Ásatrúarfélagið

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Félagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og fornmenningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka skilning og áhuga á þjóðtrú og þjóðlegum hefðum.
Heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gerðum.

Mission: Tilgangur Ásatrúarfélagsins er að starfa að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Þessu markmiði hyggst félagið ná með fræðslu- og félagsstarfi en ekki trúboði, enda segir í reglum félagsins að trúboð sé óþurftaverk. Samkvæmt lögum um trúfélög ber Ásatrúarfélaginu að inna af hendi athafnir, svo sem hjónavígslur og útfarir, athafnir þessar eru framkvæmdar af allsherjargoða eða staðgengli hans, auk þeirra goða sem hafa hjónavígsluréttindi. Goðar félagsins, hver í sínu héraði halda þar uppi starfsemi með fræðslu og blóthaldi og sjá einnig um athafnir á vegum félagsins. Goðar og fleiri félagsmenn sinna ýmsum fræðslustörfum og hafa oft haldið kynningar um heiðinn sið og ásatrú í skólum og hjá félagasamtökum. Um dagana hafa fjölmargir athyglisverðir og fræðandi fyrirlestrar og spjallfundir fræðimanna og goða verið haldnir á vegum félagsins sem ávalt hafa verið mjög vel sóttir. Innan vébanda félagsins er margt fjölhæft listafólk sem leggur oft sitt af mörkum á blótum, skemmtunum og á fræðaslufundum. Félagsaðild - Hvernig skráir maður sig í Ásatrúarfélagið? Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag á Íslandi (síðan 1973) og hefur það að markmiði að hefja til vegs og virðingar fornan sið og forn menningarverðmæti. Félagið er opið öllum þeim er áhugasamir eru um ýmiskonar þjóðtrú, gamlar hefðir og menningarverðmæti.. Íslenskir ríkisborgarar 16 ára og eldri, sem og útlendingar með fasta búsetu á Íslandi, sem tilbúnir eru að fylgja reglum félagsins, sbr. lög og starfsreglur þess, geta skráð sig í félagið. Þeir sem ekki hafa náð 16 ára aldri þurfa þó samþykki foreldra fyrir félagsaðild. Allir félagar eru virtir að jöfnu, hafa kosningarétt og geta gefið kost á sér í trúnaðarstöður innan félagsins. Samkvæmt íslenskum lögum er aðeins mögulegt að vera skráður í eitt löggilt trúfélag. Rétt er að geta þess, að Ásatrúarfélagið veitir félögum sínum nánast alla þá þjónustu, sem Þjóðkirkjan hefur upp á að bjóða. Umfram ákvæði áðurnefndra félagslaga, gerir Ásatrúarfélagið sömu kröfur til félagsmanna sinna og Þjóðkirkjan: Engar! Þjóðskrá, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sér um skráningu í trúfélög. Þar er opið virka daga kl. 09:00-16:00. Á slóðinni http://www3.fmr.is/pages/1037 er hægt að lesa sér til um trúfélagaskipti og sækja, útfylla, prenta og senda trúskiptaeyðublöð. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Þjóðskrár, 515 5300. Þetta er sáraeinfalt mál! Velkomið er líka að snúa sér til skrifstofu Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15, eða hvaða goða sem er. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14-16 og opið hús er á laugardögum kl. 14-16.

Nú er hægt að koma við á skrifstofunni í Síðumúla 15 og kaupa Ragnarök spilið á íslensku.
Aðeins 4000kr til félagsmanna (5000kr fyrir aðra).

's cover photo

Hangikjötið fyrir jólablótið í Öskjuhlíð soðið og komið niðursneitt í kælinn.
Kertin og greinarnar komnar í hús :)
Blótið hefst klukkan 18:00 hjá minnisvarðanum um Sveinbjörn Beinteinsson við hofið okkar í Öskjuhlíðinni.
Sjáumst!

's cover photo

's cover photo

Við minnum á að í næsta opna húsi, laugardaginn 24 nóv, klukkan 14-16 verður sérstakur spiladagur barna og við verðum með úrval af spilum í boði :)

https://www.facebook.com/events/1136285033211386/

Við fáum líka að taka í nýjustu útgáfu af spiluinu Ragnarök á íslensku, en spilin eru ekki komin í almenna sölu og við fáum þau beint frá prentsmiðjunni!

Krakkar á öllum aldri velkomin, heitt kakó á könnunni (og kaffi fyrir hina).

Sjáumst!

Við minnum Siðfestufólkið okkar á að næsti tími verður í Síðumúla 15 laugardaginn 24. nóvember klukkan 12:00

Að þessu sinni verður Jón Thoroddsen heimspekingur gestur okkar.
Siðfestufólk, foreldrar og forráðamenn velkomnir.

