Neskirkja

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness.

Inn á síðu Neskirkju skrifar starfsfólk Neskirkju, Rúnar Reynisson RR, Sigurvin Lárus Jónsson SLJ, Skúli S. Ólafsson SSÓ, Steingrímur Þórhallsson SÞ

Sunnudagaskóli í Neskirkju kl. 11.
Söngur, saga og sprell !
Sjáumst ! 🤗

Páskaeggjaleit í Neskirkju á páskadag kl. 11. 🐥💒
Við minnum á páskastund barnanna, n.k. sunnudag, 1. apríl í Neskirkju. Það verður hátíðleg og skemmtileg stund inn í kirkjunni þar sem við syngjum saman, heyrum páskasögu og endum síðan stundina í páskaeggjaleit.
Allir velkomnir ! 🐣

Við minnum á sunnudagaskólann á morgun, pálmasunnudag, í Neskirkju kl. 11. Við fylgjumst með Hafdísi og Klemma bralla eitthvað skemmtilegt saman. Heyrum páskasögu, syngjum saman - gleði og gaman !
Páskalitamynd og hressing á torginu á eftir. 🙌🐥👨‍👨‍👧‍👦💒

Það var bjart yfir Neskirkju þegar börnin sungu fyrir fullum sal s.l. sunnudag. Rósalind háskólakisi var leynigestur í messunni. 🙌🙏🐾😻

"Leyfið börnunum að koma…" því það verður gaman hjá okkur á sunnudaginn 😉
Stór börn og lítil athugið: Hin árlega æskulýðsmessa verður á sunnudaginn, 4. mars kl. 11 í Neskirkju.
Fermingabörn vorsins leiða messuna í samvinnu við séra Ásu Laufeyju, æskulýðsfulltrúa og Katrínu Helgu.
Barnakórar syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur.
Stórir sem smáir, aldnir sem ungir og litlar og stórar fjölskyldur.
Við hlökkum til að sjá ykkur ! 💒👨‍👩‍👧‍👦👩‍👧‍👦👨‍👧‍👦

Eldhúsið í gamla safnaðarheimili Neskirkju breyttist í brjóstsykursverksmiðju í gærkvöldi þegar unglingahópur kirkjunnar hittist og bjó til gómsætan brjóstsykur í öllum regnbogans litum og brögðum. Unglingahittingur er á hverju þriðjudagskvöldi Í Neskirkju frá kl. 19:30 til kl. 21:30. Allir unglingar velkomnir. 👏🤙🌈

Vegna óvæntra forfalla getur Kór Neskirkju í Vesturbæ bætt við sig einni 1. sópranrödd og einni 2. alt rödd. Kóreynsla og nótnalestur skilyrði.

Framundan er frumflutningur á kórverkum við ljóð Snorra Hjartarsonar í Kristskirkju í apríl og upptaka á sömu verkum næsta vetur.

Kórferð til Berlínar, Dresden og Leipzig í júní.

Jólaóratoría Bach í desember 2018

Kór Neskirkju er metnaðarfullur áhugamannakór sem skipa yfir 50 manns á aldrinum 25 - 60. Kórinn tekst reglulega á við stór kórverk og fer erlendis þriðja hvert ár í tónleikaferð.

Áhugasamir setji sig í samband við Steingrím kórstjóra í stein.musica@gmail.com eða í 896-8192.

[02/10/18]   Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 11. febrúar. Söngur, gleði, samfélag.

[01/25/18]   Áskoranir lífsins í messu sunnudaginn 28. janúar kl. 11. Listakonan Klafútís miðlar reynslu sinni af glímunni við geðrænar áskoranir í tali og tónum.

Krossgötur hefjast þriðjudaginn 9. janúar kl. 13:00. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá að vanda!

mbl.is

Ertu jólabarn?

Jólahugvekja Mbl skartar myndum af börnum í yngri barnakór Neskirkju.

mbl.is Það er fátt meira í anda jólanna en að styðja þau sem eiga undir högg að sækja. Því að andi jólanna birtist okkur einmitt í því viðkvæmasta og varnarlausasta sem við þekkjum: nýfæddu barni, skrifar Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju.

