Ásatrúarfélagið

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Félagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og fornmenningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka skilning og áhuga á þjóðtrú og þjóðlegum hefðum.
Heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gerðum.

[06/29/18]   Skrifstofa Ásatrúarfélagsins verður lokuð í Júlí vegna sumarleyfa.

Skógarleikarnir eru alltaf fjör fyrir alla fjölskylduna.

Frábær stemming á lóð Ásatrúarmanna í Öskjuhlíðinn í gær. Skógræktarfélag Reykjavíkur á þakkir skyldar fyrir frábærann hamar og eðalketilkaffi, Sigurboði Grétarsson fyrir hugljúfa tónlist og Steindór Andersen fyrir flutning á kvæði eftir Sveinbjörn Beinteinsson.
Sömuleiðis vill félagið þakka Hollvinasamtökum hofs í Öskjuhlið fyrir sykurpúða, súkkulaði með rjóma og kruðerí með kaffinu og hvetur félagmenn til að kynna sér starfsemi þeirra.

We had a great time yesterday with good friends in the woods by the Hof in Öskjuhlíð. Special thanks to Skógræktarfélag Reykjavíkur, Sigurboði Grétarsson, Steindór Andersen and the Friends of the Hof (Hollvinasamtök hofs í Öskjuhlíð).
Check out the photos of the hammer of Thor, Mjölnir :)

Líf í lundi

Það var góð stemming í litla hamarslundinum. Staðarvættir sáu til þess að ekki féll dropi úr lofti, ljúfir tónar liðu um og fólk gæddi sér á eldsteiktum sykurpúðum, ketilkaffi, heitu súkkulaði með rjóma, kexi og kanilsnúðum.
Hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

Skógarblót. #lifilundi

Spennan vex fyrir Skógarblótið í Öskjuhlíð klukkan 21:00 í kvöld.

Líf í lundi

Mikið að gerast hjá skógræktarfélögum um allt land í dag. Náttúran kallar og Ásatrúarfélagið tekur að sjálfsögðu þátt í gleðinni og verður með Skógarblót við hofið í Öskjuhlíð í kvöld klukkan 21.

Þá er Líf í lundi dagurinn runninn upp og fullt af flottum viðburðum framundan. Skógræktarfélag Grindavíkur ríður á vaðið kl. 10 með skógardag í Selskógi í Þorbirni og svo fylgja fljótlega í kjölfarið Ferðafélag Íslands með ratleik og göngu í Heiðmörk kl. 10:30 og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar með skógardag í Meltúnsreitnum kl. 11. Ætla ekki örugglega allir að fara út í skóg í dag?

Minnum á Skógarblótið í Öskjuhlíðinni annað kvöld klukkan 21:00!

KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands

Áfram Ísland!

🇮🇸 We are ready for Russia.

❔ What about you?

#fyririsland

Baldur

Blót á Austurlandi, þar er flott veður þessa dagana 😎

Það spáir fínu veðri á föstudaginn kl. 19:00 í þingmúla í Skriðdal en í annríki mínu gleymdi ég að auglýsa blótið í Dagskránni.
Við höfum með okkur nestisbita og spjöllum saman um þennan sögufræga þingstað að blóti loknu og hvet ykkur til að vekja athygli á viðburðinum.

Líf í lundi

Við minnum á skógarblótið okkar við hofið í Öskjuhlíð á laugardaginn klukkan 21:00 í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Hollvinasamtök hofs í Öskjuhlíð. 🌲🌲🌲🌲

Líf í lundi - Velkomin út í skóg! #lifilundi

Ásheimur Hof

Við minnum á blót í Ásheimi á norðurlandi á sumarsólstöðum 21. júní.
Glóðheitt grillið bíður blótsmanna!

Að sjálfsögðu verður blót í Ásheimi á fimmtudaginn, á sumarsólstöðum.Ég hafði hugsað klukkan 18:00, en það eru einhverjir að vinna svo lengi, svo ég set ekki blótið fyrr en 19:00.
Að venju verður grillið glóandi og gosið svalt. Hvet ég fólk til að hafa með sér eitthvað gómsætt og gera góða stund úr þessu.
Að venju eru allir velkomnir, burtséð frá trúarbrögðum.

