Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Fjölskyldusamkomur með barnastarfi eru á hverjum sunnudegi kl. 11.
Samkomur fyrir enskumælandi eru á hverjum sunnudegi kl. 14.

Alfa námskeið eru á þriðjudögum kl. 19 (nánari upplýsingar hjá skrifstofu).

Á miðvikudögum er bænastund kl: 17:30 og Royal Rangers fyrir krakkana kl. 18 í húsnæði Kefas við Vatnsenda. Klukkan 19:30 er Fíló+ sem er starf fyrir ungfullorðna og fer það fram í kaffisal Fíladelfí.

Fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar er samvera eldri borgara í kaffisal kirkjunnar kl. 15.

Á fimmtudögum er Samhjálp með samkomur klukkan 20:00

Á föstudögum eru unglingasamkomur kl. 20:00 :)

Nánari upplýsingar á www.filadelfia.is

Filadelfia Live

Filadelfia Live

[01/23/18]   Fundur með heimahópum Fíladelfíu - súpa og samvera!

Mánudaginn 29. janúar kl. 19:00 til 20:30 ætlar Souleymane Sonde, öldungur og leiðtogi heimahópastarfs kirkjunnar, að halda fund með öllum sem eru í heimahópum Fíladelfíu.
ATH. þetta er ekki aðeins fyrir leiðtoga hópanna heldur alla sem eru í heimahóp. Boðið verður upp á ljúffenga súpu. Það verður stutt fræðsla og hvatning og svo gefst tækifæri til að spjalla um hvernig gengur í hópunum, hverjar áskoranirnar eru og hvað gengur vel. Endilega mætið og eflið þannig heimahópinn ykkar.

Spennandi námskeið fyrir háskólanema.

Samkirkjuleg bænavika 2018

youtube.com

Minnum á samkirkjulega samkomu hér Laugardaginn 20. janúar klukkan 20.
Hún er hluti af hinni alþjóðlegu samkirkjulegu bænaviku sem við hvetjum alla til að taka þátt í eftir fremsta megni.
Dagskránna má finna hér:
http://kirkjan.is/kerfi/skraarsofn/kirkjan-frettir/2018/01/Samkirkjuleg_b%C3%A6navika_dagskr%C3%A1_2018.pdf

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 23.01.17

docs.google.com

Við minnum á starfsmannafundinn á morgun sem er fyrir alla sem koma að þjónustu í kirkjunni. Að venju verður liðurinn "spurt og svarað" og ef þú hefur góða spurningu máttu endilega skella henni inn hér: https://goo.gl/forms/yk0ocUNulYFoMpk42

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

[01/13/18]   Skírnarfræðsla á morgun eftir samkomu.

Þeir sem hafa áhuga á að fá fræðslu um merkingu og tilgang skírnarinnar eru velkomnir í skírnarfræðslu sem verður á morgun kl. 13.00, eftir samkomuna. Sunnudaginn eftir viku, 21. janúar, verður svo skírnarsamkoma fyrir þá sem vilja taka það skref að láta skírast. Sjáumst á samkomu á morgun:-)

Svaf í ruslageymslu

mbl.is

Það er sannarlega von fyrir alla, - Magdalena er lifandi sönnun þess.

mbl.is Magdalena Sigurðardóttir var búin að sofa í þrjár nætur í ruslageymslu með rottu og ungum hennar þegar hún áttaði sig á því að botninum var náð. Hún hafði verið í virkri vímuefna- og áfengisneyslu í fjórtán ár og búin að missa allt frá sér.

Við hvetjum alla starfsmenn og sjálfboðaliða Fíladelfíu til að mæta á miðvikudaginn. - hlökkum til sjá ykkur. Á fundinum verður spurt og svarað og hvetjum við fólk til að skella inn spurningum sem tengjast starfinu með því að smella á meðfylgjandi tengil.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScLiSgiJ8T_CThUEGEC790jiv3yN8EenUzwWvqKGIw47R3-CQ/viewform?usp=sf_link#responses

[01/11/18]   Samhjálparsamkoma fellur niður í kvöld.