Hlökkum til að sjá ykkur 18:00

Við þökkum Skerjagarði
fyrir að gleðja okkur með jólaheimsókn í morgun. Yndislegir krakkar.

Aðventustund

Við í Neskirkju leggjum okkur fram við að bæta umgengni okkar við sköpunarverkið, til dæmis með því að nota minna plast, sóa minna af plasti og endurvinnum það plast sem við notum. Í hverri viku heimsækja að meðaltali nokkur hundruð manns kirkjuna vegna ýmissa viðburða, athafna og hefðbundins kirkjustarfs þar sem gestir kirkjunnar geta vætt kverkar sínar án þess að notuð séu einnota plastmál. 🌱🌍
#grænkirkja #umhverfisvitund #umhverfisvernd

[10/19/17]   Í messunni kl. 11 þann 22. okt verður talað um það þegar blindir fá sýn - á ýmsan hátt. Sunnudagaskóli á sama tíma, söngur og sögur. Og svo kaffi og fleira á eftir.

Þétt setin kirkjan í ömmu og afa messu í gær

Á morgun, sunnudaginn 15. október verður ömmu og afa messa kl. 11. Yngri og eldri barnakórar Neskirkju syngja ásamt Hljómi, kór eldri borgara í Neskirkju. Stjórnendur eru Jóhanna Halldórsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Sögustund og söngur. Umsjón Margrét Heba Atladóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, sem þjónar fyrir altari. Ari Agnarsson situr við hljóðfærið. Ávextir og kruðirí, kaffi og gott á kirkjutorgi eftir guðsþjónustuna.
Verið hjartanlega velkomin í Neskirkju !

La vita e bella! Lífið er fagurt!

Þeir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og Steingrímur Þórhallsson, organisti, heimsækja okkur á krossgötum í dag, 3. október.

Þeir flytja lífinu fagra sinn óð í tali og tónum!

Við minnum á matarmikla súpu á kostakjörum í hádeginu í dag. Svo er boðið upp á kaffiveitingar að loknum lífsgleðióði þeirra félaganna.

Leiksýningin um Lúther færist aftur um viku og verður sunnudaginn 15. október kl. 14:00. Ástæða þessarar breytingar eru veikindi eins af leikurunum. Við hlökkum til að taka á móti fólki í leikhús í Neskirkju.

Eftir sem áður þá hefst námskeiðið, Legið yfir Lúther þrijðudagskvöldið 10. oktbóer kl. 20:00.

Legið yfir Lúther – Námskeið í Neskirkju í tilefni 500 ára afmæli siðaskiptanna | Þjóðkirkjan

http://kirkjan.is/2017/09/legid-yfir-luther-namskeid-i-neskirkju-i-tilefni-500-ara-afmaeli-sidaskiptanna/

kirkjan.is Þann 31. október næstkomandi eru 500 ár liðin frá atburði sem gerbreytti mannkynsögunni. Þá mótmælti munkurinn Marteinn Lúther aflátssölu kirkjunnar og sagan segir að hann hafi neglt blöð með 95 andmælum á kirkjudyrnar í Wittenberg. Upp frá því hófst atburðarrás sem leiddi til þess að Vesturkirkjan…

Bessastaðaheimsókn

Krossgötufólk á Bessastöðum. Við þökkum Guðna Th. Jóhannessyni og samstarfsfólki hans fyrir forsætislegar móttökur. Hér má sjá myndir sem teknar voru við heimsóknina.

Messa 24. september

Marta smarta (sem var alltaf að kvarta) hefur upp raust sína í guðspjalli næsta sunndags og bendi á óréttláta skiptingu heimilisstarfa. Jesús er beðinn að miðla málum. Missið ekki af þessu í messunni kl. 11. Söguferð um sóknina eftir messu.

neskirkja.is Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Ása Laufey og Ari leiða barnastarfið. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Kaffi á Torginu að messu lokinni og haldið verður í rútuferð á söguslóðir Neskirkju í fylgd sr. Steinunnar og Önnu Þ...

