Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Fjölskyldusamkomur með barnastarfi eru á hverjum sunnudegi kl. 11.
Samkomur fyrir enskumælandi eru á hverjum sunnudegi kl. 14.

Alfa námskeið eru á þriðjudögum kl. 19 (nánari upplýsingar hjá skrifstofu).

Á miðvikudögum er bænastund kl: 17:30 og Royal Rangers fyrir krakkana kl. 18 í húsnæði Kefas við Vatnsenda. Klukkan 19:30 er Fíló+ sem er starf fyrir ungfullorðna og fer það fram í kaffisal Fíladelfí.

Fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar er samvera eldri borgara í kaffisal kirkjunnar kl. 15.

Á fimmtudögum er Samhjálp með samkomur klukkan 20:00

Á föstudögum eru unglingasamkomur kl. 20:00 :)

Nánari upplýsingar á www.filadelfia.is

[06/18/18]   Um næstu helgi er sumarmót Hvítasunnumanna sem haldið verður í Keflavík. Við hvetjum alla til að mæta.

Fimmtudagur:

Kl: 20:00 Samkoma í Hvítasunnukirkjunni

Föstudagur

kl. 10.00 Lofgjörð og bæn

kl: 12:00 Léttur hádegisverður í boði kirkjunnar

kl. 12.30 Skoðunarferð um Reykjanes

kl: 15:00 Horft á HM Ísland/Nígería

kl. 20.00 Samkoma í Ytri Njarðvíkurkirkju


Laugardagur

kl. 10.00 Lofgjörð og bæn

kl. 13.-16 Grill og karnival.

kl. 20.00 Samkoma í umsjón ungs fólks


Sunnudagur

kl. 11.00 Samkoma og mótslit

[06/14/18]   Undirbúningur fyrir Kotmót:-)

Kæru vinir. Nú er undirbúningur fyrir Kotmót kominn á fullt og hefur auðvitað hjá sumum staðið yfir frá því að síðasta Kotmóti lauk. En á næstu vikum þarf að manna fullt af stöðum og ljúka mörgum verkefnum til þess að Kotmót 2018 geti orðið að veruleika. Ég hvet ykkur öll til að íhuga hvort þið getið tekið þátt í Kotmóti með einhverjum hætti, aðstoðað við undirbúning húsnæðis og aðstöðu, hjálpað í matsölu, þrifum, öryggisgæslu, barnamóti eða einhverju öðru. Allir geta eitthvað þótt enginn geti allt. Gerum þetta saman og gerum Kotmót 2018 að besta Kotmóti sem haldið hefur verið:-)

kotmot.is

Kotmót 2018

Kotmót 2018

Skráning í skála á kotmóti hefst 4. júní kl. 10.00 og fer fram á heimasíðunni www.kotmot.is þar sem allar upplýsingar um mótið er að finna.

kotmot.is

Um helgina verður fyrsta bænakeðjan í glænýja bænaherberginu okkar.
Bænaherbergið er í kjallara hússins gengið inn Hátúnsmegin. Á myndinni er aðalinngangur merktur með ör en inngangur í herbergið með ör og x.

Skráning er hér
https://www.24-7prayer.com/signup/3133cb

[05/24/18]   Allt að verða tilbúið fyrir tónleika For King And Country á morgun, fimmtudag - tryggið ykkur miða á www.tix.is

docs.google.com

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 23.05.18

Á starfsmannafundinum á morgun verður að venju spurt og svarað - þú getur sett inn þína spurningu með því að smella á tengilinn hér að neðan.

https://goo.gl/forms/wxKjl3dnGK1TuWU63

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

Síðasti starfsmannafundur vetrarins verður næsta miðvikudag klukkan 18:00 - uppskeruhátíð með grilli (ef veður leyfir). Allir starfsmenn og sjálfboðaliðar Fíladelfíu eru hvattir til að mæta.

Guð er ekki dáinn

Hvetjum fólk til að skoða þennan viðburð og bjóða fólki að koma.

Dr. Rice Broocks og Dr. Michael Guillen í Gamla Bíóí 16 og 17.apríl kl.20
Mánudagskvöldið 16.apríl kl.20 er fjallað um rök fyrir tilvist Guðs og stórar spurningar sem allir spyrja sig að fyrr eða síðar.
Þriðjudagskvöldið 17.apríl kl.20 - Þar sem vísindi og trú mætast
Dr. Rice er metsöluhöfundur og hefur talað í háskólum í yfir 30 löndum.
Dr. Michael er þrefaldur Emmy verðlaunahafi, fyrrum kennari við Harvard og vísinda ritstjóri við ABC fréttastöðina. Hann er með það sem jafngildir doktorsgráðu (Phd) í stærðfræði, stjörnufræði og eðlisfræði.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég var þarna í dag.

