Hallgrímskirkja

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja i hjarta Reykjavíkur. Um leið er hún þjóðarhelgidómur byggður til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sálmaskáldið góða.
Það er eitthvað að gerast á hverjum degi.
Margir notfæra sér að heimsækja kirkjuna til að taka sér hljóða stund í ró og næði og þrátt fyrir umferð annarra gesta er auðvelt finna sér griðastað fyrir hugsanir sínar og bænir.

Hallgrimskirkja is a parish church in the heart of Reykjavík. It is also a national shrine built in the memory of the 17th century poet, the rev. Hallgrímur Pétursson.
The church offers a living community with activities every day.
Many come to the church seeking a quiet moment by themselves and even when other are around it is easy to find a refuge for thought and prayer.

Messa og barnastarf 14. janúar kl. 11

hallgrimskirkja.is

Verið velkomin til messu næsta sunnudag. / Be welcome to sunday service.

http://www.hallgrimskirkja.is/2018/01/12/messa-og-barnastarf-14-januar-kl-11/

hallgrimskirkja.is Hallgrímskirkja Messa og barnastarf 14. janúar kl. 11 Annar sunnudagur eftir þrettánda Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða…

Krílasálmar - tónlistarstundir fyrir 2-12 mánaða kríli verða á mánudögum kl 12.30 á vorönn. Umsjón hafa Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir sem syngja, spila, dansa og leika með krúttunum og foreldrum þeirra.
Það kostar ekkert að vera með en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda póst á inga@hallgrimskirkja.is
Krílasálmar byrja mánudaginn 8. janúar.

Barnastarfið hefst á morgun!

Aftansöngur á gamlárskvöld kl. 18 – Útvarpað á Rás 1

hallgrimskirkja.is

Aftansöngur á gamlárskvöld kl. 18 - Útvarpað á Rás 1. Verið velkomin til kirkju eða við hlustir heima. / Evensong on New Years Eve at 6 pm. Radiobrodcasted from Channel 1. Welcome to church or to listen at home.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/12/29/aftansongur-a-gamlarskvold-kl-18-utvarpad-a-ras-1/

hallgrimskirkja.is Aftansöngur í Hallgrímskirkju kl. 18 Verið hjartanlega velkomin til kirkju eða við hlustir heima. Útvarpað er frá Rás 1 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu S…

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir

🎶 Heims um ból ❤️

Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir

🎶🎄 Nóttin var sú ágæt ein ❤️

Gleðileg jól 🌟 frà Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Ásu kórstjóra ❤️ Getum tekið við nýjum kórmeðlimum í janúar 🎶 Upplýsingar fást hjá asa@hallgrimskirkja.is🎄

Hallgrímskirkja óskar ykkur gleðilegrar hátíðar. \ Happy holiday greetings from Hallgrimskirkja. #christmasday #hallgrimskirkja #jól2017 #merrychristmas #gleðilegjól

Jólasagan 😇 og jólasveinar🎄í afar gleðilegri fjölskyldumessu síðastliðinn sunnudag eins og myndirnar bera með sér! Kórinn bakaði vöfflur og hitaði súkkulaði ❤️ og jólasálmar og söngvar sungnir af hjartans lyst 🎶

Miðbæjarsöngur Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir á Mathöll Hlemmi í gær 🎶 Gleði og stemning 🎄❤️

Þaulæfður eftir 35 ár í hlutverki Jósefs

ruv.is

Það var gaman í messunni í gær og Rúv mætti til þess að fjalla um helgileikinn.

ruv.is Það var hátíðleg stund þegar Leikhópurinn Perlan flutti jólahelgileikinn úr Lúkasarguðspjalli í Hallgrímskirkju í dag. Einn leikaranna er orðinn reyndur í hlutverki Jósefs, því þetta er í þrítugasta og fimmta skiptið sem hann leikur stjúpföður frelsarans.

Á hverjum sunnudegi er kirkjukisi mættur fyrir utan kirkjuna. Tilviljun eða?
Við minnum allavega á fjölskylduguðþjónustu kl. 11 í dag. Jólaball niðrí kórkjallara eftir guðþjónustu og einnig mun Barna-og unglingakórinn vera með vöfflu og súkkulaði til sölu til styrktar kórnum. Verið velkomin. #hallgrimskirkja #þriðjisunnudaguríaðventu #kirkjukisi #jóló

Hátíðlegur helgileikur og skemmtilegt jólasprell í fjölskyldustund í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kl 11!
Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju / Hallgrimskirkja Youth Choir syngur, Leikhópurinn Perlan flytur helgileik og jólasveinar kíkja í heimsókn!

