Hallgrímskirkja

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Los Angeles Children's Choir - Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2018

Í kvöld kl. 20:00 streymum við frá tónleikum Los Angeles Children Choir í Hallgrímskirkju. Los Angeles Children’s Choir, sem hefur hlotið mikið lof fyrir einstakan “bel canto” söng sinn og er kórinn gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Alþjóðlegs orgelsumars 2018.

Síðdegistónleikar á Alþjóðlegu Orgelsumri 2018 í Hallgrímskirkju. 1. júlí kl. 17.00: Irena Chřibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

Efnisskrá:

- Claude Balbastre 1724‒1799 Prelúdía og fúga í d-moll
- Georges Mac-Master 1862‒1898 Offertoire, op. 43 Toccata í A-dúr, op. 67
- Josef Suk 1874‒1935 Meditation on Saint Wenceslas Úts./Trans:
- František Picka 1883‒1918 chorale op. 35
- Petr Eben 1929-2007 Stúdentasöngvar og Sálumessa Student Songs og Requiem úr Orgelverkinu um Faust / from the organ cycle Faust
- Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Tokkata og fúga í d-moll (dórísk), BWV 538
- Josef Klička 1855‒1937 Fantasía um sinfóníska ljóðið Vyšehrad (Hái kastali),
- 1. kafli Föðurlands míns eftir Bedřich Smetana, op. 33/1 / Fantasy on the symphonic poem “Vyšehrad” (High Castle),
- I part of My Fatherland by Bedřich Smetana. op. 33/1

30.06.18 - Irena Chřibková - Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

30. júní kl. 12.00: Irena Chřibková, organisti Basilíku Heilags Jakobs í Prag

Efnisskrá:

Bernardo Storace 1637‒1707 Ballo della battaglia

Johann Gottfried Walther 1684‒1748 Konsert í h-moll

Umr./Trans.: Joseph Meck 1690‒1758 Allegro – Adagio – Allegro

Jean-Marie Plum 1899‒1944 Theme varié

Alexandre Guilmant 1837‒1911 Marche religieuse

við stefið / to the theme Lift Up Your Heads

úr / from Messías eftir / by G.F. Händel

Irena Chřibková er aðalorganisti Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag. Þar hefur hún lagt grunninn að mörgum kirkjutónleikaröðum, m.a. Alþjóðlegri orgelhátíð heilags Jakobs sem er talin með fremstu tónlistarhátíðum í Evrópu. Þá eru sunnudagstónleikar hennar „Hálftíma orgeltónlist í basilíkunni“ mjög vinsælir.

Irena Chřibková stundaði nám við Kroměříž Tónlistarskólann hjá K. Pokora, við Listaakademíuna í Prag hjá próf. M. Šlechta og í París hjá Susan Landale. Góð frammistaða í alþjóðlegum orgelkeppnum lagði grunninn að vinsældum hennar sem konsertorganista og hún hefur komið fram víða um heim auk þess að vinna með leiðandi tónlistarmönnum, kórum og hljómsveitum.

Tónverkaskrá Irenu nær frá barokktímabilinu til nútímans með sérstaka áherslu á franska orgeltónlist, verk J. S. Bachs og tékkneska tónlist, m.a. eftir fyrirrennara sína við orgelið í basilíkunni. Hún er einnig virtur kennari í orgelleik í heimalandi sínu.

Við streymum frá tónleikum í Hallgrímskirkju, en þar leikur Elísabet Þórðardóttir organisti við Kálfatjarnarkirkju verk eftir Mendelssohn, Gigout, Widor og Vierne (Carillon de Westminster).

Elísabet Þórðardóttir (IS) organist of Kálfatjarnarkirkja on the Reykjanes Peninsula plays works of Mendelssohn, Gigout, Widor and Vierne (Carillon de Westminster).

Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum árið 2001 og voru kennarar hennar þar Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001–2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi í maí 2017 og einleikaraáfanga vorið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún hefur starfað sem píanókennari og undirleikari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar síðan 2006, verið organisti Kálfatjarnarkirkju frá 2012 og meðfram því organisti í hlutastarfi við Laugarneskirkju frá 2017.