[11/20/18]   Minnum á handverkshópinn í kvöld 20.nóv kl 20:00 :)

Kæru vinir

Landvættablót verða haldin laugardaginn 1.desember kl 18:00 á eftirtöldum stöðum:

Við Garðskagavita á Reykjanesi.
Á Silfurtorgi á Ísafirði.
Á Hamraskotstúni á Akureyri.
Við Ferjusteina við Lagarfljótsbrú.
Við Lögberg á Þingvöllum.

Eftir athafnirnar safnast gestir saman og ylja sér við kaffi og kakó í öllum landshlutum. Njótum tímans saman :)

Myndir eru frá Veturnáttablótinu fyrsta vetrardag þann 27. október síðastliðinn.

Ertu rétt skráð/ur í Þjóðskrá?
Sóknargjöld frá ríkinu fyrir 2019 miðast við fjölda meðlima 1. des. 2018.
Nú er einfalt mál að skrá sig í gegnum heimasíðu Þjóðskrár https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/

1) Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum (hægt er að sækja um Íslykil á sömu síðu).

2) Veldu „Breyta trú- og lífsskoðunarfélagi“.

3) Finndu „Breyting á skráningu“ og hakaðu í „Velja trú- og lífsskoðunarfélag“ og veldu svo „Ásatrúarfélagið“ úr listanum.

4) Smelltu svo á: „Senda tilkynningu“.

Einfaldara gæti það ekki verið :)

https://asatru.is/skraningiasatruarfelagid

Okkur langar líka að deila með ykkur nokkrum myndum frá Veturnáttablótinu á vesturlandi.
Fyrsta vetrardag, þann 27. október síðastliðinn var haldið blót í fallegu rjóðri í Nýrækt, skógrækt Stykkishólms. Þar sem fagnað var hringrás árstíðanna og sérstaklega Veturnóttum, þessum magnaða tíma þegar opnun verður milli vídda eða á milli heimanna en einnig var fagnað vetrarvættunum.
Óðinn á Sleipni gerði sterklega vart við sig þegar komið var í Helgafellssveitina.
Í Nýræktinni er einstaklega skjólgott og þægilegt til blóthalds og góður áningarstaður með borðum og bekkjum.

Við fengum þessa fallegu mynd af hofinu okkar senda í dag. Hana tók Hannes Þorsteinsson við einstaklega fallegt augnablik og við þökkum honum fyrir að deila henni með okkur :)

Í gærkveldi, fyrsta vetrardag, voru haldin blót víða um land. Í Síðumúla 15 komu saman yfir 30 manns til að fagna þessum tímamótum. Þetta var vel heppnað safnbót þar sem allir gestir lögðu eitthvað til á sameiginlegt hlaðborð og þar mátti finna kræsingar á borð við kjötsúpu, haustsúpu, grjónagraut, flatkökur, hangikjöt, harðfisk, partýskinku, baunasalat, kartöflusalat, úrval af brauði og áleggi, pestó, hummus, kæfu, gulrótarköku, frómas, smákökur, víber, ostabakka og margt fleira. Myndir voru af skornum skamti en skemmtun mikil!
Þökkum fyrir frábærar undirtektir og góða mætingu :)

Thanks to all those who joined in last night for the winter blót in Síðumúli 15, great times, great food, great people.

Fyrirlestur Teresu Drafnar um íslenskar rúnir, þróun þeirra og notkun.
Frábær mæting.

Frábær mæting á námskeið í rúnum fyrir krakka!!

skra.is

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög

Það er gaman að segja frá því að samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá er Ásatrúarfélagið nú 5. stærsta trúfélagið á landinu! Ekki nóg með það að við erum farin að sjást sem ört stækkandi rauð flís á kökunni hjá Þjóðskrá Íslands heldur mun stofnunin nú birta nýjustu tölur mánaðarlega svo áhugasamir félagsmenn geta farið að fylgjast með fjölguninni í beinni!