Til hamingju Klais!
Í dag, 13. desember fagnar stærsta orgelið á Íslandi 25 ára vígsluafmæli sínu. Í tilefni af því verða tónleikar í Hallgrímskirkju kl. 20 þar sem organistar kirkjunnar leika og Hörður Áskelsson segir frá endurminningum. Afmælisveisla eftir á. Ókeypis aðgangur. #hallgrimskirkja #klaisorgan

Lýstu upp myrkrið dagana 1. - 5. desember eftir kl. 17 í tilefni að herferð Amnesty International, Bréf til bjargar lífi. Endilega kíktu við og skrifaðu undir. #eglysiuppmyrkrid #hallgrimskirkja #amnestyinternational

Hátíðarmessa fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11

www.hallgrimskirkja.is

Hátíðarmessa næsta sunnudag sem er einnig útvarpsmessa. Verið velkomin til kirkju eða við hlustir heima.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/12/01/hatidarmessa-fyrsta-sunnudag-i-adventu-kl-11/

www.hallgrimskirkja.is Hátíðarmessa kl. 11 í Hallgrímskirkju. Fyrsti sunnudagur í aðventu, 3. desember.   Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna…

Hádegisjól með Schola cantorum 1. desember

www.hallgrimskirkja.is

Hádegisjól með Schola cantorum í dag kl. 12.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/12/01/hadegisjol-med-schola-cantorum-1-desember/

www.hallgrimskirkja.is Á föstudögum á aðventunni mun kammerkórinn Schola cantorum flytja fagra aðventu -og jólasöngva. Í dag, 1. desember verða hádegisjól kl. 12 – 12.30. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðaverð: 2500 kr…

Forseti Eistlands í Hallgrímskirkju

sigurdurarni.is

Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur.

sigurdurarni.is Kersti Kaljulaid, forseti Eistlands er á Íslandi á þingi stjórnmálakvenna. Hún hefur áður komið til Íslands og þekkir Reykjavík. Svo sagði hún Íslendingunum í gærkvöldi að hana langaði að heimsækja…

Jólin á leið inn í breytingarskeið

sigurdurarni.is

Fjölmenning og jól 2017.

sigurdurarni.is Þórdís Lilja Gunnarsdóttir tók viðtal við mig fyrir jólablað Fréttablaðsins. Það kom út 28. nóvember, 2017. Viðtalið er hér að neðan. Þórdís hafði áhuga á að ræða tengsl fjölmenningar og kristni og…

Foreldramorgnar í kórkjallara

hallgrimskirkja.is

Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/11/28/foreldramorgnar-i-korkjallara-56/

hallgrimskirkja.is Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og…

Kirkjan LOKAR kl. 16 í dag og turninn kl. 15:30.

Hmmm.... roskinn prestur í Hallgrímskirkju! Kirkjan er ekki aðeins eitt af tíu mikilvægustu íhugunarhúsum heims - skv the Guardian - heldur kemur presturinn í kirkjunni við sögu í sögu um Sögu. Kirkjan er orðin þekkt í veröldinni og prestur kirkjunnar því tækur sem sögupersóna í erlendu skáldverki. Merkilegt hvernig íkóninn er farinn að birtast í bókum og miðlum heimsins.
EN NORDISK SAMTIDSROMAN OM FORVENTNING, FORTRYLLELSE OG RODLØSHED
Saga om Saga er en roman om rodløshed og forankring, om frelse og fortabelse, om fodfæste, om forventninger, om fortryllelse, om Gud, kød og kærlighed.
Den flyvske og flakkende Saga møder sin læser som en moderne Barbara-skikkelse, der i et forsøg på at bryde med en tom og konventionel tilværelse tager til Island i selskab med sin cello for at studere musikvidenskab. Hun finder vej ind i Hallgrimskirken i Reykjavik, hvor hun møder den noget ældre præst Jakob, der afføder både uro og afklaring i hendes forvirrede sind. Saga om Saga Af Mette Marie Bjerager 282 sider

[11/23/17]   Það sem heimasíðan okkar liggur ennþá niðri þá auglýsum við bara hér.

Kyrrðarstund kl. 12 í dag, fimmtudaginn 23. nóvember. Inga Harðadóttir leiðir hugleiðingu og bæn og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Súpa og brauð seld í Suðursal kirkjunnar eftir stundina. Næg bílastæði, næg sæti og allir velkomnir.