Elísabet Þórðardóttir studied the piano and graduated from the New Music School in Reykjavik in 2001 with Rögnvaldur Sigurjónsson and Ragnar Björnsson as principal teachers. 2001-2004 she studied at the “Musikhochschule Luzern” in Switzerland. In 2012 Elísabet began her studies as a church musician at the National Church School of Music under the guidance of Björn Steinar Sólbergsson with graduation in the spring of 2017 and soloist diploma in 2018. Since 2006 Elísabet has taught the piano at the Hafnarfjörður Music School as well as providing accompaniment. She has been the organist of Kálfatjarnarkirkja church on the Reykjanes peninsula since 2012 and since 2017 also a part-time organist at Laugarneskirkja church in Reykjavík.

Jónsmessuhymni var kenndur í messunni í Hallgrímskirkju á þessum Jónsmessudegi, nýr lofsöngur Hreiðars Inga: Eilífum Föður öll hans hjörð.... Höfundurinn kynnti og æfði söfnuðinn. Hrífandi sálmur, sem saminn var í vikunni og strax frumfluttur í Hallgrímskirkju - og takið eftir tileinkun tónskáldsins - fyrir Hallgrímskirkju. „Takk Hreiðar Ingi Þorsteinsson.“

Síðdegistónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni

Hinir vinsælu og vel sóttu sumartónleikar, sem nú eru haldnir 26. sumarið í röð. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 17:00 (klukkustund) og fimmtudags- og laugardagshádegi kl. 12:00 (hálftími). Á Alþjóðlegu orgelsumri 2018 koma fram konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum: 23. júní kl. 12.00 og 24. júní kl. 17.00: Björn Steinar Sólbergsson, Hallgrímskirkju, Reykjavík

Hinn glæsilegi Los Angeles Children Chorus heldur tónleika í Hallgrímskirkju mánudaginn 2. júlí næstkomandi í samsstarfi við Listvinafelag Hallgrímskirkju og Alþjóðlegt orgelsumar. Við í Barna-og unglingakór Hallgrimskirkju hlökkum til að hitta þau og syngja saman, en síðast en ekki síst hlusta á metnaðarfulla efnisskrá þeirra, þar sem má meðal annars heyra nýja tónsmíð eftir Daníel Bjarnason!👌🇮🇸

Los Angeles Children’s Chorus performs in á concert July 2nd as part of International Organ Summer in Hallgrímskirkja. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir looks forward meeting LACC and enjoy some singing together as well as their ambitious concert programme.

Björn Steinar Sólbergsson á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju

Í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá sýnum við í beinni útsendingu frá hádegistónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista í Hallgrímskirkju, sem byrja kl. 12:00 í Hallgrímskirkju, laugardaginn 23.júní. Tónleiklarnir eru hluti af alþjóðlegu orgelsumri sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir.

Hádegistónleikar Cantum Scholare í Hallgrímskirkju

Í samstarfi við Schola cantorum, kór Hallgrímskirkju, Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is, þá streymum við beint frá hádegistónleikum Schola cantorum í dag, fimmtudag 20.júní. Vonum að þið njótið þessara fallegu tóna.

Síðdegistónleikar á 17.júní - Eyþór Franzson Wechner

Í dag bjóðum við ykkur upp á beina útsendingu frá alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Þar spilar organistinn, Eyþór Franzson Wechner nokkur helstu verk orgelsögunnar. Tónleikarnir eru sýndir í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju, Leitandi.is og með góðfúslegu leyfi Eyþórs Franzsonar Wechner organista í Blönduóskirkju

hallgrimskirkja.is

Messa á þjóðhátíðardag

Nú er búið að tala mikið um Messi og Meza en á morgun er MESSA kl. 11, þjóðhátíðardag. Allir velkomnir, nóg af sætum.

Áfram Ísland!

hallgrimskirkja.is Þjóðhátíðardagurinn Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hirti Pálssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Orga…

Eyþór Franzson Wechner - Orgelsumar í Hallgrimskirkju

Við fáum að sýna beint frá Orgelsumar í Hallgrimskirkju, í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju og Leitandi.is. Í dag spilar Eyþór Franzson Wechner. Nánar á Hallgrímskirkja.is

visir.is

„Ég er kominn heim“ verður spilað á klukkur Hallgrímskirkju fyrir fyrsta leik Íslands á HM - Vísir

Gleðilegan leikdag íslendingar!
http://www.visir.is/g/2018180619336

visir.is Lofsöngurinn verður spilaður á þjóðhátíðardaginn en þetta er mögulegt vegna nýs stýrikerfis.