English:
We are delighted to share with you the fact that the Ásatrúarfélag is now the 5th largest religious association in Iceland. The registry office, Þjóðskrá has also announced that it will publish updated information on a monthly bases from now on. We celebrate this development and hope for continuous growth in the coming years.

https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2018/09/17/Skraningar-i-tru-og-lifsskodunarfelog/

skra.is Alls voru 59,4% landsmanna skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. september sl. eða 270.190 manns

's cover photo

Handverksfólk og föndrarar
Við viljum kanna áhuga á námskeiðum vetrarins en þar verður hægt að

Sníða landnámsföt (Kvk og Kk) - 5000kr (snið & aðstoð innif.)
Læra spjaldvefnað - 20000 kr (bretti og spjöld innifalin)
Læra vattarsaum - 5000 kr (nál innifalin)

Smellið like-i á færsluna og tjáið ykkur í skilaboðum ef þið hafið áhuga :)
Skráning á námskeið vetrarins fara fram á skrifstofu félagsins í gegnum tölvupóst og hér á f-book á næstu dögum. Fylgist með :)
https://www.facebook.com/events/330676794146494/

Á dögunum drógum við úr innsendum lausnum við verðlaunakrossgátunni okkar :)
Verðlaunin voru ekki af verri endanum að þessu sinni, kertastjaki frá Geislum í formi hrafna Óðins. Nöfn hrafnanna, Huginn og Munin voru skorin í viðinn í rúnaletri.
Lausn krossgátunnar var því viðeigandi en hún var
- Vits er þörf þeim sem víða ratar. -

Það var Anna Bergþórsdóttir sem fékk hrafnana í sínar hendur, við óskum henni til hamingju með vinninginn og þökkum öllum þeim sem sendu inn lausnir!

[08/23/18]   Kæru vinir - Hvað langar þig að gera skemmtilegt í haust?
Nú er rétti tíminn til að fyrir berjatínslu, bláber, krækiber rifsber og allskonar ber og þá er líka rétt að huga að dagskrá vetrarins :)
Hvað langar þig að gera með okkur í vetur???

Við verðum með siðfræðslu fyrir krakka á fermingaraldri (skráning hafin), handverkshóp, leshóp og opin hús eins og síðustu ár og ætlum að bjóða upp á allskonar námskeið tengd þessum kvöldum... En það er alveg pláss fyrir góðar hugmyndir!!

Ef þú ert með hugmynd að námskeiði, eða langar jafnvel að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og þig vantar aðstöðu þá máttu endilega hafa samband á asatru@asatru.is

Árlegt Njarðarblót í Suðurlandsgoðorði verður haldið á Fossflöt í Hveragerði sunnudaginn 29. júlí kl. 13:00. Safnast verður saman fyrir framan lystigarðinn, á horni Breiðamerkur og Skólamerkur. Eftir athöfn eru blótsgestir boðnir í kaffi á veitingastaðnum Varmá. Haukur Bragason, sem fer með Suðurlandsgoðorð, helgar blótið.

Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir.

Vakin er sérstök athygli á því að blótið hefst kl. 13:00 en ekki 17:00 eins og misritað var við gerð dagatals Ásatrúarfélagsins.

[06/29/18]   Skrifstofa Ásatrúarfélagsins verður lokuð í Júlí vegna sumarleyfa.

Skógarleikarnir eru alltaf fjör fyrir alla fjölskylduna.

Frábær stemming á lóð Ásatrúarmanna í Öskjuhlíðinn í gær. Skógræktarfélag Reykjavíkur á þakkir skyldar fyrir frábærann hamar og eðalketilkaffi, Sigurboði Grétarsson fyrir hugljúfa tónlist og Steindór Andersen fyrir flutning á kvæði eftir Sveinbjörn Beinteinsson.
Sömuleiðis vill félagið þakka Hollvinasamtökum hofs í Öskjuhlið fyrir sykurpúða, súkkulaði með rjóma og kruðerí með kaffinu og hvetur félagmenn til að kynna sér starfsemi þeirra.

We had a great time yesterday with good friends in the woods by the Hof in Öskjuhlíð. Special thanks to Skógræktarfélag Reykjavíkur, Sigurboði Grétarsson, Steindór Andersen and the Friends of the Hof (Hollvinasamtök hofs í Öskjuhlíð).
Check out the photos of the hammer of Thor, Mjölnir :)

Skógarblót í Öskjuhlíðinni 23. júní 2018.
Skógræktarfélag Reykjavíkur gaf 500 kg Mjölnishamar sem stendur nú á lóð Ásatrúarfélagsins og bauð upp á ketilkaffi. Hollvinafélag Hofs í Öskjuhlíð bauð upp á heitt súkkulaði, kex, kanisnúða og glóðheita sykurpúða.
Sigurboði Grétarsson heillaði staðarvætti með fallegum tónum og Steindór Andersen flutti kvæði eftir Sveinbjörn Beinteinsson.
gestir gripu í kubbspil og litu síðan í hofið.