Filadelfia Live

Filadelfia Live

Filadelfia Live

[03/28/18]   Bænastund fellur niður í dag 28. mars
Ath. það verður ekki bænastund í dag kl. 17.30. Minnum á brauðsbrotningarsamkomu kl 11:00 á morgun, skírdag.

[03/28/18]   Við hér í Fíiladelfíu þurfum að koma smá glaðningi í fangelsið á Akureyri. Er einhver að fara norður og getur kippt pakkanum með?

docs.google.com

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 21.03.18

Við minnum á starfsmanna/sjálfboðaliða fundinn í kvöld 21. mars. Mætum sem flest og eigum góðan tíma saman. Eins og venjulega er boðið upp á spurt og svarað, endilega skelltu inn þinni spurningu með því að smella hér að neðan.

https://goo.gl/forms/YPq4lhkNDaICASok2

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

Vitnisburður: Carl Gränz

Það er margt sem hægt er að vera þakklátur fyrir í lífinu. Hér segir Carl Gränz sögu sem vert er að hlusta & horfa á. Gefðu þér tíma.

Vorið 2016 var hafist handa við að taka upp vitnisburði fólks sem hafði athyglisverða sögu að segja. Vídeodeild Fíladelfíu í Reykjavík hefur tekið upp nokkra...

[03/13/18]   Vilt þú taka skírn eða bara fræðast um skírnina?

Skírnarsamkoma verður i Fíladelfíu á pálmasunnudag 25. mars. Boðið verður upp á skírnarfræðslu eftir samkomu næsta sunnudag 18. mars kl. 13:00. Allir sem eru áhugasamir um skírnina eru velkomnir í skírnarfræðsluna, óháð því hvort þeir vilja skírast á pálmasunnudag eða ekki.

Vitnisburður: Hafsteinn Gautur Einarsson

Hafsteinn Gautur Einarsson fór ungur að leita að tilgangi lífsins sem leiddi hann á ólíkar brautir. Loks fann hann það sem hann leitaði að. Hlustaðu á þessa athyglisverðu sögu.

Vorið 2016 var hafist handa við að taka upp vitnisburði fólks sem hafði athyglisverða sögu að segja. Vídeodeild Fíladelfíu í Reykjavík hefur tekið upp nokkra...

docs.google.com

Netfangalisti

Við erum að uppfæra netfangalista kirkjunnar. Endilega taktu eina mínútu til að skella inn þínu netfangi inn í meðfylgjandi skjal.

https://goo.gl/forms/0qZWWAoy6sSWEDCF2

docs.google.com

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er í dag föstudaginn 2. mars. Efni bænadagsins kemur að þessu sinni frá Suður-Ameríkulýðveldinu Súrínam. Er fjallað um umhverfisvernd undir yfirskriftinni „Öll sköpun Guðs er harla góð“. Bænasamverur verða haldnar víða um land. Samkoman á höfuðborgarsvæðinu verður haldin í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, og hefst kl. 20. Mikill söngur og hlýlegt andrúmsloft. Kvennakór KFUK, Ljósbrot, syngur undir stjórn og undirleik Keith Reed.

[02/28/18]   Helgina 9-11 mars verður haldin vinnuhelgi í Skálanum í Kirkjulækjarkoti. Allar vinnufúsar hendur væru vel þegnar í margvísleg verkefni. Boðið verður upp á fría gistingu og mat fyrir þá sem mæta. Áhugasamir vinsamlegast skrái mætingu með að senda póst á styrmirh@gmail.com

docs.google.com

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 21.02.18

Á morgun, miðvikudaginn 21. feb. kl. 18:00, er starfsmannafundur hjá okkur í Fíladelfíu. Fundurinn er ætlaður öllum sem eru í þjónustu í kirkjunni. M.a. er boðið er upp á dagskrárliðinn 'Spurt og svarað'. Hafir þú spurningu varðandi starf kirkjunnar getur þú sent spurninguna inn nafnlaust með því að smella á hlekkinn:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScLiSgiJ8T_CThUEGEC790jiv3yN8EenUzwWvqKGIw47R3-CQ/viewform

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

Sæl vinir, við vonumst til að sjá flesta sem koma að starfi kirkjunnar á miðvikudaginn.