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fella niður Samhjálparsamkomu í kvöld.

Skráning er hafin á næsta Alfanámskeið sem byrjar 23. janúar.

Þú getur haft samband við skrifstofu Fíladelfíu til að skrá þig á námskeiðið eða smellt á tengilinn hér að neðan til að ganga frá skráningu á netinu.

https://goo.gl/forms/1cdHyvw8AwQe3MkW2

Bænakeðja Janúar 2018

youtube.com

Byrjum árið með bæn.
Föstudaginn 5. janúar byrjum við bænakeðju sem varir eina viku.
Skráðu þig og vertu með!

Skráning er hér:
https://www.24-7prayer.com/signup/a99666

Fyrsta bænastundin í bænavikunni er á morgun miðvikudag klukkan 17:30 - við hvetjum alla til að koma. 24/7 bænaherbergið opnar svo klukkan 16:00 á föstudaginn.

Með því að smella á meðfylgjandi hlekk getur þú skráð þig á bænatíma í bænaherberginu. Endilega vertu með.
https://www.24-7prayer.com/signup/a99666

Þessi bolli frá Dogma fannst í fatahenginu og þar eru líka yfirhafnir frá Puma, Only, Zara o.fl. Átt þú e.t.v. eitthvað af þessu?

Um daginn var tekið samskot fyrir starfi ABC á sunnudagssamkomu í Fíladelfíu. Kr. 363.946 söfnuðust.

ABC notaði fjámunina til þess að kaupa húsgögn og málningu fyrir leikskólan fyrir í Kitetika í Úganda en undanfarið hefur staðið yfir mikil endurnýjun á þeirri byggingu.

Meðfylgjandi er mynd af leikskólanum og stólum sem voru meðal þess sem keypt var fyrir upphæðina.

[12/29/17]   Er einhver góðhjartaður rafvirki sem getur litið á ofninn í eldhúsinu í Fíladelfíu? Þar er veisla á morgun og ofninn virkar ekki😑

Opið til 15:00 í dag, Þorláksmessu.

Jólakveðja Fíladelfíu 2018

Við óskum ykkur gleðilegra jóla kæru landsmenn og biðjum landinu okkar blessunar á árinu 2018.

Sjáumst í kirkju um jólin

Verslunin Jata

Nýtt í Jötu!

Hér má sjá nokkrar gerðir af vafningsteppunum fallegu frá Modern Burlap og hvernig er hægt að nota þau. Myndir fengnar af instagram síðu Modern Burlap.

[12/12/17]   Aðventukvöld Fíladelfíu 2017

Á morgun, miðvikudaginn 13. desember, höldum við aðventukvöld hér í Fíladelfíu. Við komum saman og útbúum gjafapoka fyrir einstaklinga eða fjölskyldur sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum. Til að skrá sig til þátttöku þarf að hafa samband við okkur á skrifstofu Fíladelfíu í s. 535 4700 eða filadelfia@filadelfia.is. Þeir sem skrá sig þurfa bara að mæta á staðinn, við útvegum það sem fer í pokana. Ef einhver vill bæta einhverju við í pokann til viðkomandi fjölskyldu eða einstaklings er það auðvitað í góðu lagi. Fólk afhendir svo sjálft pokana þeim einstaklingi eða fjölskyldu sem það vill blessa með þessum hætti.

Ath. Þeir sem eiga hreinar (límmiðalausar) glerkrukkur mega gjarnan taka þær með. Hægt verður að skreyta krukkurnar og setja í þær sprittkerti og láta fylgja með. Þetta er eitthvað sem börnunum finnst sérstaklega skemmtilegt að útbúa.

Boðið verður upp á kakó með rjóma og smákökur.

Filadelfia Live

Miðvikudagskvöldið 13. desember verður góðgerða aðventukvöld í Fíladelfíu. Lifandi tónlist, föndur, skemmtileg atriði og auðvitað kakó og smákökur
Aðal markmið kvöldsins er þó að útbúa matar og gjafapoka sem í kjölfarið verður svo dreift til þeirra sem hafa lítið á milli handanna.