Forrestblót by the Hof in Öskjuhlíð on june 23rd 2018
The Skógræktarfélag Reykjavíkur gave the Ásatrúarfélag a 1100lbs repplica of Mjölnir and offered coffee to participants coffee brewed over an open fire, the Friends of the Hof (Hollvinasamtök Hofs í Öskjuhlíð) made hot chocolate and offered roasted marshmallows, and a selection of biscuits to everyone.
Sigurboði Grétarsson charmed both people and local spirits with his music and Steindór Andersen recited a poem by the founder of the Icelandic Ásatrú group Sveinbjörn Beinteinsson. Hilmar Örn Hilmarsson then offered guests a chance to visit the Hof site and see the progress.

Líf í lundi

Það var góð stemming í litla hamarslundinum. Staðarvættir sáu til þess að ekki féll dropi úr lofti, ljúfir tónar liðu um og fólk gæddi sér á eldsteiktum sykurpúðum, ketilkaffi, heitu súkkulaði með rjóma, kexi og kanilsnúðum.
Hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

Skógarblót. #lifilundi

Spennan vex fyrir Skógarblótið í Öskjuhlíð klukkan 21:00 í kvöld.

Hamar Þórs er falinn í skóginum við Hof Ásatrúarfélagsins. 500 kílóa gjöf frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Kíkið við í Skógarblótið kvöld til að finna hann.

Thor's hammer lies hidden in the woods near the Hof of the Ásatrúarfélag. This 1100lbs sculpture was made by the Skógræktarfélag Reykjavíkur. Its location will be revealed tonight at the Skogarblót.

Líf í lundi

Mikið að gerast hjá skógræktarfélögum um allt land í dag. Náttúran kallar og Ásatrúarfélagið tekur að sjálfsögðu þátt í gleðinni og verður með Skógarblót við hofið í Öskjuhlíð í kvöld klukkan 21.

Þá er Líf í lundi dagurinn runninn upp og fullt af flottum viðburðum framundan. Skógræktarfélag Grindavíkur ríður á vaðið kl. 10 með skógardag í Selskógi í Þorbirni og svo fylgja fljótlega í kjölfarið Ferðafélag Íslands með ratleik og göngu í Heiðmörk kl. 10:30 og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar með skógardag í Meltúnsreitnum kl. 11. Ætla ekki örugglega allir að fara út í skóg í dag?

Minnum á Skógarblótið í Öskjuhlíðinni annað kvöld klukkan 21:00!

Þetta er það sem er í boði á morgun. Muna svo að það er alltaf betra veður inni í skóginum en fyrir utan hann! #lifilundi

KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands

Áfram Ísland!

🇮🇸 We are ready for Russia.

❔ What about you?

#fyririsland

's cover photo

Líf í lundi

Við minnum á skógarblótið okkar við hofið í Öskjuhlíð á laugardaginn klukkan 21:00 í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Hollvinasamtök hofs í Öskjuhlíð. 🌲🌲🌲🌲

Líf í lundi - Velkomin út í skóg! #lifilundi

Ásheimur Hof

Við minnum á blót í Ásheimi á norðurlandi á sumarsólstöðum 21. júní.
Glóðheitt grillið bíður blótsmanna!

Að sjálfsögðu verður blót í Ásheimi á fimmtudaginn, á sumarsólstöðum.Ég hafði hugsað klukkan 18:00, en það eru einhverjir að vinna svo lengi, svo ég set ekki blótið fyrr en 19:00.
Að venju verður grillið glóandi og gosið svalt. Hvet ég fólk til að hafa með sér eitthvað gómsætt og gera góða stund úr þessu.
Að venju eru allir velkomnir, burtséð frá trúarbrögðum.

Kveðja, Árni hegranesgoði.

asatru.is

Félagafjöldi | Ásatrúarfélagið

Í tilefni þess að við sendum út 3500 eintök af nýja tímaritinu okkar í gær er skemmtilegt að segja frá því að það hefur fjölgað all-hressilega í félaginu síðustu ár, enda frábært félag sem er opið öllum :)

Við árslok 2017 vorum við 3583 talsins og nú, rétt fyrir sumarsólstöður og Þingblótið okkar 21.júní, erum við orðin 4289 þegar allir eru taldir.
Allsherjargoði sendir kveðjur til allra félagsmanna og fagnar vexti viðgangi félagsins.

