Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Fjölskyldusamkomur með barnastarfi eru á hverjum sunnudegi kl. 11.
Samkomur fyrir enskumælandi eru á hverjum sunnudegi kl. 14.

Alfa námskeið eru á þriðjudögum kl. 19 (nánari upplýsingar hjá skrifstofu).

Á miðvikudögum er bænastund kl: 17:30 og Royal Rangers fyrir krakkana kl. 18 í húsnæði Kefas við Vatnsenda. Klukkan 19:30 er Fíló+ sem er starf fyrir ungfullorðna og fer það fram í kaffisal Fíladelfí.

Fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar er samvera eldri borgara í kaffisal kirkjunnar kl. 15.

Á fimmtudögum er Samhjálp með samkomur klukkan 20:00

Á föstudögum eru unglingasamkomur kl. 20:00 :)

Nánari upplýsingar á www.filadelfia.is

Nú styttist heldur betur í jólatónleika Fíladelfíu sem fara fram 4. og 5. desember. Þessir tónleikar eru nú haldnir 25. árið í röð og eins og alltaf fer ágóðinn í að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Þú getur tryggt þér þína miða með því að smella hér að neðan.
https://midi.is/tonleikar/1/10248/Jolatonleikar_Filadelfiu_2017

Kraftur í tónlist og prédikun í Fíladelfíu í dag!

[11/07/17]   Á sunnudaginn var safnað fyrir ABC barnahjálp.
Kr. 363.946 söfnuðust. Virkilega vel gert kæra kirkja.

[11/02/17]   Vegna GLS ráðstefnunnar í Háskólabíói 3. og 4. nóvember verður safnaðarskrifstofa Fíladelfíu lokuð á morgun, föstudag.

Miðasala hafin á jólatónleika Fíladelfíu á midi.is. Miðaverð kr. 6500.
Jólatónleikar Fíladelfíu hafa verið fastur liður í jólahaldi fjölmargra Íslendinga undanfarin ár. Gospelkór Fíladelfíu kemur fram ásamt góðum gestum undir stjórn Óskars Einarssonar.
Einsöngvarar að þessu sinni eru m.a. Svala Björgvinsdóttir, Páll Rósinkranz, Kristina Bærendsen, Sigurður Ingimarsson, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Íris Lind Verudóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir.
Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Pétur Erlendsson, Þórir Úlfarsson, Brynjólfur Snorrason, Jóhann Eyvindsson.
Tónleikarnir gera okkur kleift að styrkja þá sem minna mega sín fyrir jólin.

GLS Youth Ísland

GLS youth - frábær viðburður fyrir 13-25 ára föstudagskvöldið
3. nóvember

Hlustar þú á tilkynningar á samkomu?

Ef ekki þá gæti þetta verið þú!

Made Me Glad Anna Sigríður Snorradóttir

youtube.com

Fíladelfíukirkjan er þekkt fyrir framúrskarandi tónlistafólk. Hér má heyra frábæran söng Önnu Sigríðar Snorradóttur frá samkomu fyrr í mánuðinum.

Anna Sigríður Snorradóttir syngur lagið Made me glad á samkomu í Fíladelfíukirkjunni sunnudaginn 10. september 2017.

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 18.10.17

docs.google.com

Á morgun á milli 18:00 - 20:00 verður starfsmannafundur í Fíladelfíu og við hvetjum alla sem sinna einhverju hlutverki í kirkjunni að mæta.

Eins og undanfarin skipti verður hinn stórskemmtilegi liður "spurt og svarað" - endilega skelltu inn þinni spurningu nafnlaust með því að smella á tenglilinn hér að neðan:

https://goo.gl/forms/ZpZJO9rBqcUxkT4k1

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

I Got Saved Olvheðin Jacobsen 2017 09 17

youtube.com

Gott innlegg inn í þennan fallega haustdag.

https://youtu.be/kRgkdgP8t-k

Olvheðin Jacobsen syngur I Got Saved á samkomu í Fíladelfíu 17. september 2017.

Við erum komin á Instagram - þar heitum við filadelfiareykjavik í einu orði. Þar getið þið m.a. séð lamb heilgrillað og heyrt Helga Guðnason syngja. 🐏

Námskeið fyrir þá sem hafa upplifað missi. Hafið samband við safnaðarskrifstofu til að fá nánari upplýsingar, s. 535 4700 og filadelfia@filadelfia.is.


Want your Place Of Worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Featured Listing.

Videos (show all)

Alfa námskeið
Alfa námskeið - reynslusaga
Alfa námskeið
Af hverju að segja frá #1
Af hverju að segja frá #1
Vormót 2017
Alfa kynningarfyrirlestur
Jólakveðja frá Fíladelfíu 2016
Starfsmannafundur 23. nóv 2016

Category

Telephone

Address


Hátún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 14:00
Other Churches in Reykjavík (show all)
Iglesia Extrema Iglesia Extrema
Pósthólf
Reykjavík, 121

Escriban aqui mismo o a fldizzy@juno.com

Kirkja heyrnarlausra Kirkja heyrnarlausra
Háaleitisbraut 66
Reykjavík, 103

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30