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir lauk í morgun kórsumarbúðum með messusöng í Skálholtskirkju. 24 unglingar, 13-16 ára, úr 6 kórum víðs vegar af landinu fengu að upplifa nýja tónlist og nýja vináttu gegnum söng, fjallgöngu, sundferðir, kvöldvökur og góðan mat! Takk Margrét Bóasar söngmálastjóri, Sigrún Magna kórstjóri og Kristín Jóhannsdóttir fyrir frábært framtak og utanumhald!

Last day of Youth Choir Summer Camp (for 13-16 years) ended with Sunday mess in Skálholt Church, this morning. Wonderful four days of new music, new friendship and different activities in the beautiful Skálholt Church - only one hour drive from Reykjavík!

Sigríður Hjálmarsdóttir nýr framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju

Mannaskipti hafa orðið í Hallgrímskirkju. Jónanna Björnsdóttir hefur látið af störfum framkvæmdastjóra kirkjunnar eftir fjórtán ára starf. Sigríður Hjálmarsdóttir tók við starfi hennar 1. júní. Sigríður hefur verið menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ, starfað sem ráðgjafi hjá KOM-almannatengslum og verið stundakennari við HÍ. Þá hefur hún verið blaðamaður og starfað við æskulýðsmál, knattspyrnuþjálfun og löggæslu. Sigríður er með BA próf í guðfræði og MS próf í mannauðsstjórnun.

Sóknarnefnd og starfsfólk Hallgrímskirkju býður Sigríði velkomna til starfa og þakkar Jónönnu Björnsdóttur fyrir frábær störf í þágu kirkjunnar frá árinu 2004.

Myndin var tekin í Hallgrímskirkju þegar Jónanna var kvödd og Sigríður tók við starfi.

Takk fyrir frábærlega skemmtilega, ljúfa, fjöruga og sumarlega samveru í morgun! Og takk, þið öll, sem hjálpuðu til að láta þetta ganga upp!

Þótt það blási og rigni á okkur alla daga hlökkum við óendanlega mikið til Sumarhátíðar Hallgrímskirkju sem verður á sunnudaginn! Þá verður sól í hjarta, sama hvernig viðrar úti!

ruv.is

Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju

Ef þið misstuð af kirkjuferð fyrr í dag er hægt að njóta sálma, lestra, sterkviðris, tónlistar og prédikunar í Hallgrímskirkju fyrr í dag. Markús Hjaltason og Ragnheiðar var hjóðlistamaður RÚV á staðnum og útvarpaði messunni fagurlega. Slóðin er hér að neðan. Gleðilega hátíð heilags anda.

ruv.is Séra Sigurður Árni Þórðarson predikar. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Séra Sigurður Árni Þórðarson predikar. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar...

Síðasta ferming vorsins fer fram á morgun! Um leið og við þökkum fermingarbörnunum fyrir veturinn þá hlökkum við til að taka á móti nýjum hópi í haust!
Skráning er hafin á hallgrimskirkja.is

Yndislegur ferðadagur að kveldi kominn! Akranes skartaði sínu mildasta vorveðri og við nutum gestrisni og gáfna Skagafólks! Takk Irma Sjöfn og Steinunn fyrir leiðsögnina!

TTT hélt æsispennandi kökuskreytingakeppni þar sem hvert liðið á fætur öðru sýndi hvað í þeim býr!

Barna-og unglingakór Hallgrímskirkju heldur KÖKUBASAR að lokinni messu 29. apríl. Tilvalið að grípa með sér heimabakað með sunnudagskaffinu! 😉🎵

Sunnudagaskólinn verður í turninum á sunnudaginn!

hallgrimskirkja.is

Messa og barnastarf kl 11

Fyrsta messan í sumar. Komið og eigið góðan dag með okkur :)

hallgrimskirkja.is Messa og barnastarf 22. apríl 2018 kl 11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari asamt Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Or…

[04/18/18]   Krílafimi heimsækir foreldramorgna í dag! Mikið erum við spennt að prófa að gera æfingar með litlu krílunum sem styrkja þau og styðja þau í þroska og hreyfigetu. Svo er það örugglega alveg rosalega skemmtilegt!
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl 10-12 í kórkjallara Hallgrímskirkju.

Átta stúlkur voru fermdar í dag í Hallgrímskirkju. Til hamingju með daginn! #hallgrimskirkja #ferming2018

Foreldramorgnar alla miðvikudaga kl 10-12 í kórkjallaranum. Myndirnar voru teknar í mars þegar Eliza Reed forsetafrú heimsótti okkur og sagði frá sinni upplifun af því að aðlagast íslensku samfélagi. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna! Í dag er hins vegar pálínuboð, söngstund, spjall, kaffi, leikföng og hlýtt andrúmsloft fyrir ung börn og foreldra þeirra. Verið velkomin!

hagvangur.is

Framkvæmdastjóri - Hallgrímskirkja

Hallgrímskirkja er lifandi vinnustaður. Er þetta kannski draumastarfið þitt?

http://www.hagvangur.is/hagvangur/radningar/storf-i-bodi/starf/?jobname=framkvaemdastjori-hallgrimskirkja

hagvangur.is Hallgrímssöfnuður óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfsemi í Hallgrímskirkju er umsvifamikil með helgihaldi og hefðbundnu kirkjustarfi ásamt fjölbreyttri tónlistar- og listastarfsemi og þjónustu við ferðafólk. Fjölmargir koma að starfi í Hallgrímskirkju sem starfsf...

Leitandi.is

Það var magnað að heimsækja Ásu Valgerði, ásamt barna og unglingakór Hallgrímskirkju í dag, þegar þau voru að æfa fyrir Matteusarpassíu Bach, sem flutt verður í í kvöld, föstudaginn langa.

Leitandi.is

Það var skemmtilegur dagur í sunnudagaskóla Barna- og unglingastarf Hallgrímskirkju, þegar farið var í páskaeggjaleit á páskadag. Inga Harðardóttir fór yfir ævintýri dagsins með okkur í þessum skemmtilega viðtali.

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir æfði í dag fyrir Matteusarpassíu Bachs, sem flutt verður í Hallgrimskirkju klukkan 18 á föstudaginn langa.

🎶 - rehearsing today Bachs’ St. Matthews Passion, for the concert in Hallgrímskirkja - Good Friday at 18:00 oclock.

hallgrimskirkja.is

Skírdagur – Kvöldmessa og Getsemanestund kl. 20

Verið velkomin. / Be Welcome.

http://www.hallgrimskirkja.is/2018/03/28/skirdagur-kvoldmessa-og-getsemanestund-kl-20-2/

hallgrimskirkja.is Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Organisti er Björn S…

hallgrimskirkja.is

Ensk messa kl. 15 ATH BREYTTUR TÍMI / English service at 3 pm

Minnum á aftansöng kl. 17 í dag, messa og barnastarf á Pálmasunnudag kl. 11 og ensk messa kl. 15. Mikið um dýrðir! / Today: Evensong at 5 pm. Tomorrow: Sunday service on Palm Sunday at 11 am and english service at 3 pm. Welcome to church!

hallgrimskirkja.is English below: Ensk messa kl. 15, sunnudaginn 25. mars. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ____…

hallgrimskirkja.is

Messa og barnastarf á pálmasunnudag 25. mars kl. 11

Messa og barnastarf á pálmasunnudag 25. mars kl. 11

http://www.hallgrimskirkja.is/2018/03/23/messa-og-barnastarf-a-palmasunnudag-25-mars-kl-11/

hallgrimskirkja.is Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11 Messa og barnastarf í Hallgrímskirkju   Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr…

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Los Angeles Children's Choir - Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2018
30.06.18 - Irena Chřibková - Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju
Síðdegistónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni
Björn Steinar Sólbergsson á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju
Hádegistónleikar Cantum Scholare í Hallgrímskirkju
Síðdegistónleikar á 17.júní - Eyþór Franzson Wechner
Eyþór Franzson Wechner - Orgelsumar í Hallgrimskirkju

Telephone

Address


Hallgrímstorg 1
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 09:00 - 21:00
Tuesday 09:00 - 21:00
Wednesday 09:00 - 21:00
Thursday 09:00 - 21:00
Friday 09:00 - 21:00
Saturday 09:00 - 21:00
Sunday 09:00 - 21:00
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101