Ásatrúarfélagið

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Félagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og fornmenningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka skilning og áhuga á þjóðtrú og þjóðlegum hefðum.
Heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gerðum.

Goðar Ásatrúarfélagsins héldu sinn árlega goðafund um helgina sem tókst vel. Þeir brugðu síðan undir sig betri fætinum og skoðuðu hofbygginguna sem er á góðri uppleið.

Sögur - ljósmyndasýning!
Minnum á sýningaropnunina á morgun, laugardaginn 9. september kl. 13:00. Listamaðurinn er goðinn okkar frá Hornafirði, Sigurður Mar Halldórsson.
Myndirnar eru úr bókinni Sögum sem kom út á veturnóttum í fyrra. Bókin er einskonar smásagnasafn án orða.
Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.
https://www.facebook.com/events/149058102358054/?acontext=%7B%22ref%22%3A%223%22%2C%22ref_newsfeed_story_type%22%3A%22regular%22%2C%22feed_story_type%22%3A%2217%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D

Barnagaman Ásatrúarfélagsins byrjar aftur sunnudaginn 10. september. Umsjónarmenn eru eins og áður Svandís og Jóhann. Í vetur mun samverustundin alltaf vera frá kl. 15:00 til 17:00.
Þennan fyrsta sunnudag Barnagamans verður málað með litríkum og náttúruvænum vatnslitum. Kaffi, djús og meðlæti í boði. Allir velkomnir að koma með börnin sín.
https://www.facebook.com/events/1160339217430577/?acontext=%7B%22ref%22%3A%224%22%2C%22feed_story_type%22%3A%22370%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D

Leshópurinn hittist á ný eftir gott sumarfrí, miðvikudaginn 6. september kl. 20:00 hér í Síðumúlanum. Tekin verður staðan með lestrarefnið á fyrsta fundi.
Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.

Opinn lögréttufundur og opið hús á morgun, laugardaginn 2. september kl. 14:00. Fundurinn hefst kl. 14:30 og allir eru velkomnir. Það verður eitthvað gott í gogginn líka eins og venjulega.

[09/01/17]   Frá og með deginum í dag, 1. september 2017, verður skrifstofa Ásatrúarfélagsins Síðumúla 15, opin frá 12:30 til 17:00 alla virka daga. Verið velkomin!

[08/31/17]   Við vekjum athygli á því að á opnu húsi næsta laugardag 2. sept, verður opinn lögréttufundur.
Opið hús hefst að venju kl 14:00, og opni lögréttufundurinn hefst fljótlega eftir það, eða um 14:30.
Verið öll velkomin.

Minnum á skemmtilegu barnabolina sem Ásatrúarfélagið lét gera til styrktar hofinu. Þeir koma í fjórum stærðum, 5/6, 7/8, 9/11 og 12/13 ára. Hönnuðurinn heitir Jóhann Waage og er einn af þeim sem sjá um Barnagaman félagsins.
Bolurinn kostar 2800 krónur.

Ásatrúarfélagið óskar eftir starfsmanni á skrifstofu.

Um er að ræða 50% starf við almenn skrifstofustörf og þjónustu við félaga. Starfið býður upp á fjölbreytileika, mikil mannleg samskipti og möguleika á hærra starfshlutfalli síðar.

Vinnutími er frá kl. 12:30-17:00 þriðjudaga til föstudaga, eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni:
• umsjón með bókhaldi félagsins.
• almenn umsjón með rekstri skrifstofu; s.s. útleigu á húsnæði, birgðahaldi og þrifum.
• símsvörun, móttaka og umsjón með tölvupósti og samfélagsmiðlum félagsins
• vera lögréttu og goðum til aðstoðar við innkaup fyrir blót og aðra viðburði.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• þekking á almennu tölvubókhaldi.
• gott vald á íslensku og ensku (talað og skrifað).
• reynsla í notkun samfélagsmiðla.
• skipulögð vinnubrögð og sjálfstæðni.
• viðkomandi þarf að hafa ánægju af mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur rennur út 8. september.

https://alfred.is/starf/13064?cat=0

Opið hús á morgun, laugardaginn 26. ágúst kl. 14:00 hér í Síðumúla 15. Kaffi og kruðerí í boði. Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.

Minnum líka á almanakið og blaðið okkar Vorn sið, ýmislegt áhugavert og skemmtilegt þar að skoða.

Videos (show all)

Þorrablót Ásatrúarfélags Íslands 2011.

Style

Telephone

Website

Address


Síðumúli 15
Reykjavík
108
Other Churches in Reykjavík (show all)
Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...