Kveðja, Árni hegranesgoði.

asatru.is

Félagafjöldi | Ásatrúarfélagið

Í tilefni þess að við sendum út 3500 eintök af nýja tímaritinu okkar í gær er skemmtilegt að segja frá því að það hefur fjölgað all-hressilega í félaginu síðustu ár, enda frábært félag sem er opið öllum :)

Við árslok 2017 vorum við 3583 talsins og nú, rétt fyrir sumarsólstöður og Þingblótið okkar 21.júní, erum við orðin 4289 þegar allir eru taldir.
Allsherjargoði sendir kveðjur til allra félagsmanna og fagnar vexti viðgangi félagsins.

Vegna fjölda fyrirspurna má benda á það að nú er orðið svo lítið mál að skrá sig í félagið í gegnum heimasíðu Þjóðskrár, þar einfaldlega skráirðu þig inn og smellir á Ásatrúarfélagið: https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/
Eftir sem áður er alltaf hægt að koma við í Síðumúla 15 til að fá allar upplýsingar um félagið eða bara til að spjalla við okkur.

https://asatru.is/felagafjoldi

asatru.is

mbl.is

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Hilm­ar Örn Hilm­ars­son tón­skáld og allsherjargoði Ásatrúarfélagsins hlaut í dag ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar.
Þessu ber að fagna ásamt þjóðhátíðardeginum 😄

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/17/fjortan_hlutu_falkaorduna/

mbl.is Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.

Hjálp!!
Nú vantar smá aðstoð við að koma GLÆNÝJA blaðinu okkar og dagatalinu í póst! Ef þið hafið tíma til að kíkja við í Síðumúlanum í dag til klukkan 18 eða á morgun milli 10-16!!

mbl.is

Fornir gripir fundust í sorpgámi

Það má finna margt gamalt og gott í Góða hirðinum!

mbl.is Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leita nú upplýsinga um fjölda gripa sem því bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins á föstudaginn í sl. viku.

Það hefur augljóslega verið tekið vel á á Árbæjarsafninu!
Museums are not just for nerds!

ruv.is

Einstakt 400 ára íslenskt lækningahandrit

Ég mana þig, ég deyfi þig, ég drep þig kveisa!

Læknisfræðin hefur aldeilis breyst mikið á þeim 400 árum sem liðin eru síðan þessar aðferðir tíðkuðust :)

http://www.ruv.is/frett/einstakt-400-ara-islenskt-laekningahandrit

ruv.is Kveisustrengur, lækningahandrit frá því um 1600 er nú til sýnis í Safnahúsinu. Handritið lifði galdraöldina af og er því talið einstakt. Á Kveisustrengnum er lækningavers á latínu og íslensku, gegn kveisu eða gigt.

mbl.is

Uppruni landnámsmanna ráðinn með erfðamengi úr tönnum

Skemmtileg og áhugaverð kynning á nýjustu rannsóknum um uppruna forfeðra okkar og formæðra var haldinn hjá Íslenskri Erfðargreiningu í síðustu viku.
Erfðarmengi 25 landnámsmanna sem á sínum tíma voru grafin í heiðin kuml víðs vegar um landið voru greind. Niðurstöðurnar sýna að "um­tals­verður hluti af þeim erfðabreyti­leika sem kom til Íslands með lands­náms­fólki hef­ur tap­ast á und­an­förn­um 1100 árum. Við þetta hafa Íslend­ing­ar orðið erfðafræðilega eins­leit­ari og af þeim sök­um ólík­ir upp­runaþjóðunum frá Skandi­nav­íu og Bret­lands­eyj­um."

https://www.mbl.is/frettir/taekni/2018/05/31/nanast_eins_og_ad_hafa_adgang_ad_timavel/

mbl.is Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá landnámsöld. Niðurstöðurnar, sem birtast í vísindatímaritinu Science í dag, setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós.

ATH Vegna veðurs verða námskeiðið og blótið á Mógilsá fært um eina viku og verður nú laugardaginn 2 júní. Sami staður sömu tímar bara annar dagur.

Laugardaginn 2 júní verður námskeið ætlað siðfestuhóp vetrarins á Mógilsá í Kollafirði. Björn Vilhjálmsson kennari og útivistarþjálfari leiðir hópinn í gegnum leik og uppgötvanir. Námskeiðið hefst kl 10:00 og lýkur með blóti á Mógilsá kl 14:00. Aldurtakmark er 10 ár.

ATH Vegna veðurs verða námskeiðið og blótið á Mógilsá fært um eina viku á laugardaginn 2 júní. Sami staður sömu tímar bara annar dagur.

Laugardaginn 26, maí verður námskeið ætlað siðfestuhóp vetrarins á Mógilsá í Kollafirði. Björn Vilhjálmsson kennari og útivistarþjálfari leiðir hópinn í gegnum leik og uppgötvanir. Námskeiðið hefst kl 10:00 og lýkur með blóti á Mógilsá kl 14:00. Aldurtakmark er 10 ár.

Siðfestukrakkar og foreldrar sem hafa verið með hópnum í vetur eru velkomin. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 23. maí, annað hvort á johanna@hlesey.is eða á skrifstofunni.

[04/27/18]   Minnum siðfestukrakkana okkar á hitting á morgun laugardaginn 28 apríl.

Ketill Larsen fjöllistamaður er fallinn frá 84 ára að aldri.
Ketill var ásatrúarfólki vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum félagsins.
Hans verður lengi minnst af börnum á öllum aldri sem nutu þess að kynnast Tóta trúð á Sigurblótum félagsins.
Myndirnar eru teknar á Mógilsá og á Sigurblótinu 2015 þar sem Ketill skemmti sjálfum sér og öðrum af sinni alkunnu list.

Megi hann hafa þökk fyrir árin, sögurnar og samveruna.

Okkur vantar smá aðstoð á Sumardaginn fyrsta
Það þarf að sækja grillin í Byko og koma þeim í Síðumúlann og skila þeim svo aftur.
Er ekki einhver þarna úti sem á bíl og getur aðstoðað??

Baldur

Sigurblót á Sumardaginn Fyrsta verður líka haldð fyrir austan.
Pylsur eru greinilega vinsælar um allt land :)

Sigurblót ásatrúarfóks fer fram sumardaginn fyrsta við Blöndalsbúð í Eyjólfsstaðaskógi og hefst blótið kl. 17:00
Blöndalsbúð opnar kl. 16:00. Heitt verður á könnunni og geta menn tekið með sér nesti. Grillaðar verða Goðapilsur á eldpönnu goðans
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Goðinn er orðinn gamall og gleyminn og því er enginn auglýsing í Dagskránni, við þurfum því að vera dugleg að láta boð út ganga um viðburðinn.

[04/12/18]   Tölvupóstsvesen!!
Það kom í ljós á síðustu dögum að sumir goðarnir okkar höfðu ekki verið að fá tölvupósta sem voru sendir á opinberu "@asatru" netföngin þeirra - Þau eru nú að vinna í því að svara uppsöfnuðum póstum og við biðjumst velvirðingar á þessum vandræðum.

Vattarsaumsnámskeið

Næstkomandi þriðjudag, 27 mars verður boðið upp á vattarsaumsnámskeið.
Þorbjörg Elfa Hauksdóttir mun leiða kvöldið og kenna handtökin við vattarsaum. Þátttakendur þurfa aðeins að koma með léttlopa til að vinna með (og vattarsaumsnál ef hún er til).

Verðið er 5000kr og innifalið er kennsla og vattarsaumsnál (ATH verðið er 4000kr fyrir þá sem koma með eigin nál.)

Einnig mun Þorbjörg leiðbeina þeim sem áður hafa komið sem vilja öðlast frekari færni.

