Starfsmenn:
Kári Allansson, organisti.
kari@hateigskirkja.is

Kristján J. Eysteinsson, kirkjuvörður.
flax@internet.is

Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður.
rannveig@hateigskirkja.is


Axel Á Njarðvík héraðsprestur Suðurprófastsdæmis messar í Háteigskirkju á Lýðveldisdeginum 17. júní kl. 11
Organisti Steinar Logi Helgason.

Rannveig

Kæru foreldrar og snúllubörnin þeirra. Þá er komið að síðasta skiptinu okkar í bili, mikið mun ég sakna ykkar! Ég minni á snilldar hugmyndina um "pálínuboð" á morgun, eða potlock eins og það er kallað. sr. Helga Soffía ætlar að fara með okkur inn í kirkju kl. 11 og eiga með okkur stund þar, syngja og spjalla við okkur. Hlökkum til að sjá ykkur.

[06/05/18]   Staða organisti í Háteigskirkju er laus til umsóknar.
Sóknarnefnd Háteigskirkju óskar eftir að ráða organista í 80% starf í Háteigskirkju.

Verksvið organista er samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum Þjóðkirkjunnar nr. 1074/2017.

Leitað er eftir vel menntuðum organista, kröftugum stjórnanda og leiðtoga, sem er tilbúinn að taka að sér krefjandi og metnaðarfullt starf. Áhersla er lögð á lipurð og sveigjanleika í mannlegum samskiptum.

Laun samkvæmt launasamnigi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO Organistadeild FÍH.

Með vísan í ofangreindar starfsreglur nr. 1074/2017 hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til 17. júní 2018.

Skriflegar umsóknir skulu sendast til Sóknarnefndar Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29, 105 Reykjavík eða á rafrænu formi á hateigskirkja@hateigskirkja.is

Nánari upplýsingar um starfið veita formaður sóknarnefndar Sigríður Guðmundsdóttir sími 824 5291 og sóknarprestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir símar 511 5401 og 860 9997.

[06/01/18]   Messa kl.11:00 á sjómannadegi.
Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

[05/24/18]   Sunnudagur 27. maí – Þrenningarhátíð
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Þórdís Emilía Aronsdóttir og Emilía Rut Kristjánsdóttir leika konsert eftir Bach fyrir tvær fiðlur undir stjórn Helgu Steinunnar Torfadóttur. Kvennakórinn Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Mikill almennur söngur. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir. Grillað í garðinum að guðsþjónustu lokinni í boði sóknarnefndar. Allir hjartanlega velkomnir.

Rannveig

Minni á kynningu á RIE í fyrramálið. Er mjög spennt að heyra, en þið?

foxnews.com

If you liked the Royal Wedding sermon on Saturday, go to church on Sunday

foxnews.com I knew it was going to be a great sermon, and I knew Bishop Michael Curry, head of the Episcopal Church in the USA, would preach about love.

[05/18/18]   20. maí Hvítasunna kl.11
Hvítasunna, hátíð heilags anda.
Messa kl.11
Kór Háteigskirkju leiðir sönginn.
Jón Guðmundsson leikur á þverflautu.
Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur Eiríkur Jóhannsson

Foreldramorgunn 23.maí 2018 KL.10-12.
Kynning á uppeldisaðferð, RIE, eða Respectful Parenting.

[05/11/18]   Sunnudagur 13. maí – Sjötti sunnudagur eftir páska.
Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Steinar Logi Helgason. Messunni verður útvarpað beint á Rás 1.

[05/08/18]   Fjölskylduguðsþjónusta á degi aldraðra í Háteigskirkju.
Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maíverður fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju kl. 14. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur setur séra Evu Björk Valdimarsdóttur inn í embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Eva Björk flytur hugvekju og séra Eiríkur Jóhannsson fer með bænir. Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur við undirleik Bjarkar Sigurðardóttur. Mikill almennur söngur. Organisti er Steinar Logi Helgason. Veitingar í boði sóknarnefndar í Safnaðarheimili Háteigskirkju að guðsþjónustu lokinni.

[05/03/18]   6.maí. Messa, súpa og aðalsafnaðarfundur.
Messa kl.11 Hinn almenni bænadagur

Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Súpa í boði eftir messu.
Í framhaldi af því hefst aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar.