Kvöldið er fyrir alla fjölskylduna og aðgangur er ókeypis en þó er mikilvægt að fólk skrái sig þar sem takmarkað sætaframboð er í boði.

Skráning fer fram í síma 5354700 og á netfanginu filadelfia@filadelfia.is

Takið þátt í Facebook leik Jötu - til að taka þátt þarf að smella á myndina :)

[12/05/17]   Klukkan 22:30 hefst frágangur eftir jólatónleika Fíladelfíu. Gert er ráð fyrir að verkið taki um 1.5 klst - það væri gaman að sjá þig þar.

Nýtt í Jötu! Jata er opin frá 10-16 þriðjudaga-fimmtudaga, frá 10-14 á föstudögum og eftir samkomur á fimmtudagskvöldum og sunnudögum.

Jólatónleikar Fíladelfíu verða haldnir mánudaginn 4. og þriðjudaginn 5. desember. Að venju er um tónlistarveislu að ræða og varla hægt að hugsa sér betri leið til að koma sér í jólaskapið. Allur hagnaður fer svo í að styrkja þá sem minna mega sín.

Örfáir miðar eru eftir og þú getur tryggt þér sæti með því að smella hér:

https://midi.is/tonleikar/1/10248/Jolatonleikar_Filadelfiu_2017

10 dagar í jólatónleika Fíladelfíu. Ertu ekki örugglega búin að ná þér í miða?

https://midi.is/tonleikar/1/10248/Jolatonleikar_Filadelfiu_2017

Starfsmannafundur á morgun miðvikudag klukkan 18:00. Við hvetjum alla sem þjóna í kirkjunni til þess að mæta.
Fundurinn byrjar að venju með máltíð.

Á fundinum verður spurt og svarað. Þú getur skellt inn þinni spurningu með því að smella á linkinn hér að neðan: https://goo.gl/forms/9riPpk7EIK4Ab8Hp2

Nú styttist heldur betur í jólatónleika Fíladelfíu sem fara fram 4. og 5. desember. Þessir tónleikar eru nú haldnir 25. árið í röð og eins og alltaf fer ágóðinn í að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Þú getur tryggt þér þína miða með því að smella hér að neðan.
https://midi.is/tonleikar/1/10248/Jolatonleikar_Filadelfiu_2017

Kraftur í tónlist og prédikun í Fíladelfíu í dag!

[11/07/17]   Á sunnudaginn var safnað fyrir ABC barnahjálp.
Kr. 363.946 söfnuðust. Virkilega vel gert kæra kirkja.

[11/02/17]   Vegna GLS ráðstefnunnar í Háskólabíói 3. og 4. nóvember verður safnaðarskrifstofa Fíladelfíu lokuð á morgun, föstudag.

Miðasala hafin á jólatónleika Fíladelfíu á midi.is. Miðaverð kr. 6500.
Jólatónleikar Fíladelfíu hafa verið fastur liður í jólahaldi fjölmargra Íslendinga undanfarin ár. Gospelkór Fíladelfíu kemur fram ásamt góðum gestum undir stjórn Óskars Einarssonar.
Einsöngvarar að þessu sinni eru m.a. Svala Björgvinsdóttir, Páll Rósinkranz, Kristina Bærendsen, Sigurður Ingimarsson, Fanny Kristín Tryggvadóttir, Íris Lind Verudóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Kristín Ósk Gestsdóttir.
Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Pétur Erlendsson, Þórir Úlfarsson, Brynjólfur Snorrason, Jóhann Eyvindsson.
Tónleikarnir gera okkur kleift að styrkja þá sem minna mega sín fyrir jólin.

GLS Youth Ísland

GLS youth - frábær viðburður fyrir 13-25 ára föstudagskvöldið
3. nóvember

Hlustar þú á tilkynningar á samkomu?

Ef ekki þá gæti þetta verið þú!

Made Me Glad Anna Sigríður Snorradóttir

youtube.com

Fíladelfíukirkjan er þekkt fyrir framúrskarandi tónlistafólk. Hér má heyra frábæran söng Önnu Sigríðar Snorradóttur frá samkomu fyrr í mánuðinum.

Anna Sigríður Snorradóttir syngur lagið Made me glad á samkomu í Fíladelfíukirkjunni sunnudaginn 10. september 2017.

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 18.10.17

docs.google.com

Á morgun á milli 18:00 - 20:00 verður starfsmannafundur í Fíladelfíu og við hvetjum alla sem sinna einhverju hlutverki í kirkjunni að mæta.

Eins og undanfarin skipti verður hinn stórskemmtilegi liður "spurt og svarað" - endilega skelltu inn þinni spurningu nafnlaust með því að smella á tenglilinn hér að neðan:

https://goo.gl/forms/ZpZJO9rBqcUxkT4k1

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

I Got Saved Olvheðin Jacobsen 2017 09 17

youtube.com

Gott innlegg inn í þennan fallega haustdag.

https://youtu.be/kRgkdgP8t-k

Olvheðin Jacobsen syngur I Got Saved á samkomu í Fíladelfíu 17. september 2017.

Við erum komin á Instagram - þar heitum við filadelfiareykjavik í einu orði. Þar getið þið m.a. séð lamb heilgrillað og heyrt Helga Guðnason syngja. 🐏

Námskeið fyrir þá sem hafa upplifað missi. Hafið samband við safnaðarskrifstofu til að fá nánari upplýsingar, s. 535 4700 og filadelfia@filadelfia.is.

Vitnisburður: Dóra Sólrún Kristinsdóttir

youtube.com

Dóra Sólrún fór í gegnum dimman dal á tímabili í lífi sínu. Henni leið illa og hafði ekki hugmynd um hvers vegna. En hún fann leið út úr vandanum. Hlustaðu á sögu hennar til að vita meira.

Vorið 2016 var hafist handa við að taka upp vitnisburði fólks sem hafði athyglisverða sögu að segja. Vídeodeild Fíladelfíu í Reykjavík hefur tekið upp nokkra...

[10/01/17]   Í dag fer af stað spennandi ný kennslusería sem kallast "undir áhrifum" og við hvetjum alla til að vera með frá byrjun. Einnig fáum við að heyra nýja og magnaða videó reynslusögu.

Sjáumst hress í kirkju.

Samverur eldri borgara hefjast.

Á morgun, fimmtudaginn 21. september, hefjast samverur eldri borgara. Stundin hefst kl. 12:00 og boðið er upp á súpu og brauð. Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir og tilvalið að bjóða með sér vinum á stundina.

Kotmót 2017 :: Samkomur - YouTube

Whúhhú, upptökur af kotmóti 2017 er komin á netið.

youtube.com


Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Featured Listing.

Videos (show all)

Filadelfia Live
Filadelfia Live
Jólakveðja Fíladelfíu 2018
Filadelfia Live
Alfa námskeið
Alfa námskeið - reynslusaga
Alfa námskeið
Af hverju að segja frá #1
Af hverju að segja frá #1
Vormót 2017

Telephone

Address


Hátún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 14:00
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Í Reykjavíkurbiskupsdæmi eru 7 sóknir: Kristssókn, Sókn hl. Jóhannesar postula, St. Maríusókn, St. Jósefssókn, St. Péturssókn, St. Þorlákssókn og sókn St. Jóhannesar Páls II.

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...

KSF - Kristilegt stúdentafélag KSF - Kristilegt stúdentafélag
Háaleitisbraut 58-60
Reykjavík, 108

(English below) Þetta er frétta- og upplýsinga síða Kristilegs stúdentafélags. This is the page of The Christian student club for Icelandic universities. Here we post updates and events.

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Stangarhylur 7
Reykjavík, 110

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Landakotskirkja Landakotskirkja
Túngötu 13
Reykjavík, 101

Landakotskirkja, formally Basilika Krists konungs, is the cathedral of the Catholic Church in Iceland. Often referred to as Kristskirkja, Landakotskirkja is in the western part of ...

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church