Og markmiði dagsins var náð hjá fermingarbörnunum! Safnað var fyrir vatnsbrunni í Eþíópíu á nytjamarkaði eftir messu! Takk allir fyrir komuna í dag og taka þátt í yndislegri messu. #hallgrimskirkja #reykjavik #fjölskyldumessa #church #sundayservice

,,Sjá, við göngum í ljósi Guðs" var sungið þegar gengið var inn í fjölskyldumessu. Táknrænt. #hallgrimskirkja #fjölskyldumessa #sundayservice

Hallgrímskirkja

Sjáumst í fjölskyldumessu í Hallgrímskirkju 19. nóvember klukkan 11 ;-)
Hér syngjum við Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju á frábæru kóramóti með Sanne Valvanne í Langholtskirkju um síðustu helgi!

Sjáumst í fjölskyldumessu 19. nóvember ;-) Hér syngjum við Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju á frábæru kóramóti með Sanne Valvanne í Langholtskirkju um síðustu helgi!

Umhverfið og sköpunin eru þema fjölskyldumessunnar á sunnudaginn! Mikið líf, söngur, skapandi endurvinnsla, kökusala og nytjamarkaður!

[11/16/17]   Heimasíður Hallgrímskirkju liggja niður síðan í gær vegna bilana hjá vefhýsingu. Biðjumst velvirðingar á því en vonandi komast síðurnar í lag sem fyrst. Vefhýsingarfyrirtækið er að vinna að biluninni. / Our websites are down due to failure from the web host. Sorry for the inconvenience and we hope they will be up and running soon. Webhost is working on repairs.

@[543771738:2048:Hrefna Harðardóttir] sendi okkur þessar góðu myndir frá hátíðarmessunni 29. október kl. 11 og kantötumessunni sem var seinna þennan sama dag. Takk fyrir =)

Hrefna Harðardóttir sendi okkur þessar góðu myndir frá hátíðarmessunni 29. október kl. 11 og kantötumessunni sem var seinna þennan sama dag. Takk fyrir =)

Árdegismessa í Hafnafjarðarkirkju

hallgrimskirkja.is

Miðvikudagssöfnuðurinn leggur í ferðalag til Hafnarfjarðarkirkju! Allir velkomnir.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/11/13/ardegismessa-i-hafnafjardarkirkju/

hallgrimskirkja.is Árdegismessa í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 15. nóvember fellur niður vegna heimsóknar í Hafnafjarðarkirkju. Árdegismessan þar hefst kl. 8:15. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar ásamt messuþjónum.…

Krílasálmar á mánudögum kl 12.30 í Hallgrímskirkju. Nokkur laus pláss 😇🙂🎶💕

Jólafundur Kvenfélagsins – skráning

hallgrimskirkja.is

Hægt er að skrá sig á jólafund Kvenfélagsins sem verður 23. nóvember kl. 19.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/11/09/jolafundur-kvenfelagsins-skraning/

hallgrimskirkja.is verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 19:00. Á fundinum verður hin hefðbundna hangikjötsveisla ásamt söng, upplestri og gleði. Verð kr. 3.900 á manninn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20. n…

Inside Hallgrímskirkja - Reykjavik, Iceland

youtube.com

https://www.youtube.com/watch?v=zfq5v0tJkic
Alltaf gaman að fá aðsend myndefni til okkar. Adam Frost var svo góður að senda okkur þetta myndband sem gleður. Flott myndband sem sýnir kirkjuna okkar vel.

Inside Reykjavik's beautiful Cathedral, Hallgrimskirkja. It is named after the poet and pastor Hallgrímur Pétursson and is one of the most visited places of ...

ÁRÍÐANDI! TÓNLEIKUM Schola cantorum á Allra heilagra messu sunnudaginn 5. nóv nk.FRESTAÐ

hallgrimskirkja.is

Tónleikum Schola cantorum sem áttu að vera kl. 17 í dag er frestað vegna veðurs.

http://www.hallgrimskirkja.is/2017/11/05/aridandi-tonleikum-schola-cantorum-a-allra-heilagra-messu-sunnudaginn-5-nov-nk-frestad/

hallgrimskirkja.is Fyrirhuguðum tónleikum Schola cantorum á Allra sálna messu í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 er aflýst vegna veðurs í samráði við sérfræðinga á Veðurstofunni. Þessir árlegu tónleikar þegar látinna min…

95 greinar Lúthers í fyrsta sinn!

Þegar Marteinn Lúther negldi greinar sínar á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517 hófst siðbótin. Hugmyndir Lúthers breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu. Nákvæmlega 500 árum síðar verða greinarnar 95 lesnar upphátt í Hallgrímskirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem greinarnar eru lesnar í heyranda hljóði í kirkju á Íslandi og líklega í norðurhluta Evrópu. Prestar Hallgrímskirkju lesa og skýra. Þessi sögulegi viðburður, sem er hluti Lúthersdaga, hefst kl. 12 mun taka um hálfa klukkustund.

