Listvinafélag Hallgrímskirkju

Listvinafélag Hallgrímskirkju var stofnað 1982. Markmið þess er að halda áfram að halda uppi því öfluga listastarfi, sem byggt hefur verið upp undanfarin rúmlega 30 ár við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Félagið skipuleggur um 40 tónleika á ári, þar á meðal undir merkjum Jólatónlistarhátíðar í Hallgrímskirkju, Alþjóðlegs orgelsumars og skipuleggur þrjár til fjórar myndlistarsýningar árlega í forkirkju Hallgrímskirkju með viðurkenndum listamönnum. Listvinafélagið styður einnig við fjölbreyttan og vandaðan tónlistarflutning í helgihaldi kirkjunnar ásamt kórum kirkjunnar og margir gestakórar koma fram á þess vegum. Sálmafoss er orðinn einn af föstum viðburðum á Menningarnótt í Hallgrímskirkju. Nýsköpun skipar stóran sess í starfi Listvinafélagsins og hafa fjölmörg verk íslenskra höfunda verið frumflutt á vegum Listvinafélagsins, tónverk, frumsamin ljóð, leikrit, myndlistasýningar o fl. Einnig er Listvinafélagið bakhjarl Kirkjulistahátíðar sem haldin er annað hvert ár í kirkjunni í ágúst.

Frábæri sönghópurinn Alumni úr kór Clare College í Cambridge hreif alla viðstadda með söng sínum í Hallgrímskirkju um helgina undir stjórn Graham Ross og var þeim fagnað með standandi lófataki í lok tónleika sinna. Eftir tónleikana var fagnað í suðursalnum en kórinn söng einnig við messu í kirkjunni á Pálmasunnudag ásamt kórfélögum úr Mótettukórnum sem sungu líka undurfallega. Dásamlegt og gefandi að fá svona góða gesti í heimsókn 👏Standing ovation after a wonderful concert with Alumni from the choir of Clare College Cambridge in Hallgrímskirkja last Saturday. Alumni sang also in the Sunday service together with members of the Hallgrímskirkja Motet Choir. The Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society is grateful for this very memorable and inspiring visit 🌼

Mikil veisla var í boði hjá Listvinafélaginu um helgina. Mjög falleg listsýning á verkum Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur var opnuð
í messulok og síðar um daginn voru tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju fyrir fullu húsi.
The Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society hosted 2 great events yesterday - an opening of a new Arts exhibition “Manifestations” after the service and a wonderful and very well attended concert with the Hallgrímskirkja Motet Choir with music by Brahms, Mendelssohn and Bruchner conducted by Hörður Áskelsson Music Director of Hallgrímskirkja. Björn Steinar Sólbergsson organist at Hallgrimskirkjs played the Klais organ.

Frábær ungmennakór, Cantate Youth Choir frá Portsmouth Cathedral í Bretlandi, var gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hallgrímssafnaðar um síðastliðna helgi. Kórinn söng tónleika á laugardeginum undir stjórn Davíð Price og einnig við messu sl. sunnudag þ s Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vísiteraði söfnuðinn og var stórkostlegt þegar kórinn söng þar m. a. Geistliches Lied eftir Brahms með Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, en Björn Steinar Sólbergsson lék á Klais orgelið. Spennandi verður að heyra þetta hrífandi verk aftur á tónleikum Mótettukórsins um næstu helgi. The Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society hosted a concert with the outstanding Cantate Youth Choir from Portsmouth Cathedral last Saturday with their conductor David Price and organist Sachin Gunga. The choir also participated in a festive service Sunday morning Feb 24th with the Icelandic Bishop where they also sang together with the Hallgrímskirkja Motet Choir, Geistliches Lied by Brahms. Below are some pictures from the concert and the nice reception afterwards as well as from the festive mass.

Óvenjulegt og stemmningsríkt kvöld í Hallgrímskirkju sl. mánudagskvöld með litháensku söngkonunni JURGA þ s hún söng bæði eigin lög sem hafa fært henni mikla frægð og einnig margar fegurstu aríur barokksins. Með henni lék Diana Enciede á Klais orgelið og lék hún einnig Litanie eftir Alain o. fl. orgelverk af mikilli færni og næmleika. Ginté Damusis sendiherra Litháen f Ísland sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn hélt glæsilega móttöku eftir tónleikana þ s þjóðsöngvar beggja landanna voru leiknir og fjölmargir Litháenar og Íslendingar nutu veislunnar og frábærra veitinga sem nýr kirkjuvörður Hallgrímskirkju
Kristinn Gissurarson útbjó. Ríkir mikil gleði og þakklæti hjá öllum eftir þessa vel heppnuðu heimsókn!
Wonderful evening last Monday with a great concert with the famous singer JURGA from Lithuania with Diana Enciede organ. After the concert the Lithuanian Ambassador for Iceland Ginté Damusis hosted a great reception in the south wing of the church.

[02/08/19]   Viðburðarrík helgi framundan hjá Listvinaféalgi Hallgrímskirkju- vonandi geta sem flestir notið þessara fjölbreyttu og spennandi viðburða, sem eru í boði á morgun kl. 14 og mánudagskvöld kl. 20.

Meira frá lokaæfingunni í gær - Requiem eftir Schnittke með Schola cantorum sem við munum njóta í Hallgrímskirkju dag kl 16. More Schnittke with Schola cantorum from the dress rehearsal yesterday - looking forward to concert today at 4 pm!

Hér er smá brot frá lokaæfingunni á hinu magnaða Schnittke Requiem sem verður flutt í fyrsta sinn í heild sinni á Íslandi á tónleikum Schola cantorum í Hallgrímskirkju í dag kl 16. Rafbassi og rafmagnsgítar í bland við orgel, celestu og píanó, trompet og básúnu ásamt pákum og mjög fjölbreyttum ásláttarhljóðfærum m. a. trommusetti mynda ótrúlega hrífandi og fjölbreyttan hljóðheim með kórnum og einsöngvurunum. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðasala í Hallgrímskirkju, við innganginn eða á tix.is. First whole performance of the magnificent Schnittke Requiem in Iceland today at 4pm with Schola cantorum and very unusual chamber orchestra with piano, celesta, organ, drum set, timpani and lots of percussion, electric guitar and bass, trombone and trumpet- wonderful work! Also 2 short a cappella first performances by Sigurður Sævarsson. Ticket sale on tix.is and in the church 2 hours before the concert. Listvinafélag.is

Hátíðarhljómar við áramót í Hallgrímskirkju.
Síðustu tónleikar ársins eru í dag kl. 16:00. Miðasala við innganginn og á miði.is. Þökkum fyrir frábæra aðsókn og stuðning og ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur í dag kl 14, þegar hin undurfagra Sálumessa Fauré o.fl. kirkjuleg verk verða flutt af framúrskarandi nemendum úr Tónlistardeild LHÍ og Tónskóla þjóðkirkjunnar í mjög ánægjulegu samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Erla Rut Káradóttir leikur hinn stóra orgelpart í Fauré í umskrift Mattias Wager dómorganista í Stokkhólmi. Mjög metnaðarfull og falleg efnisskrá þar sem einnig er boðið upp á einsöng með Klais-orgelinu og einleik á orgelið. Fréttatilkynning úr Mbl í dag fylgir - sjá nánar Listvinafélag.is 😊

Mjög fallegir og áhrifamiklir tónleikar Schola cantorum - Kammerkórs Hallgrímskirkju- á Allra heilagramessu sunnudaginn 4. nóvember sl. hrifu hina fjölmörgu tónleikagesti, sem þökkuðu fyrir sig með standandi lófataki. Listvinafélag Hallgrímskirkju þakkar Schola cantorum kærlega fyrir samstarfið og Hallgrímskirkju, Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg fyrir ómetanlegan stuðning við listastarfið í Hallgrímskirkju.

Allraheilagramessu tónleikar með Schola cantorum í dag kl 17. Undursamleg endurreisnartónlist mætir samtímanum á mjög áhrifamikinn hátt á minningardegi látinna. Miðasala á midi.is og við innganginn 1 klst. fyrir tónleikana. Afsláttur fyrir eldri borgara, námsmenn, öryrkja og listvini.

Eitt fremsta sálmatónskáld Norðurlandanna, Trond Kverno var gestur í messunni í Hallgrímskirkju sl. sunnudag og fluttir voru sálmar og önnur tónlist eftir hann. Einnig tóku fleiri góðir gestir þátt í messunni, Kór Bústaðakirkju og Jónas Þórir, sem sungu og spiluðu með félögum úr Mótettukór Hallgrímskirkju og Herði Áskelssyni. Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sáu um messuþjónustuna ásamt hópi messuþjóna úr Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Eiginkona Trond,Marit Nergaard, lék eftirspilið. Hrífandi falleg tónlist Trond Kverno setti mikinn svip á þessa vel sóttu, fallegu og hátíðlegu messu.
The Norwegian composer Trond Kverno’s beautiful music was performed in Hallgrimskirkja last Sunday in his presence.

Schola cantorum söng 10. sumartónleika sína í sumar í fegursta síðsumarveðri í gær og lauk þar með 10. sumartónleikaröð sinni í samstarfi við Alþjóðlegt orgelsumar og Listvinafélagið 🌻Um 140 manns nutu himneskar tónlistar og hrífandi söngs kórsins og mjög skemmtileg stemmning var í suðursalnum þ.s. spjallað var á ýmsum tungumálum yfir kaffibolla með Mozartkúlum og fleira góðgæti. The 10th and last of the annual summer concerts of the Hallgrímskirkja chamber choir Schola cantorum - held for the 10th time this summer, was yesterday. Very grateful audience and great atmosphere after the choirs enchanting singing ❤️After the concert we all celebrated together in the south wing of the church with very many Icelanders but also International guests from all over the world.

Hlé hefur verið gert á beinu streymi frá tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í sumar. Vonandi verður framhald á streyminu sem fyrst, þar sem þessi nýjung hefur vakið mikla ánægju og um 2000-2500 manns um allan heim hafa fylgst með hverjum tónleikum.
The streaming from the International Organ Summer 2018 has now been paused but will hopefully continue soon as 2000-2500 people have enjoyed the streaming from each concert from June 16- July 8 this summer all around the world.

Winfried Bönig - Síðdegistónleikar á Alþjóðlegu orgelsumri 2018

Við streymum frá síðdegistónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju, þar sem Winfried Bönig, aðalorganisti dómkirkjunnar í Köln, leikur valin verk. Tónleikarnir byrja kl.17:00 og standa yfir í um klukkustund. Streymi frá tónleikunum er í boði Listvinafélags Hallgrímskirkju og Leitandi.is

Kitty Kovács - Alþjóðlegt Orgelsumar 2018

Við streymum í dag frá Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju, þar sem organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum, Kitty Kovács leikur á hádegistónleikum. Tónleikarnir eru í boði Listvinafélags Hallgrímskirkju og Leitandi.is

LACC -Los Angeles barnakórinn á æfingu fyrir tónleikana í kvöld kl 20- dásamlegur kór og Anne Tomlinson frábær stjórnandi! Daníel Bjarnason stjórnar frumflutningi á sínu eigin verki - miðaverð 2500 kr og frítt fyrir börn 😊

30.06.18 - Irena Chřibková - Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

30. júní kl. 12.00: Irena Chřibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

Efnisskrá:

Bernardo Storace 1637‒1707 Ballo della battaglia

Johann Gottfried Walther 1684‒1748 Konsert í h-moll

Umr./Trans.: Joseph Meck 1690‒1758 Allegro – Adagio – Allegro

Jean-Marie Plum 1899‒1944 Theme varié

Alexandre Guilmant 1837‒1911 Marche religieuse

við stefið / to the theme Lift Up Your Heads

úr / from Messías eftir / by G.F. Händel

Irena Chřibková er aðalorganisti Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Þar hefur hún lagt grunninn að mörgum kirkjutónleikaröðum, m.a. Alþjóðlegri orgelhátíð heilags Jakobs sem er talin með fremstu tónlistarhátíðum í Evrópu. Þá eru sunnudagstónleikar hennar „Hálftíma orgeltónlist í basilíkunni“ mjög vinsælir.

Irena Chřibková stundaði nám við Kroměříž Tónlistarskólann hjá K. Pokora, við Listaakademíuna í Prag hjá próf. M. Šlechta og í París hjá Susan Landale. Góð frammistaða í alþjóðlegum orgelkeppnum lagði grunninn að vinsældum hennar sem konsertorganista og hún hefur komið fram víða um heim auk þess að vinna með leiðandi tónlistarmönnum, kórum og hljómsveitum.

Tónverkaskrá Irenu nær frá barokktímabilinu til nútímans með sérstaka áherslu á franska orgeltónlist, verk J. S. Bachs og tékkneska tónlist, m.a. eftir fyrirrennara sína við orgelið í basilíkunni. Hún er einnig virtur kennari í orgelleik í heimalandi sínu.

Við streymum frá tónleikum í Hallgrímskirkju, en þar leikur Elísabet Þórðardóttir organisti við Kálfatjarnarkirkju verk eftir Mendelssohn, Gigout, Widor og Vierne (Carillon de Westminster).

Elísabet Þórðardóttir (IS) organist of Kálfatjarnarkirkja on the Reykjanes Peninsula plays works of Mendelssohn, Gigout, Widor and Vierne (Carillon de Westminster).

Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum árið 2001 og voru kennarar hennar þar Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001–2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi í maí 2017 og einleikaraáfanga vorið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún hefur starfað sem píanókennari og undirleikari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðan 2006, verið organisti Kálfatjarnarkirkju frá 2012 og meðfram því organisti í hlutastarfi við Laugarneskirkju frá 2017.

Elísabet Þórðardóttir studied the piano and graduated from the New Music School in Reykjavik in 2001 with Rögnvaldur Sigurjónsson and Ragnar Björnsson as principal teachers. 2001-2004 she studied at the “Musikhochschule Luzern” in Switzerland. In 2012 Elísabet began her studies as a church musician at the National Church School of Music under the guidance of Björn Steinar Sólbergsson with graduation in the spring of 2017 and soloist diploma in 2018. Since 2006 Elísabet has taught the piano at the Hafnarfjörður Music School as well as providing accompaniment. She has been the organist of Kálfatjarnarkirkja church on the Reykjanes peninsula since 2012 and since 2017 also a part-time organist at Laugarneskirkja church in Reykjavík.

Síðdegistónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni

Hinir vinsælu og vel sóttu sumartónleikar, sem nú eru haldnir 26. sumarið í röð. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 17:00 (klukkustund) og fimmtudags- og laugardagshádegi kl. 12:00 (hálftími). Á Alþjóðlegu orgelsumri 2018 koma fram konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum: 23. júní kl. 12.00 og 24. júní kl. 17.00: Björn Steinar Sólbergsson, Hallgrímskirkju, Reykjavík

Björn Steinar Sólbergsson á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju

Í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá sýnum við í beinni útsendingu frá hádegistónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista í Hallgrímskirkju, sem byrja kl. 12:00 í Hallgrímskirkju, laugardaginn 23.júní. Tónleiklarnir eru hluti af alþjóðlegu orgelsumri sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir.

Hádegistónleikar Cantum Scholare í Hallgrímskirkju

Í samstarfi við Cantum Scholare, kór Hallgrímskirkju, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá streymum við beint frá hádegistónleikum Cantum Scholare í dag, fimmtudag 20.júní. Vonum að þið njótið þessara fallegu tóna.

Síðdegistónleikar á 17.júní - Eyþór Franzson Wechner

Í dag bjóðum við ykkur upp á beina útsendingu frá alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Þar spilar organistinn, Eyþór Franzson Wechner nokkur helstu verk orgelsögunnar. Tónleikarnir eru sýndir í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju, Leitandi.is og með góðfúslegu leyfi Eyþórs Franzsonar Wechner organista í Blönduóskirkju

Eyþór Franzson Wechner - Orgelsumar í Hallgrimskirkju

Við fáum að sýna beint frá Orgelsumar í Hallgrimskirkju, í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is. Í dag spilar Eyþór Franzson Wechner. Nánar á Hallgrímskirkja.is

MatteusarPassía með barna og unglingakór Hallgrímskirkju

Aldeilis stolt af Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju sem söng barnakórshlutverkið
í Matteusarpassíunni á tónleikunum í Hallgrímskirkju með glæsibrag en Akureyrskar stúlkur sungu hlutverkið í Hofi. Skemmtilegt að fylgjast aðeins með lokaæfingu hér 💛

Heimsótti Ásu Vilborgu í Hallgrímskirkju, en barna og unglingakór Hallgrímskirkju er að syngja Matteusarpassíu á föstudaginn langa.

Sýningu Erlings Páls Ingvarssonar BIRTING í forkirkju Hallgrímskirkju lýkur á sunnudaginn kl. 17.
“ Sýningin er tileinkuð vaxandi birtu með tilvísun í þann árstíma sem hún stendur yfir....”EPI
Sýningin hefur vakið mikla athygli og var listamannaspjall 3. feb. sl. einstaklega vel heppnað. Fullt var út úr dyrum í forkirkjunni, en þar sagði Erlingur Páll frá verkum sínum og nálgun við listina og Rósa Gísladóttir myndlistarfulltrúi Listvinafélagsins leiddi umræður og kom með áhugaverðar spurningar- sjá meðfylgjandi myndir. Sýningunni lýkur 18. febrúar og er opið 9-17 alla daga. Aðgangur er ókeypis og eru myndirnar til sölu.

Fredrik Söderberg, Christine Ödlund. ALPHA & OMEGA. 25-ágúst-27. nóvember. 2017. The Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society. Reykjavik Iceland.

Ánægjulegt að lesa þessa fínu umfjöllun um sýningu Fredrik Söderberg og Christine Ödlund ALPHA&OMEGA, sem Listvinafélagið stóð fyrir í forkirkjunni sl. haust

yraidym91.blogspot.com Fredrik Söderberg, Christine Ödlund. ALPHA & OMEGA. 25-ágúst-27. nóvember. 2017. The Hallgrímskirkja Friends of the Arts Society. Reykjavik...

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Winfried Bönig - Síðdegistónleikar á Alþjóðlegu orgelsumri 2018
Kitty Kovács - Alþjóðlegt Orgelsumar 2018
30.06.18 - Irena Chřibková - Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju
Síðdegistónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni
Björn Steinar Sólbergsson á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju
Hádegistónleikar Cantum Scholare í Hallgrímskirkju
Síðdegistónleikar á 17.júní - Eyþór Franzson Wechner
Eyþór Franzson Wechner - Orgelsumar í Hallgrimskirkju

Telephone

Address


HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík
101
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Ásatrúarfélagið Ásatrúarfélagið
Síðumúli 15
Reykjavík, 108

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Fagraþing 2a
Reykjavík, 203

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Kaþólska kirkjan á Íslandi