Háteigskirkja

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Háteigskirkja er opin virka daga kl. 9:00 til 16:00.

Prestar:
sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Viðtalstímar þri. - fös. kl. 11-12.
helgasoffia@simnet.is

sr. Eiríkur Jóhannsson
Viðtalstímar mán. - fim. kl.11-12.
eirikur@kirkjan.is

Starfsmenn:
Kári Allansson, organisti.
kari@hateigskirkja.is

Kristján J. Eysteinsson, kirkjuvörður.
flax@internet.is

Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður.
rannveig@hateigskirkja.is


[09/08/17]   Dagskrá Gæðastunda haustið 2017 er tibúin og nú hlökkum við mikið til að hefja starfið nk. þriðjudag kl. 13.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.

12.sept. 2017 Hrafn Sveinbjarnarson. Sagnfræðingur. Skjalaspjall.

19.sept. 2017 Azeb eigandi Minilik á Flúðum lagar kaffi að Eþíópískum sið og Helga Vilborg syngur.

26.sept. 2017 Þorvaldur Friðriksson. Skrímsli.

03.okt. 2017 Vala Björg Garðarsdóttir. Fornleifafræðingur. Víkurkirkjugarður.

10.okt. 2017 Sr. María Ágústsdóttir. Heilsa.

17.okt. 2017 Ásmundarsafn. Við hittumst þar og fáum leiðsögn
um safnið.

24.okt. 2017 Verður tilkynnt síðar.

31.okt. 2017 Verður tilkynnt síðar.

07.nóv. 2017 Sr. Eiríkur Jóhannsson. Náttúruperlur í N-Þingeyjarsýslu.

14.nóv. 2017 Tríó Zimsen.

21.nóv. 2017 Yrsa Sigurðardóttir. Glæpa og spennusagnahöfundur.

28.nóv. 2017 Verður tilkynnt síðar

[09/07/17]   Sunnudagur 10. september – Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur er komin aftur til starfa og prédikar og þjónar fyrir altari í messunni. Barnastarfið er að fara í gang og verður í umsjá Hilmars Kristinssonar. Félagar úr kór Háteigskirkju syngja og organisti er Kári Allansson. Allir hjartanlega velkomnir

Rannveig

Því miður fellur foreldramorguninn niður í fyrramálið, og þykir mér það mikið leitt. En við sjáumst hress og kát í næstu viku.

VELKOMIN KÆRU NÝBÖKUÐU FORELDRAR Á FORELDRAMORGUN Í HÁTEIGSKIRKJU. 😉

Við bjóðum upp á samfélag fyrir yngstu kynslóðina, og foreldra þeirra Við hellum upp á kaffi og te, sækjum næringu með því, nærum líkama og anda. Endilega komið í hópinn okkar: „Foreldramorgnar í Háteigskirkju“ á facebook. Við lofum góðri stemmningu á miðvikudagsmorgnum kl. 10-12.
Sjáumst í safnaðarheimili kirkjunnar, inngangur nær Sjómannaskólanum.

Rannveig Eva Karlsdóttir
s.511-5400

[09/01/17]   Sunnudagur 3.sept.
Messa kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Kári Allansson.

[08/29/17]   Foreldramorgnar eru á miðvikudagsmorgnum kl. 10-12.
Yndisleg samvera foreldra og ungbarna, í notalegu umhverfi í safnaðarheimili Háteigskirkju. Við leitumst við að leiða saman nýbakaðar mæður og/eða feður í fæðingarorlofi, í þessu nýja dásamlega hlutverki, og auðvitað litlu börnin þeirra. Allir hjartanlega velkomnir.

[08/24/17]   Messan 27. ágúst kl. 11
Við messu í Háteigskirkju sunnudagsmorguninn 27. ágúst kl. 11 þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt Kára Allanssyni organista. Þetta er síðasta messa sr. Maríu sem prests við Háteigskirkju en þann 1. september nk. snýr hún til baka til embættis héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra sem hefur skrifstofur á efri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju. Verið öll velkomin í kirkjuna ykkar, líka börnin sem geta litað og lesið við Maríualtarið á meðan á messunni stendur. Kaffisopi á eftir.

Sunnudagur 20. ágúst - Tíundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna 2017-2018 og foreldra þeirra. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Kári Allansson. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Skráning í fermingarstarf vetrarins fer fram að messu lokinni.

[08/16/17]   Hvatningarsamkoma í Safnaðarheimili Háteigskirkju fyrir marathon-hlaupara.

Marathon-hlaup fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar
Föstudaginn 18.ágúst, frá kl. 17-19:00 stendur Reykjavíkurprófastsdæmi vestra fyrir hvatningarsamkomu í Safnaðarheimili Háteigskirkju, til að hvetja þá sem eru að taka þátt í Reykjavíkur Marathon til styrktar Hjálparstarfi Kirkjunnar. Þar mun Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, ásamt Elínu Mettu Jensen landsliðskonu í fótbolta og Pálma Matthíassyni, sóknarpresti í Bústaðakirkju koma og veita okkar fólki innblástur og hvatningu sem sæmir afreksíþróttafólki.
Öllum sem vilja styrkja Hjálparstarf Kirkjunnar og koma til að hvetja íþróttafólkið til dáða, er boðið til að koma og þiggja veitingar í Safnaðarheimilinu, ásamt því að njóta þeirrar dagsskrár sem sett hefur verið saman og lesa má á nánar um á heimasíðu Safnaðarheimilis Háteigskirkju.

[06/29/17]   2.júní 2017. Þriðji sunnudagur eftir Þrenningarhátíð.
Messa kl.11.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Organisti Kári Allansson.

Videos (show all)

Telephone

Address


Háteigsvegi 27-29
Reykjavík
105
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

La cathédrale luthérienne de Reykjavik, est l’unique cathédrale luthérienne islandaise siège de l'Église d'Islande. Elle est située à Austurvöllur dans la partie occiden...

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.