Kirkjuklukkurnar hljóma en þær eru nú teknar í notkun eftir langa þögn og mikla viðgerð. Listgjörningur Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal heldur áfram og þar gefst fólki færi á að gera sína eigin tesu, prenta eða þrykkja og negla á dyr. Kl. 18 verða svo kirkjusöngvar í Hallgrímskirkju. Sálmar Lúthers og nýir sálmar verða sungnir. Siðbótarnefnd býður síðan afmælisveislu í Suðursal. Allir velkomnir á viðburði Lúthersdaga í Hallgrímskirkju.

Um leið og við minnum á hátíðarmessu kl. 11 næsta sunnudag þá minnum við á dagskrá Lúthersdagana í Hallgrímskirkju 26. - 31. október. Sjá nánar inn á Hallgrímskirkja.is og listvinafelag.is. Nóg um að vera, láttu sjá þig. / Lutherdays in Hallgrimskirkja 26. - 31. October. Further information on Hallgrimskirkja.is and listvinafelag.is. #hallgrimskirkja #martinluther #siðbót2017 #messa #reykjavik #reformation500

[10/26/17]   Lúthersdagar í Hallgrímskirkju

Síðustu dagarnir í október eru hátíðadagar í Hallgrímskirkju. Kirkjudagurinn, vígsludagur kirkjunnar, er 26. október, 27. október er dánardagur skáldsins og prestsins sem kirkjan er kennd við. Siðbótarafmælið er svo síðasta dag mánaðarins. Af þessu merka og margfalda tilefni verða Lúthersdagar haldnir í kirkjunni 26. – 31. október. Frammi fyrir Guði eru gjafir og kall tímans íhuguð í messum og kyrrðarstund. Sálmar Sigurðar Flosasonar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar verða fluttir. Myndlistarsýning Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal verður opnuð og iðkuð af eldri og yngri. Á sunnudeginum verður hátíðarmessa árdegis og kantötuguðsþjónusta síðdegis. Sr. Kristján Valur Ingólfsson mun prédika við síðari athöfnina. Tónleikhús um siðbótarkonur verður á mánudeginum. Og á siðbótardeginum verða tesur Lúthers lesnar í kirkju í heyranda hljóði í fyrsta sinn. Afmælisveisla siðbótarinnar verður svo um köldið – að lútherskum hætti. Dagskrá Lúthersdaga má sjá á heimasíðu Hallgrímskirkju.

Gleði, söngur og samfélag smáfólksins alla miðvikudaga kl 10-12!

Hvers virði er náttúran og umhverfið þér? Hefur kirkjan eitthvað um þau stóru mál að segja. Sunndagaginn 8. október mun Einar Karl Haraldsson hafa framsögu í Hallgrímskirkju um efnið: Tíminn er fullnaður – umbreyting nauðsyn. Allir eru velkomnir til samtalsins sem verður á jarðhæð kirkjunnar – en kórmegin. Hægt er að ganga inn að austanverðu en einnig fara inn í kirkjuna og niður tröppur sunnan megin við kórinn. Einar Karl Haraldsson er sóknarnefndarmaður í Hallgrímskirkju og stýrir undirbúningi fjölþjóðlegs þings Heimsráðs kirkna (Alkirkjuráðsins) sem haldið verður í Digraneskirkju og í tengslum við Arctic Circle þingið í Hörpu. Sunnudagarnir í Hallgrímskirkju eru grænir. Verið velkomin – munið kl. 10 og síðan verður messa kl. 11.

Verið velkomin á sunnudaginn. Nánari upplýsingar á www.hallgrimskirkja.is.


Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Featured Listing.

Videos (show all)

Almennur söngur á Sálmafossi - Megi gæfan þig geyma
Láttu Guðs hönd þig leiða hér.  Hallgrímur Pétursson Passíusál...
Gefðu að móðurmálið mitt

Telephone

Address


HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík
101

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00
Saturday 09:00 - 17:00
Sunday 09:00 - 17:00
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt! Nánar um safnaðarstarf kirk...

Neskirkja Neskirkja
Við Hagatorg
Reykjavík, 107

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja is a Lutheran (Church of Iceland) parish church in Reykjavík, Iceland. At high, it is the largest church in Iceland and among the tallest structures in Iceland. T...

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Reykjavík Cathedral is a cathedral church in Reykjavík, Iceland, the seat of the Bishop of Iceland and mother church of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, as well as the...

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

La cathédrale luthérienne de Reykjavik, est l’unique cathédrale luthérienne islandaise siège de l'Église d'Islande. Elle est située à Austurvöllur dans la partie occiden...

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Langholtskirkja Langholtskirkja
Sólheimar 11-13
Reykjavík, 104

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi. www.langholtskirkja.is