Við hvetjum alla til þess að kynna sér Hollvinasamtök hofs í Öskjuhlíðinni og hlökkum til þess að vinna með þeim í framtíðinni :)

asatru.is

Opinn Lögréttufundur | Ásatrúarfélagið

Minnum á að opinn lögréttufundur verður haldinn í sal félagsins að Síðumúla 15 laugardaginn 3. mars.
Fundurinn hefst klukkan 14:30.
Á dagskrá er umræða og kynning á Hollvinasamtökum hofs í Öskjuhlíð. Tilgangur þess er að styðja við byggingu Hofsins og skipulag lóðar. Búast má við því að stofnfundur hollvinafélagsins verði að fundi loknum.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að mæta á fundinn.
https://www.facebook.com/events/1626135270809531/
https://asatru.is/opinnfundur

asatru.is

asatru.is

Salur Ásatrúarfélagsins til leigu | Ásatrúarfélagið

Minnum á salinn okkar sem er tilvalinn fyrir litlar veislur og önnur tilefni :) Enn eru nokkrar helgar lausar á næstunni! https://asatru.is/salurinn

asatru.is

Minnum á að næsti fundur í Siðfræðslu verður á laugardag kl 12:00 í Síðumúla 15.
Að þessu sinni mætum við með Hávamálin með okkur ef þau eru til. Alveg sama hvaða útgáfa það er.
Þau er víða að finna og jafnvel hægt að fá þau lánuð á bókasafni.

Sjáumst öll kát og hress á laugardag.

skessuhorn.is

Ásatrúarfólk blótar níu nætur á laugardaginn kl. 18 - Skessuhorn

Ekki seinna vænna en að minna á komandi blót á Akranesi :) https://skessuhorn.is/2017/12/28/asatruarfolk-blotar-niu-naetur-laugardaginn-kl-16/

skessuhorn.is Ásatrúarfólki hefur fjölgað mjög á Akranesi og nágrenni á síðustu árum, að sögn Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða sem býr í Hlésey skammt innan við minni Hvalfjarðar. „Á Skaganum er nú margt fullorðið, heiðið fólk og auk þess margar ungar fjölskyldur með börn ...

Í dag er síðasti séns að skrá sig og sína og tryggja sér miða á veisluna sem verður haldin á veitingastaðnum Nauthól að loknu jólablóti í Öskjuhlíðinni á fimmtudaginn næsta :)
Last chance to register for the Jólablót feast which will be held at the restaurant Nauthóll after the ceremony at the temple site in Öskjuhlíðin.

[11/29/17]   Kæru vinir, okkur vantar myndefni!
Við erum að leita að myndum og mjög stuttum videobrotum (30sek) af athöfnum til að nota bæði á heimasíðunni okkar og í kynningu á hópfjármögnun sem við ætlum að leggja af stað í á nýju ári.
Ef þú átt myndir/video af athöfnum sem við mættum nota má senda það á folkvangur@gmail.com

[11/23/17]   Minni á að siðfræðsluhópurinn hittist næsta laugardag kl 12 á hádegi í salnum okkar. Jón Thoroddsen heimspekingur, kennari og höfundur bókarinnar Gagnrýni og gaman kemur til okkar og við ræðum um heimsspeki, gagnrýna hugsun, samræðulist og spurningar.
Að því loknu, eða klukkan 14:00, verður opið hús eins og venja er og eru allir félagsmenn velkomnir að líta við.

[11/22/17]   Heimasíðan er komin í lag en það hefur tekið lengri tíma að koma tölvipóstinum í gang. Besta leiðin til þess að hafa samband er því gamla góða símtólið, nú eða að senda skilaboð hér í gegnum skilaboðaskjóðuna.
Vonandi fer þetta allt að koma hjá frábæra hópnum hjá 1984 sem vinnur að því að laga þetta :)

[11/15/17]   Tölvupósturinn og heimasíðan okkar virka ekki sem stendur vegna tæknilegra örðugleika, verið er að vinna að lausn vandans. Við svörum ennþá skilaboðum hér á Facebook eða í síma 561 8633.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Telephone

Website

Address


Síðumúli 15
Reykjavík
108

Opening Hours

Tuesday 13:30 - 17:00
Wednesday 13:30 - 17:00
Thursday 13:30 - 17:00
Friday 13:30 - 17:00
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Í Reykjavíkurbiskupsdæmi eru 7 sóknir: Kristssókn, Sókn hl. Jóhannesar postula, St. Maríusókn, St. Jósefssókn, St. Péturssókn, St. Þorlákssókn og sókn St. Jóhannesar Páls II.

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
Skólavörðuholti
Reykjavík, 101

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Stangarhylur 7
Reykjavík, 110

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370