Seljakirkja

Seljakirkja er kirkjumiðstöð íbúa í Seljahverfi. Þar er fjölbreytt safnaðarstarf fyrir unga sem aldna. Kynntu þér starfið og taktu þátt!
Nánar um safnaðarstarf kirkjunnar:
http://kirkjan.is/seljakirkja/safnaðarstarf/

Á foreldramorgnum þriðjudaginn 10. apríl n.k. mun verða kynning á Krílafimi sem eru námskeið fyrir börn þar sem ætlunin er að örva og styrkja börnin í gegnum leik þar sem lögð er áhersla á þjálfun grunnþátta í þroska miðtaugakerfisins sem eru undirstaða eðlilegs skyn- og hreyfiþroska.
Allir foreldrar hjartanlega velkomnir kl. 10-12
Heitt á könnunni

Helgihad 4. mars
Næsta sunnudag er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur. Þá verður helgihald með eftirfarandi sniði:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Tómas leiða samveruna og sögð verður sagan af Sakkeusi.

Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann leiðir stundina.
Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna.

Að lokinni guðsþjónustu mun 10-12 ára hópur KFUM og KFUK standa fyrir kaffisölu sem fjáröflun fyrir ferð þeirra Í Vatnaskóg

Börn (og fullorðnir) eru velkomin í kirkjuna í dag að syngja fyrir nammi :) erum með opið til 22 í kvöld

[02/11/18]   Þrátt fyrir að vetur konungur sýni klærnar að þá messum við í Seljakirkju í dag kl. 14. Að lokinni messu verða svo dýrindis bollur bornar á borð! Verið velkomin!

[02/05/18]   Næsta sunnudag, 11. febrúar verður helgihald með hefðbundnum hætti:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Bára og Perla leiða samveruna. Söngur, saga, líf og fjör!

Almenn guðsþjónusta kl 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Helgihald Seljakirkju yfir áramótin
Enginn staður er betri en kirkjan þín til að taka móti komandi ári

Helgihald um jól og áramót má finna á heimasíðu Seljakirkju www.seljakirkja.is
Gleðileg jól og Guðs blessun á komandi ári

[12/04/17]   Þriðjudaginn 5 desember verður kennsla í ungbarnanuddi hjá foreldramorgnunum okkar. Yndisleg stund þar sem við nuddum litlu krilin okkar og kennd verða helstu handtök i ungbarnanuddi. Ef þið ætlið að taka þátt í nuddinu þá er gott að muna eftir handklæði til að hafa barnið ofan á á meðan kennslu stendur. Ekki þörf er á að koma með nuddolíu.
Einnig er pálinuboð a morgun. Þá koma þeir sem hafa tök a með eitthvað a hlaðborð en það er engin skylda!
Hittumst í kirkjunni á milli 10 og 12

Hlökkum til að sja ykkur

[11/28/17]   Minnum á menningarvöku eldri borgara í kvöld kl. 18 :) Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson sjá um létta og skemmtilega dagskrá í tali og tónum eins og þeim eignum er lagið! Hátíðarmatur að hætti Lárusar á kr. 1500, vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110

Síðasta svarthvíta myndin á síðasta sunnudegi fyrir aðventu minnum á barnaguðsþjónustuna kl. 11 og messuna kl. 14

6/7

Svarthvítur föstudagur og mynd 5/7

Hversdagsmynd 4/7

Svarthvít mynd 3/7

Svarthvít hversdagsmynd 2/7

Þriðjudaginn 21 nóvember verður fyrirlestur á foreldramorgnum um fæðingarþyngdi. Heitt á könnunni og notaleg stund á milli 10 og 12

Við tökum áskoruninni (þó enginn hafi reyndar skorað á okkur) og birtum eina svarthvíta hversdags mynd í sjö daga, engar útskýringar og ekkert fólk

Hefðbundinn dagur hjá okkur sunnudaginn 19 nóvember.
Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11, biblíusaga, söngur og gleði. Ávaxtahressing í lokin. Kl. 14 hefðbundin guðsþjónusta og messukaffi í lokin.
Verið hjartanlega velkomin

Þriðjudaginn 14 nóvember mun Ebba Guðný halda fyrirlestur um næringu barna á foreldramorgnum hjá okkur á milli 10 og 12. Allir velkomnir og heitt á könnunni

Sunnudagurinn 12. nóvember verður með hefðbundnu sniði hjá okkur í Seljakirkju. Byrjum daginn á barnaguðsþjónustu kl. 11, gleðin ræður ríkjum og er þetta góð stund fyriri alla fjölskylduna.
Kl. 14 er hefðbundin guðsþjónusta og messukaffi að henni lokinni

Fermingarbörnin í Seljakirkju ganga í hús í dag milli kl. 18 og 21, takk fyrir að taka vel á móti þeim :)

ruv.is

Stormur um land allt og ekkert ferðaveður

Því miður verðum við að fella niður fyrirhugaða kvöldguðsþjónustu sem vera átti í Seljakirkju í kvöld vegna slæmrar veðurspár, vonum að allir njóti þess að vera heimavið meðan stormurinn gengur yfir.

ruv.is Veðurstofan varar við suðaustanstormi um allt land frá hádegi og fram til morguns. Djúp lægð nálgast nú landið og skellur á suðvesturhorninu um eða upp úr hádegi. Veður mun fara stöðugt versnandi á höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu frá hádegi og ná hámarki um kvö...

[11/04/17]   Vegna slæmrar veðurspár á morgun fellur kvöldguðsþjónustan niður að þessu sinni. Barnaguðsþjónustan verður hins vegar á sínum stað kl. 11

Margir lögðu leið sína í kirkjuna í dag til að sjá Stoppleikhópinn sýna skemmtilegt leikrit um Lúther

Helgina 20-22 október sl. fór fram Landsmót ÆSKÞ á Selfossi. En þar komu saman æskulýðsfélög kirkna af öllu landinu og eyddu helginni saman. Flottur hópur fór að sjálfsögðu úr Seljakirkju og skemmtilegt er að segja frá því að atriði frá kirkjunni okkar hlaut fyrstu verðlaun i hæfileikakeppni sem haldin var á laugardeginum. Við erum svo þakklát fyrir þessa flottu unglinga sem sækja starfið okkar og biðjum fyrir því starfið haldi áfram að vaxa og dafna. Meðfylgjandi er mynd af hópnum flytja siguratriðið

Skyndihjálp og fræðsla verða í boði á foreldramorgnum þriðjudaginn 31. október. Kaffi, spjall og góður félagsskapur fylgja auðvitað með. Hittumst í kirkjunni á milli 10 og 12

Smá skilaboð frá Mýslu í dag 😇

Siðbótardagurinn 29. október
Barnaguðsþjónusta kl. 11
Biblíusaga, söngur og gleði
Nýr límmiði og ávaxtahressing í lokin.

Guðsþjónusta kl. 14
sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar
Kór Seljakirkju leiðir söng
Kaffi að messu lokinni

Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15:30
sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar
félagar úr Kór Seljakirkju syngja

Njótum sunnudagsins saman í Seljakirkju!

Helgihald 22. október
Næsta sunnudag verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ólafur Jóhann leiðir stundina og Tómas leikur á píanóið!
Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari:
Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng.
Orgnisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Við erum kannski ekki alveg hlutlaus en leyfum okkur að fullyrða að skemmtilegri krakkar eru vandfundnir. Hérna er ein mynd af góðum fundi hjá 10-12 ára hópnum okkar. Við hittumst á miðvikudögum kl. 15:30, allir krakkar velkomnir

Sunnudagurinn 15. október

Barnaguðsþjónusta kl. 11
Barn borið til skírnar og
Bára segir skemmtilega Biblíusögu,
Brúðuleikhús og mikill söngur
Bráðholl ávaxtahressing í lokin.

Guðsþjónusta kl. 14 – kirkjudagur Rangæinga
Kristján Arason guðfræðingur og Rangæingur prédikar og
sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari
Félagar úr Rangæingafélaginu lesa ritningarlestra
kirkjukaffi að messu lokinni í boði Rangæingafélagsins í Reykjavík.

Verið hjartanlega velkomin í Seljakirkju!

Helgihald 8. október

Næsta sunnudag verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Bára leiða stundina. Söngur, biblíusaga, líf og fjör!

Almenn guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Helgihald 1. október
Næsta sunnudag verður helgihaldið með fjölbreyttum hætti:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Bára leiða samveruna. Söngur, saga, líf og fjör.

Kvöldguðsþjónusta á ljúfum nótum kl. 20.
Sr. Ólafur Jóhann leiðir samveruna. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða tónlistina og undirleikinn annast Tómas Guðni Eggertsson.

Njótum þess að koma í kirkjuna og taka þátt í helgihaldinu!

[09/26/17]   Enn er hægt að skrá sig á menningarvöku eldri borgara sem hefst í dag kl. 18. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur erindi um Hallgrímskirkju og Sigrún Hjálmtýsdóttir flytur nokkrar söngperlur. Síðan verður boðið upp á kjötsúpu á 1500 kr. tekið er á móti skráningum í síma 567 0110

Guðspjall morgundagsins segir frá þeim systrum Mörtu og Maríu og þá kemur góða hlutskiptið við sögu 😇 verið velkomin í messu kl. 14

Sunnudagur til sælu 24. september

Barnaguðsþjónusta kl. 11
söngur og gleði,
Biblíusaga, brúður og bænir
ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita

Messa kl. 14 – altarisganga
Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel
Kór Seljakirkju leiðir söng
Kaffi að messu lokinni

Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15:30
sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar
og félagar úr Kór Seljakirkju syngja

Nú er æskulýðsstarf fyrir allann aldur farið á fullt hjá okkur í Seljakirkju.
Leikjafjör 1.-4. bekkur - Mánudagar kl. 15:00-15:45
TíuTólf - 5.-7. bekkur - Miðvikudagur kl. 15:30-16:30
Sela - 8.-10. bekkur - Þriðjudagar kl. 20:00 - 22:00
K.U.S.K - 16-20 ára - Annan hvern mánudag kl. 20:00 - 22:00

Skemmtilegt og fjölbreytt starf sem allir eru velkomnir í.
Leikir, fjör, fræðsla og margt fleira spennandi

Ekkert kostar að taka þátt í æskulýðsstarfinu

Helgihald 17. september

Barnaguðsþjónusta kl. 11
Óli og Bára leiða stundina! Söngur, saga, líf og fjör!
Gæðastund fyrir börn og fullorðna!

Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Bænastund er alla fimmtudaga í Seljakirkju kl. 12:00, notaleg stund með íhugun og fyrirbænum. Boðið er upp á súpu og brauð að stundinni lokinni. Verið hjartanlega velkomin!

[09/08/17]   Sunnudagurinn 10. september
Barnaguðsþjónusta kl. 11
Biblíusaga, söngur og gleði
Nýr límmiði og ávaxtahressing í lokin
Gæðastund fyrir alla fjölskylduna!
Guðsþjónusta kl. 14
Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel
Kór Seljakirkju syngur
Fermingarbörn vetrarins eru sérstaklega hvött til þátttöku!

Want your place of worship to be the top-listed Place Of Worship in Reykjavík?

Click here to claim your Sponsored Listing.

Videos (show all)

Telephone

Address


Hagasel 40
Reykjavík
109

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 22:00
Wednesday 10:00 - 22:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 14:00
Sunday 10:00 - 16:00
Other Religious Centers in Reykjavík (show all)
Kirkjan Kirkjan
Laugavegur 31
Reykjavík, 150

Hér segjum við fréttir af starfi þjóðkirkjunnar um allt land.

Ásatrúarfélagið Ásatrúarfélagið
Síðumúli 15
Reykjavík, 108

Ásatrúarfélagið er löggilt trúfélag sem starfar að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.

Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Hallgrímstorgi
Reykjavík, 101

" Eldur af himni ! " - Fjórtánda Kirkjulistahátíðin í Hallgrímskirkju // " Fire from Heaven ! " - The 14th. Festival of Sacred Arts at Hallgrims Church

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hátún 2
Reykjavík, 105

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía tilheyrir Hvítasunnukirkjunni á Íslandi sem er samband sjálfstæðra Hvítasunnukirkna um allt Ísland.

Guðríðarkirkja Guðríðarkirkja
Kirkjustétt 8
Reykjavík, 113

Veitul, vistvæn, vonglöð, verðandi kirkja við hitaveitutankana í Grafarholti.

Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland, Himinn á Jörðu - Heaven on Earth- Bethel Iceland,
Suðurlandsbraut 6
Reykjavík, 108

"...til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni." (Matt. 6:10) Sunnudögum: kl. 16:30

Kaþólska kirkjan á Íslandi Kaþólska kirkjan á Íslandi
Túngata 13
Reykjavík, 101

Í Reykjavíkurbiskupsdæmi eru 7 sóknir: Kristssókn, Sókn hl. Jóhannesar postula, St. Maríusókn, St. Jósefssókn, St. Péturssókn, St. Þorlákssókn og sókn St. Jóhannesar Páls II.

Kirkja sjöunda dags aðventista Kirkja sjöunda dags aðventista
Suðurhlíð 36
Reykjavík, 105

Kirkja sjöunda dags aðventista. Á Íslandi eru 6 aðventkirkjur, í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Verið velkomin!

Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi Islamic Cultural Center of Iceland /Menningarsetur múslima á Íslandi
Skútuvogur 1H
Reykjavík, 104

المركز الثقافي الإسلامي الآيسلندي مؤسسة ثقافية دعوية تعليمية العاصمة الآيسلندية ريكيافيك

Reykjavík Cathedral Reykjavík Cathedral
Kirkjustræti 16
Reykjavík, 101

Bænahúsið Kristileg Miðstöð Bænahúsið Kristileg Miðstöð
Stangarhylur 7
Reykjavík, 110

Bænahúsið, kristileg miðstöð Banki: 0116-05-063995 kt. 460406-1370

Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju
Skólavörðuholti
Reykjavík, 101