[04/30/18]   Foreldramorgunn nk. miðvikudag kl. 10-12. Fáum okkur morgunkaffi saman og spjöllum um heima, geima og allt þar á milli. Svo í næstu viku fáum við kynningu á Krílafimi, sem er ofsalega spennandi fyrirbæri. Hlakka til að sjá ykkur.

[04/27/18]   Sunnudagur 29. apríl – Fjórði sunnudagur eftir páska.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ingibjörg Fríða Helgadóttir syngur og spjallar við börnin. Mikill almennur söngur. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir

Þökkum fyrir hágæðastundir vetrarins, allar dýrmætar minningar um tíma vel varið með ykkur. Hér koma nokkrar myndir. Hlökkum til að sjá ykkur aftur.

Rannveig

Velkomin til okkar í fyrramálið í morgunkaffi og með því! Sumarið er komið og tilvalið að koma við hjá okkur og spjalla í notalegheitum um lífið og tilveruna! Kl. 10-12.

[04/20/18]   Gæðastund 24.apríl 2018.
Gleðilegt sumar, kæru vinir. Næstkomandi þriðjudag verður síðasta Gæðastund vetrarins. Við fáum Sigurbjörn Þorkelsson,rithöfund, til að lesa upp úr verkum sínum, fáum okkur sumarkaffi og meðlæti og höfum það reglulega notalegt saman. Kl.13.30-15.

[04/18/18]   Sunnudagur 22. apríl – Þriðji sunnudagur eftir páska.
Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands syngur þrjú verk eftir íslensk kventónskáld, þær Báru Grímsdóttur, Svanfríði H. Gunnarsdóttur og Þóru Marteinsdóttur. Organisti er Steinar Logi Helgason.

Rannveig

Þá er komið að því að kíkja í heimsókn á foreldramorgna í Hallgrimskirkju. Það verður sem sagt nk. miðvikudagsmorgun kl. 10-12. Við ætlum að kynna okkur Krílafimi þar, með foreldrum úr hallgrímssókn. Foreldramorgnarnir fara fram í kórkjallara Hallgrímskirkju, og ef veðrið er gott stefni ég að leggja af stað fótgangandi héðan kl. 9.45, allir velkomnir að ganga með. ;) Endilega meldið ykkur á auglýsinguna sem ég deili hér með ykkur.

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann, aðeins tvær gæðastundir eftir.....

Gæðastund 17.apríl 2018.
Verið velkomin á Gæðastund kl. 13.30-15 á morgun. Gestur okkar verður Þorvaldur Friðriksson og ætlar að segja okkur frá Jóni Indíafara. Kaffi og með því, sr. Eiríkur Jóhannsson og Ljóð dagsins. Verið hjartanlega velkomin öll.

Rannveig

Velkomin öll á Foreldramorgun í fyrramálið 🌞 Kl.10-12. Morgunkaffi og með því, spjall og almenn notalegheit. Sjáumst! 🐣🌼🌞☕️🍼

[04/09/18]   Gæðastund 10.apríl 2018.
Velkomin á Gæðastund morgundagsins kæru vinir. Nú er farið að síga á seinni hlutann hjá okkur. Gestur morgundagsins verður okkar marður sr. Eiríkur Jóhannsson og mun Helga Vilborg Sigurjónsdóttir annast undirleik í fjöldasöngnum okkar. Í næstu viku, nánar tiltekið 17.apríl, fáum við svo til okkar Þorvald Friðriksson, sem ætlar að segja okkur frá Jóni Indíafara. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Gleðidagur í dag. Fermd voru 12 yndisleg börn. Það hefur verið gleðilegt að hafa þau með okkur í vetur, ásamt hinum sem fermd voru sl. sunnudag og þeim sem fermd verða nk. sunnudag, og minnum við þau á að hér erum við, og dyrnar eru alltaf opnar fyrir þeim. Gleðilega páska og til hamingju!

Helgihald í Háteigskirkju í dymbilviku og á páskum.

Pálmasunnudagur - 25. mars.

Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Skírdagur - 29. mars.

Messa kl. 20:00. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur - 27. mars.

Gæðastund fyrir eldri borgara kl. 13:30. Gestur samverunnar verður Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Mikill almennur söngur og góðar veitingar.

Föstudagurinn langi - 30. mars.

Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigfús Kristjánsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu les Píslarsöguna. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Páskadagur - 1. apríl.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar sungið. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar að guðsþjónustu lokinni.

Annar í páskum - 2. apríl.

Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

[03/21/18]   Foreldramorgunn afboðast því miður í dag vegna veikinda.

[03/20/18]   Foreldramorgunn miðvikudaginn 21.mars.
Velkomin foreldrar í fæðingarorlofi. Morgunkaffi og bakkelsi fyrir ykkur, kl. 10-12. Sjáumst.

[03/19/18]   Gæðastund 20.mars 2018.
Gestur okkar verður Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ætlar að rekja fyrir okkur sögu hafnarinnar fyrr og nú. Allir fastir liðir verða á sínum stað og allir eru að sjálfsögðu svo innilega velkomnir.Kl. 13.30-15 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Karlakórinn Esja hitar upp fyrir tónleika í kirkjunni sinni, sem gleður okkur svo sannarlega. Ætli þeir syngi Ég er kominn heim?

[03/14/18]   Velkomin á Foreldramorgun kl 10-12 nú á eftir. Dásamlegt morgunkaffi og bakkelsi, nærum líkama og anda á samveru fyrir foreldra í fæðingarorlofi.

[03/12/18]   Gæðastund 13.mars 2018 kl. 13.30-15.
Við þökkum innilega fyrir síðast á Kjarvalsstöðum, það var reglulega skemmtileg vettvangsferð. Á morgun hittumst við í Setrinu í Háteigskirkju og eigum saman huggulega stund. Allir okkar föstu liðir verða á sínum stað, ljóðalestur, bæn, fjöldasöngur og kaffiborð, allt á sínum stað, auk gestsins okkar, sem að þessu sinni er Þórey Dögg Jónsdóttir sem hampar lengsta starfstitli landsins, ef ekki bara heimsins, en hún er Framkvæmdarstjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæmis vestra.

[03/09/18]   Sunnudagur 11. mars - Miðfasta.

Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur 13. mars.

Aftansöngur kl. 20 í umsjón Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Steinars Loga Helgasonar, Kórs Háteigskirkju, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Eiríks Jóhannssonar.
Aftansöngur (evensong) er guðsþjónustuform að enskri fyrirmynd þar sem kórsöngur, víxlsöngvar og lestrar skiptast á. Flutt verða tónverk er tilheyra föstutímanum og eru eftir Poulenc, Messiaen, Jón Nordal, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson og Benjamin Britten. Allir hjartanlega velkomnir.

Annað kvöld í Grensáskirkju.

Foreldramorgun kl.10-12 í fyrramálið.
Foreldrar í fæðingarorlofi. Hún Dagmar ætlar að koma og kynna fyrir ykkur fallega hannaða línu fyrir ungbörn. Allir velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur á Kjarvalsstöðum kl. 13.30 í dag.

Velkomin á Kjarvalsstaði.
Gæðastund nk. þriðjudag kl. 13.30 fer fram á Kjarvalsstöðum, þar sem við munum hitta sýningarstjóra sem fer með okkur í gegnum sýningarnar, sem veitir okkur þal. dýpri innsýn í verkin og listamennina. Eftir sýningarröltið býður kirkjan upp á kaffi og eplaköku. Hlökkum til að sjá ykkur.

[03/02/18]   Messa kl.11. 4. mars. 3.sd í föstu
Messa kl.11
Karlakór Reykjavíkur sér um messusönginn að þessu sinni. Stjórnandi hans er Friðrik Kristinsson.
Þau sem hafa yndi af fögrum og kraftmiklum söng ættu því ekki að láta sig vanta.
Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

[02/27/18]   Foreldramorgunn.
Velkomin, foreldrar í fæðingarorlofi, kl.10-12 í fyrramálið. Morgunmaturkaffi og kósíheit í góðum félagsskap

Fjölskylduguðsþjónusta hefst eftir smá stund, og nú æfa þau Ingibjörg Fríða og Þorvaldur Davíðsson skemmtilegt verk eftir Iðunni Steinsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Svo spennandi og skemmtilegt. Velkomin öll, stór og smá.

[02/23/18]   Sunnudagur 25. febrúar – Annar sunnudagur í föstu
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ingibjörg Fríða Helgadóttir kemur fram. Mikill almennur söngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Háteigsvegur 27-29
Reykjavík
105
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík