Hallgrímskirkja

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja i hjarta Reykjavíkur. Um leið er hún þjóðarhelgidómur byggður til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sálmaskáldið góða.
Það er eitthvað að gerast á hverjum degi.
Margir notfæra sér að heimsækja kirkjuna til að taka sér hljóða stund í ró og næði og þrátt fyrir umferð annarra gesta er auðvelt finna sér griðastað fyrir hugsanir sínar og bænir.

Hallgrimskirkja is a parish church in the heart of Reykjavík. It is also a national shrine built in the memory of the 17th century poet, the rev. Hallgrímur Pétursson.
The church offers a living community with activities every day.
Many come to the church seeking a quiet moment by themselves and even when other are around it is easy to find a refuge for thought and prayer.

Jólafundur Kvenfélagsins – skráning

hallgrimskirkja.is

Hægt er að skrá sig á jólafund Kvenfélagsins sem verður 23. nóvember kl. 19.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/11/09/jolafundur-kvenfelagsins-skraning/

hallgrimskirkja.is verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 19:00. Á fundinum verður hin hefðbundna hangikjötsveisla ásamt söng, upplestri og gleði. Verð kr. 3.900 á manninn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20. n…

Inside Hallgrímskirkja - Reykjavik, Iceland

youtube.com

https://www.youtube.com/watch?v=zfq5v0tJkic
Alltaf gaman að fá aðsend myndefni til okkar. Adam Frost var svo góður að senda okkur þetta myndband sem gleður. Flott myndband sem sýnir kirkjuna okkar vel.

Inside Reykjavik's beautiful Cathedral, Hallgrimskirkja. It is named after the poet and pastor Hallgrímur Pétursson and is one of the most visited places of ...

ÁRÍÐANDI! TÓNLEIKUM Schola cantorum á Allra heilagra messu sunnudaginn 5. nóv nk.FRESTAÐ

hallgrimskirkja.is

Tónleikum Schola cantorum sem áttu að vera kl. 17 í dag er frestað vegna veðurs.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/11/05/aridandi-tonleikum-schola-cantorum-a-allra-heilagra-messu-sunnudaginn-5-nov-nk-frestad/

hallgrimskirkja.is Fyrirhuguðum tónleikum Schola cantorum á Allra sálna messu í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 er aflýst vegna veðurs í samráði við sérfræðinga á Veðurstofunni. Þessir árlegu tónleikar þegar látinna min…

95 greinar Lúthers í fyrsta sinn!

Þegar Marteinn Lúther negldi greinar sínar á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517 hófst siðbótin. Hugmyndir Lúthers breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu. Nákvæmlega 500 árum síðar verða greinarnar 95 lesnar upphátt í Hallgrímskirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem greinarnar eru lesnar í heyranda hljóði í kirkju á Íslandi og líklega í norðurhluta Evrópu. Prestar Hallgrímskirkju lesa og skýra. Þessi sögulegi viðburður, sem er hluti Lúthersdaga, hefst kl. 12 mun taka um hálfa klukkustund.

Kirkjuklukkurnar hljóma en þær eru nú teknar í notkun eftir langa þögn og mikla viðgerð. Listgjörningur Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal heldur áfram og þar gefst fólki færi á að gera sína eigin tesu, prenta eða þrykkja og negla á dyr. Kl. 18 verða svo kirkjusöngvar í Hallgrímskirkju. Sálmar Lúthers og nýir sálmar verða sungnir. Siðbótarnefnd býður síðan afmælisveislu í Suðursal. Allir velkomnir á viðburði Lúthersdaga í Hallgrímskirkju.

Um leið og við minnum á hátíðarmessu kl. 11 næsta sunnudag þá minnum við á dagskrá Lúthersdagana í Hallgrímskirkju 26. - 31. október. Sjá nánar inn á Hallgrímskirkja.is og listvinafelag.is. Nóg um að vera, láttu sjá þig. / Lutherdays in Hallgrimskirkja 26. - 31. October. Further information on Hallgrimskirkja.is and listvinafelag.is. #hallgrimskirkja #martinluther #siðbót2017 #messa #reykjavik #reformation500

[10/26/17]   Lúthersdagar í Hallgrímskirkju

Síðustu dagarnir í október eru hátíðadagar í Hallgrímskirkju. Kirkjudagurinn, vígsludagur kirkjunnar, er 26. október, 27. október er dánardagur skáldsins og prestsins sem kirkjan er kennd við. Siðbótarafmælið er svo síðasta dag mánaðarins. Af þessu merka og margfalda tilefni verða Lúthersdagar haldnir í kirkjunni 26. – 31. október. Frammi fyrir Guði eru gjafir og kall tímans íhuguð í messum og kyrrðarstund. Sálmar Sigurðar Flosasonar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar verða fluttir. Myndlistarsýning Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal verður opnuð og iðkuð af eldri og yngri. Á sunnudeginum verður hátíðarmessa árdegis og kantötuguðsþjónusta síðdegis. Sr. Kristján Valur Ingólfsson mun prédika við síðari athöfnina. Tónleikhús um siðbótarkonur verður á mánudeginum. Og á siðbótardeginum verða tesur Lúthers lesnar í kirkju í heyranda hljóði í fyrsta sinn. Afmælisveisla siðbótarinnar verður svo um köldið – að lútherskum hætti. Dagskrá Lúthersdaga má sjá á heimasíðu Hallgrímskirkju.

Gleði, söngur og samfélag smáfólksins alla miðvikudaga kl 10-12!

Hvers virði er náttúran og umhverfið þér? Hefur kirkjan eitthvað um þau stóru mál að segja. Sunndagaginn 8. október mun Einar Karl Haraldsson hafa framsögu í Hallgrímskirkju um efnið: Tíminn er fullnaður – umbreyting nauðsyn. Allir eru velkomnir til samtalsins sem verður á jarðhæð kirkjunnar – en kórmegin. Hægt er að ganga inn að austanverðu en einnig fara inn í kirkjuna og niður tröppur sunnan megin við kórinn. Einar Karl Haraldsson er sóknarnefndarmaður í Hallgrímskirkju og stýrir undirbúningi fjölþjóðlegs þings Heimsráðs kirkna (Alkirkjuráðsins) sem haldið verður í Digraneskirkju og í tengslum við Arctic Circle þingið í Hörpu. Sunnudagarnir í Hallgrímskirkju eru grænir. Verið velkomin – munið kl. 10 og síðan verður messa kl. 11.


Want your Place Of Worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Featured Listing.

Videos (show all)

Almennur söngur á Sálmafossi - Megi gæfan þig geyma
Láttu Guðs hönd þig leiða hér.  Hallgrímur Pétursson Passíusál...
Gefðu að móðurmálið mitt

Category

Telephone

Address


HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00
Saturday 09:00 - 17:00
Sunday 09:00 - 17:00
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja is a Lutheran (Church of Iceland) parish church in Reykjavík, Iceland. At high, it is the largest church in Iceland and among the tallest structures in Iceland. T...

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

La cathédrale luthérienne de Reykjavik, est l’unique cathédrale luthérienne islandaise siège de l'Église d'Islande. Elle est située à Austurvöllur dans la partie occiden...

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...