[09/17/17]   þakkar þeim fjölmörgu sem tóku þátt í uppskeruhátíð okkar í morgun og takk allir sem lögðu hönd á plóg.

Messan undirbúin

Súpan undirbúin fyrir sunnudaginn.

Tónleikar Kynning

Kór Neskirkju hefur nú nýtt starfsár eftir sumarfrí. Verkefni ársins eru Petite messe solennelle eftir Rossini í nóvember, frumflutningur á nýju verki á vormánuðum og utanlandsferð næsta sumar.

Kórinn telur um 50 meðlimi en gæti bætt við sig nokkrum karlröddum.

Hér er tóndæmi frá tónleikum kórsins síðasta vor þegar flutt var óratorían Judas Maccabesu eftir G. F. Handel. Nánari upplýsingar gefur kórstjórinn stein.musica@gmail.com

Tóndæmi frá tónleikum Kórs Neskirkju og Hátíðarbarrokksveitar Vesturbæjar 6. maí 2017 í tilefni af 60 ára afmæli Neskirkju

[08/11/17]   Messa kl. 11 á sunnudag. Nú er organistinn kominn úr sumarfríi og við setjum kraft í sönginn. Litir og blöð fyrir yngsta fólkið. Hressing og samfélag á kirkjutorgi eftir messu.

[08/06/17]   Útimessa um verslunarmannahelgi. Kaffihúsastemning, teppi og huggulegt.

[08/02/17]   Neskirkja auglýsir 50% stöðu æskulýðsfulltrúa. Umsóknarfrestur til 11. ágúst.

[08/01/17]   Við messum úti um verslunarmannahelgina ef veður leyfir.

[07/26/17]   Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar í messu kl. 11, sunnudaginn 30. júlí.

[07/22/17]   Gítarmessa á morgun kl. 11. Og örugglega sól inni í kirkjunni.

[07/15/17]   Stefanía Steinsdóttir guðfræðingur predikar á morgun, 16. júlí í messu sem hefst kl. 11. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Barnahorn með litum fyrir þau yngstu. Hressing og samfélag á kirkjutorgi eftir messu.

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Við Hagatorg
Reykjavík
107

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 16:00
Sunday 10:00 - 14:00
Other Lutheran Churches in Reykjavík (show all)
Háteigskirkja Háteigskirkja
Háteigsvegur 27-29
Reykjavík, 105

Hér birtast upplýsingar um safnaðarstarf og viðburði í Háteigskirkju

Reykjavik Cathedral Reykjavik Cathedral
Reykjavík

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
HALLGRÍMSTORG 1
Reykjavík, 101

Laugarneskirkja Laugarneskirkja
Við Kirkjuteig
Reykjavík, 105

Laugarneskirkja v/ Kirkjuteig 105 Reykjavík

Grafarvogskirkja Grafarvogi Grafarvogskirkja Grafarvogi
Fjörgyn
Reykjavík, 112

Þetta er síða Grafarvogssafnaðar. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga í kirkjunni kl.11:00 og kirkjuselinu kl. 13. Sunnudagaskólar á báðum stöðum

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Cathédrale luthérienne de Reykjavik Cathédrale luthérienne de Reykjavik
Kirkjustræti
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja
Hallgrímstorg 1
Reykjavík, 101

Hallgrímskirkja er sóknarkirkja í hjarta Reykjavíkur en um leið stærsta kirkja Íslands. Hún býður upp á lifandi safnaðarstarf og griðarstað.

Dómkirkjan Dómkirkjan
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Í Dómkirkjunni eru messur alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskóli fyrir börnin á kirkjuloftinu á sama tíma. Bænastundir eru á þriðjudögum kl. 12:10-12:30. Nánar á www.domkirkjan.is

Seljakirkja Seljakirkja
Hagasel 40
Reykjavík, 109