Filadelfia Live

midi.is

Einfaldara Líf - Ráðstefna um minimalisma með Joshua Becker / Miði.is

Á morgun verður ráðstefnan Einfaldara líf með Joshua Becker. Miðasala hefur gengið mjög vel og stefnir í skemmtilegan dag Ef þú er ekki búin að tryggja þér miða er hægt að gera það með því að fara inn á miði.is

https://midi.is/atburdir/1/10311/Einfaldara_Lif-Radstefna_um_minimalisma_med_Joshua_Becker

midi.is Um er að ræða ráðstefnu um minimalisma laugardaginn 17. febrúar 2018 milli kl. 13:00 og 16:00. J...

Kveðja frá Joshua Becker

Stutt kveðja frá Joshua Becker

Miðar á ráðstefnuna á laugardaginn fást á midi.is - tryggðu þér miða á midi.is

Engin eftirsjá: 10 febrúar 2018

[02/11/18]   Takið eftir

eins og flestir vita falla samkomur dagins niður vegna veðurs.

Tæknin er hinsvegar óháð veðri og mun Gunna Stella, predikari dagsins tala í beinni útsendingu hér á Facebooksíðu Fíladelfíu upp úr 11:00

[02/11/18]   Í ljósi appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofu Íslands fyrir höfuðborgarsvæðið og hvatningar hennar um að fresta viðburðum í dag 11. febrúar hefur verið ákveðið að fella niður samkomur Fíladelfíu bæði klukkan 11:00 og 14:00.

Guð blessi þig og við hlökkum til að sjá þig næstu helgi.

Filadelfia Live

Filadelfia Live

[01/23/18]   Fundur með heimahópum Fíladelfíu - súpa og samvera!

Mánudaginn 29. janúar kl. 19:00 til 20:30 ætlar Souleymane Sonde, öldungur og leiðtogi heimahópastarfs kirkjunnar, að halda fund með öllum sem eru í heimahópum Fíladelfíu.
ATH. þetta er ekki aðeins fyrir leiðtoga hópanna heldur alla sem eru í heimahóp. Boðið verður upp á ljúffenga súpu. Það verður stutt fræðsla og hvatning og svo gefst tækifæri til að spjalla um hvernig gengur í hópunum, hverjar áskoranirnar eru og hvað gengur vel. Endilega mætið og eflið þannig heimahópinn ykkar.

Spennandi námskeið fyrir háskólanema.

Samkirkjuleg bænavika 2018

Minnum á samkirkjulega samkomu hér Laugardaginn 20. janúar klukkan 20.
Hún er hluti af hinni alþjóðlegu samkirkjulegu bænaviku sem við hvetjum alla til að taka þátt í eftir fremsta megni.
Dagskránna má finna hér:
http://kirkjan.is/kerfi/skraarsofn/kirkjan-frettir/2018/01/Samkirkjuleg_b%C3%A6navika_dagskr%C3%A1_2018.pdf

docs.google.com

Spurt og svarað - starfsmannafundur Fíladelfíu 23.01.17

Við minnum á starfsmannafundinn á morgun sem er fyrir alla sem koma að þjónustu í kirkjunni. Að venju verður liðurinn "spurt og svarað" og ef þú hefur góða spurningu máttu endilega skella henni inn hér: https://goo.gl/forms/yk0ocUNulYFoMpk42

docs.google.com Hér mátt þú gjarnan setja inn spurningar sem tengjast kirkjustarfinu, sýn kirkjunnar og framtíð hennar eða um hvaðeina sem þú telur að gott væri fyrir þig og hópinn að fá svör við. Við munum leitast við að svara eins mörgum spurningum og við getum á starfsmannafundinum.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Filadelfia Live
Filadelfia Live
Filadelfia Live
Filadelfia Live
Kveðja frá Joshua Becker
Engin eftirsjá: 10 febrúar 2018
Filadelfia Live
Filadelfia Live

Telephone

Address


Hátún 2
Reykjavík
105

Opening Hours

Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 14:00
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Ásatrúarfélagið Ásatrúarfélagið
Síðumúli 15
Reykjavík, 108

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Stangarhylur 7
Reykjavík, 110

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Í Reykjavíkurbiskupsdæmi eru 7 sóknir: Kristssókn, Sókn hl. Jóhannesar postula, St. Maríusókn, St. Jósefssókn, St. Péturssókn, St. Þorlákssókn og sókn St. Jóhannesar Páls II.

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
Skólavörðuholti
Reykjavík, 101

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.