Vegna fjölda fyrirspurna má benda á það að nú er orðið svo lítið mál að skrá sig í félagið í gegnum heimasíðu Þjóðskrár, þar einfaldlega skráirðu þig inn og smellir á Ásatrúarfélagið: https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/
Eftir sem áður er alltaf hægt að koma við í Síðumúla 15 til að fá allar upplýsingar um félagið eða bara til að spjalla við okkur.

https://asatru.is/felagafjoldi

asatru.is

Það hafðist!!!
Eftir mikið púl, prentsvertu, poka-pakkningar, póstnúmerpælingar, pappírsskurði, plástra, blóð, svita og tár eru 3500 eintök af frábæra ritinu okkar komin í póst og ættu að berast innan skamms.
Njótið vel kæru félagsmenn :)

mbl.is

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Hilm­ar Örn Hilm­ars­son tón­skáld og allsherjargoði Ásatrúarfélagsins hlaut í dag ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar.
Þessu ber að fagna ásamt þjóðhátíðardeginum 😄

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/17/fjortan_hlutu_falkaorduna/

mbl.is Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.

Seiðgoðinn efnir til blóts klukkan 18:00 á Víðistaðartúninu (niður við hringinn) - Einnota grill á staðnum - allir velkomnir :)

Hjálp!!
Nú vantar smá aðstoð við að koma GLÆNÝJA blaðinu okkar og dagatalinu í póst! Ef þið hafið tíma til að kíkja við í Síðumúlanum í dag til klukkan 18 eða á morgun milli 10-16!!

mbl.is

Fornir gripir fundust í sorpgámi

Það má finna margt gamalt og gott í Góða hirðinum!

mbl.is Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leita nú upplýsinga um fjölda gripa sem því bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins á föstudaginn í sl. viku.

Það hefur augljóslega verið tekið vel á á Árbæjarsafninu!
Museums are not just for nerds!

Hér komu við tveir amerískir kraftakarlar og gripu í aflraunasteinana. Steinarnir eru átta talsins og sá þyngsti vegur um 300 kg.! Þeim Nick og Ryan tókst að lofta þeim öllum en nú eigum við í mesta basli við að koma þeim aftur á sinn stað 😉 Við hvetjum alla - konur og karla - til að koma og reyna við steinana!
#Árbæjarsafn #Borgarsögusafn #1safn5staðir
---
Two American strongmen came by the museum to find the infamous Trial Stones. There are 8 trial stones on the grounds, the heaviest among them weighing around 300 kg.! - that's 660 lbs.! Nick and Ryan lifted all of them but now we can't put them back in their right place! Please come by Árbær Open Air Museum and give us a hand and try your strength 😉
#ÁrbærOpenAirMuseum #ReykjavikCityMuseum #1museum5places

ruv.is

Einstakt 400 ára íslenskt lækningahandrit

Ég mana þig, ég deyfi þig, ég drep þig kveisa!

Læknisfræðin hefur aldeilis breyst mikið á þeim 400 árum sem liðin eru síðan þessar aðferðir tíðkuðust :)

http://www.ruv.is/frett/einstakt-400-ara-islenskt-laekningahandrit

ruv.is Kveisustrengur, lækningahandrit frá því um 1600 er nú til sýnis í Safnahúsinu. Handritið lifði galdraöldina af og er því talið einstakt. Á Kveisustrengnum er lækningavers á latínu og íslensku, gegn kveisu eða gigt.

mbl.is

Uppruni landnámsmanna ráðinn með erfðamengi úr tönnum

Skemmtileg og áhugaverð kynning á nýjustu rannsóknum um uppruna forfeðra okkar og formæðra var haldinn hjá Íslenskri Erfðargreiningu í síðustu viku.
Erfðarmengi 25 landnámsmanna sem á sínum tíma voru grafin í heiðin kuml víðs vegar um landið voru greind. Niðurstöðurnar sýna að "um­tals­verður hluti af þeim erfðabreyti­leika sem kom til Íslands með lands­náms­fólki hef­ur tap­ast á und­an­förn­um 1100 árum. Við þetta hafa Íslend­ing­ar orðið erfðafræðilega eins­leit­ari og af þeim sök­um ólík­ir upp­runaþjóðunum frá Skandi­nav­íu og Bret­lands­eyj­um."

https://www.mbl.is/frettir/taekni/2018/05/31/nanast_eins_og_ad_hafa_adgang_ad_timavel/

mbl.is Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld. Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag, setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Þorrablót Ásatrúarfélags Íslands 2011.

Telephone

Website

Address


Síðumúli 15
Reykjavík
108

General information

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Félagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og fornmenningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka skilning og áhuga á þjóðtrú og þjóðlegum hefðum. Heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gerðum.

Opening Hours

Tuesday 13:30 - 17:00
Wednesday 13:30 - 17:00
Thursday 13:30 - 17:00
Friday 13:30 - 17:00
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Fagraþing 2a
Reykjavík, 203

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church